Spegillinn - 01.12.1947, Blaðsíða 33

Spegillinn - 01.12.1947, Blaðsíða 33
SPEGILLINN 213 ar ekki færri en 7 ókostir við það, miðað við þjóðarhag (ef oss varðar þá nokkuð um hann), og er hver ókostur rétt á litið heilt þjóðarböl, ef frumvarpið næði fram að ganga, sem það gerði sjálfsagt, úr því að kommúnistar eru ekki riðnir við það. Nánar tiltekið myndu allar vörur hækka, kaup lækka, skuldir vaxa, húsaleiga hækka (sem menn héldu þó að væri í hærra lagi áður), gjaldeyrisþjófnaðurinn verðlaunaður og yfirleitt ekki lífvænlegt fyrir nokkurn mann í landinu nema svartamarkaðs-okrara og aðrar slíkar þjóðarafætur. Þetta margfalda þjóðarböl, sem kvað vera yfirvofandi, verður klárlega stjórninni að kenna og samboðið henni, annars væri hún engin ,,hrunstjórn“. Þó að vér álítum hinsvegar, að hinni margþjökuðu og hundeltu íslenzku þjóð, sem lifað hefur við kúgun og harðæri um aldir og lifir enn (Keflavíkurflugvöll- urinn!), að auki í einu allsherjarhruni, hana munar lítið um eitt smá-þjóðarböl, eins og áður greinir, til viðbótar, — þegar vitað er á hinn bóginn, að aldrei kæmi fram gótt dýr- tíðarfrumvarp, sem samþykkt yrði. Góðu frumvörpin koma einungis frá stjórnarandstöðunni og eru náttúrlega felld sem slík. Þau geta aldrei orðið annað í lýðfrjálsu landi en mála- mynda- og málþófsfrumvörp, sem stela dýrmætum tíma þingsins. Áramótauppgjör vor með tilliti til flokksblaðanna í landi voru, sem vér höfum nákvæmlega stúderað og samanborið á þessu útlíðandi ári, eru þá þau, að það, sem til bóta horfir, er aðeins eigin-flokk að þakka. (og svo flokksblaðinu, sem fyrst benti á úrbæturnar, og þar með talinn Víkverji innan vísinda og lista), en aftur á móti eru allar skyssurnar hinum að lcenna. Yfirleitt vill aðeins einn flokkur heill þjóðarinnar, en hinir tortímingu hennar. Um það eru öll blöðin sammála. Og þar eð öll blöðin sverja við sannleikann, viljum vér láta spurninguna, hver segir mest „satt“, verða jólaþraut les- enda vorra. Gleðileg jól! Álfur úr Hól. orn En sumir voru ennþá argir og töldu, að þeir væru tveim, of margir. SVB. ÆTTARTÖLUM Skagfirðinga var stolið í sl. mánuði úr bíl é götum höfuðborgnr- innar, og horfði til vandræða um hríð. Fundust þó aftur í húsasur.di einu, þar sem þjófurinn hafði fleygt þeim. Hefur sennilega fundið sívia eigin ættfærslu og ekki litizt á blikuna. HÁTTVIRTUR þingmaður Barðstrendinga vill nú láta oss taka 4 milljóna krcna lán til að kaupa togara með tveim þilförum, í tilraunaskyni. Sann>4st hér sem fyrr, að ekki þarf að spyrja Gísla, hvort hann vilji nokkuð upp á dekk. um að heilsa á götu Ég heilsa á götu eða heilsa ekki upp á mann allt eftir því, hvort ég ákveð eða ákveð ekki að þekkja hann. SVB. BÖÐULLINN í Frakklandi — „hinn opinberi“ — hefur fyrir skemmstu neitað að höggva fleiri delínkventa, nema því aðeins, að hann fái sömu laui og skrifstofustjórar í ráðuneytunum og auk þess aukaþóknun fyrir hvern haus. Stendur þetta nú í stappi, og síðast er fréttist, voru átta glmpa- menn enn á lífi, sem lögum samkvæmt áttu að vera dauðir, og veidur þetta ríkinu miklum kostnaði. Sem betur fer, er það fremur fátítl, að böðlar stræki. Næsta tilfelli á undan, sem vér munum, var fyrir e;>. 25 árum, vestur á Cuba; en þar var ekki um kaupdeilu að ræða, htldur sagði böðullinn þar af sér, til þess að fara að lesa guðfræði. um fullveldishátíó og flugvallarsamning. F ullveldisminning með fjálgleik nægum. Og skál fyrir sjálfstæði og samning frægum. Frá Sameinuðu Þjóðunum hefur oss borizt eftirfarandi; orn um oróuveitingu: Menn þreyttust ekki á því að lof ’ann og töluðu um sjálfstæði á samning ofan. Réttlátt skiptast heimsins hnoss hugleið staðreyndina: að sumir eru settir á kross en settur kross á hina. SÞ. Var þjóðin ánægð? það sýndist svo — með sjálfstæðisdagana sína tvo. LANDHELGISGÆZLA VOR ætlar á næstunni að bæta við sig tveim varðskipum og ennfremur tveim helikopterflugvélum, svo að hægt sé að kikja undir tuskumar, sem þrjótarnir eru vanir að breiða yfir nafn og númer.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.