Spegillinn - 01.12.1947, Page 35

Spegillinn - 01.12.1947, Page 35
SPEGILLINN 215 /7?U&ry___ Framh. „Ég ætla mér nú ekki að fara að losa hana til þess að gera henni neitt til góða“, svaraði ég. ,,Það, sem mín og þín og allrar aðrar lifrar þarfnast, er ekki fyrst og fremst að fara út í buxnapilsi og láta berja sig í mauk, heldur þurfa þær hvíld — og minni og einfaldari mat. Ef þú hættir við að fara með lifrina í þér á hestbak og færir þess í stað með hana í tjald og fæddir hana á hnetum og berjum, værirðu ekki eins á litinn og þú ert núna, Tobba sæl!“ Það voi'u þessi orð, sem urðu upphafið að öllu saman, enda þótt ég vissi það ekki þá, og Tobba segði ekki neitt. Hún hefur það til að fá einhverja flugu og láta hana svo liggja og malla einhversstaðar aftan til í heilanum, ef svo mætti segja, án þess að nokkur maður viti, að hún sé yfir suðunni, og svo skellir hún henni fram harðsoðinni einn góðan veðurdag, með kryddi og öllu saman. Daginn sem Tobba settist fyrst upp, fórum við Agga báðar að heim- sækja hana. Hanna, húshjálpin hennar, hafði komið henni fram úr rúminu út að glugganum og þar sat Tobba umkringd bókum. En það er einmitt ó svona nauðungar-iðjuleysisstundum, sem Tobba fær flest- ar hugmyndirnar, og Agga minnti mig á þetta á leiðinni til hennar. ,,Þú manst, Lísa, í fyrravetur, þegar hún var að ná sér eftir flens- una og tók bréfanámskeiðið í sundi. Ef hún er að lesa, þá athugaðu, hvað hún les. Það er sennilega annaðhvoi't um kosningarrétt kvenna eða þá loftskip“. Tobba trúir alltaf öllu, sem hún les. Hún hafði verið sannfærð um, að hún gæti synt eftir sex tíma bréfanámskeið. Hún hafði allar hreyf- ingamar nákvæmlega í höfðinu, og var nærri því búin að gera hjúkr- unarkonuna sína vitlausa með því að hvolfa sér á grúfu í rúminu öðru hvoru, til þess að æfa yfirhandar-sundtök. Hún varð brátt alveg út- farin og ásetti sér að fara að iðka sund reglulega, og lét meira að segja Kalla frænda sýna sér ástralska skriðsundið, svo að hún gæti, þegar stundir liðu fram, synt yfir Ermarsund. Allur vandinn var að anda og skipta um stellingar, sagði hún, — svo að þetta var í raun- inni miklu fremur andleg en líkamleg íþrótt og byggðist á almennri greind. Þegar hún var orðin heilbrigð aftur, fór hún í sundhöllina. Við Agga fórum með henni — ekki vegna þess, að við gætum neitt hjálp- að, ef í hart færi, heldur einmitt vegna þess, að Tobba hafði sannfært okkur um, að það myndi alls eklci „fara í hart“. Tobba stakk sér beint á höfuðið í djúpa endann á lauginni, samkvæmt forskriftinni, en kom ekki upp aftur. Jæja, hvað sem um það var, datt okkur ekki í hug, að þetta, sem Tobba var nú að lesa, gæti verið neitt hættulegt. Hún hafði pantað nokkrar bækur handa börnum vinkonu sinnar, og var nú að líta gegn- um þær, áður en þær væru sendai'. Ein þeirra var „Ungi skógarmaður- inn‘ og önnur var „Tjöld og tjaldvist“. En núna get ég fengið hroll, þegar ég rifja upp þessi nöfn. Agga hafði bakað englaköku og auk þess komið með krukku fulla af smákökum. En Tobba þakkaði aðeins fyrir þetta í mestu snöggheit- um og skipaði svo Hönnu að fara út með kökurnar. Enn vorum við samt alveg grunlausar. Tobba hallaði sér upp við dogg og sagði fátt. Samtalið var eitthvað á þessa leið : Agga: Jæja, þá ertu lcomin ó fætur — og ég vona guð gefi, að þú getir eitthvað af þessu lært. Ef þér er það ekki ógeðfellt, ætla ég að biðja Hönnu að skera sundur kökuna. Hún féll hjá mér í miðjunni. Tobba,: Veiztu það, að Indíánarnir notuðu aldrei sætindi í mat og þess vegna hafa þeir allir heilar og óskemmdar tennur? Agga: Jæja, þeir höfðu nú heldur enga bíla, og samt veit ég ekki til þess, að þeir hafi fengið vængi. Lísa: Má ekki loka þessum glugga. Eg hef trekkinn beint inn ó mig. Tobba: Loft í hreyfingu hefur ennþá ekki orsakað kvef í neinni manneskju. Við fáum ekki kvef, heldur fáum við hita. Það er alveg hlægilegt, hvernig við lokum okkur inni, og ætlumst svo til að halda heilsunni. Agga-. Ég er að fá kvef. Lísa (slær út í aðra sálma) : Ætti ég ekki að hjálpa þér til að klæða þig. Þú gætir hvílst í bakinu, ef þú færir í lífstykki aftur. Tobba (einbeitt) : Ég ætla mér ekki í lífstykki oftar á ævinni. Agga (hnerrar) : Ha? Notuðu Indíánarnir virkilega ekki lífstykki? Tobba er afskaplega næm, ef hún verður fyrir samúðarleysi og nú lokaðist hún eins og kúskel. Hún var kuldalega kurteis við okkur það sem eftir var heimsóknarinnar, en hún vitnaði ekki oftar í Indíánana, og það út af fyrir sig var grunsamlegt. Til allrar lukku eða ólukku var fyrirætlun Tobbu þannig, að hún gat ekki framkvæmt hana ein. Mig grunar, að hún hafi reynt að fá Hönnu til að fara með sér, og hafi ekki snúið sér til okkar fyrr en hún hafði brugðizt. Hanna var hrædd og sagði okkur alla söguna, til þess að aðvara okkur. Ég man þetta alveg út í æsar. Það var einmitt afmælisdagurinn hans hr. Wiggins sáluga, og þá borðum við venjulega hjá Oggu og höfum tertu með þrjátíu kertum í. En nú var Tobba ekki farin neitt að fara út, svo að við hinar borðuðum saman. Agga vill alltaf sitja þangað til síðasta kertið er útbrunnið, en það finnst mér sorglegt, svo að ég kemst alltaf í þungt skap. í sama bili, sem ljósið á kertinu blakti og slokknaði, kom Hanna inn. „Fröken Tobba sendir mig með bi'éf frænda síns frá London“, sagði Hanna og lagði bréfið á borðið fyrir framan Öggu. Síðan settist hún niður og tók að vola. „Hvað gengur að, Hanna?“ spurði Agga. „Hvað hefur eiginlega skeð ?“ „Hún er farin aftur“, snökti Hanna, „og hún er verri í þetta sinn en hún hefur nokkurntíma áður verið. Ekkert te, enginn sylcur, ekkert annað en hnetur og ávextir, og gluggana opna alla nóttina, svo að gai'dínurnar eru orðnar kolsvartar. Ég vildi bara, að ég næði í hnakka- drambið á honum Kalla frænda“. * Okkur hefur víst báðum dottið það sama í hug, þá á sömu stundinni: „Ungi skógarmaðurinn", „Tjöld og tjaldlíf“ og ekkert lífstykki o. s. frv. Ég seildist eftir bréfi Kalla frænda, sem var að vísu sent Tobbu, en var til okkar allra. Það hljóðaði þannig: Blessaðir þríburarnir! Jæja, þá er franski forsetinn bæði kominn og farinn, og London hefur tekið niður aftur skrautflöggin, sem honum var fagnað með, og er nú farin að snúa sér að saklausum skemmtunum aft- ur, svo sem að eitra fyrir ráðherra, sprengja upp opinberar bygg- ingar, eða þá menn fara út í skógana og iðka þar einfalt líf. Þessi náttúrubörn ferðast í hópum — enda eru þau í litlu öðru.

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.