Spegillinn - 01.12.1947, Síða 36
21 ð
5PEGILLINN
Þau eru í einni flík, skilst mér, láta hárið flaksast og skeggið
vaxa, éta ekki annað en það, sem náttúran hefur að bjóða, svo
sem hnetur og ávexti, sofa undir berum himni og drekka úr lækj-
um og lindum. Finnst ykkur það ekki glæsilegt? Venjulega er
þetta fallegt fólk — og bi’únt eins og hneturnar, sem það étur.
Og ég sá stúlku í gær — ja, ef þið heyrið ekki frá mér fyrst um
sinn, er það af því, að ég hef losað mig við vasana, sem ég geymi
sjálfblekunginn minn í og frímerkin, og er farinn að ganga ber-
fættur um Ódáinsvellina hér.
Upp með einfalda lífið!
Kalli frændi.
Um leið og ég lauk við að lesa bréfið upphátt, leit ég með skelfingu
á Öggu. „Jæja, þá er það búið að vera“, sagði ég í örvæntingu minni.
„Hún hefur fengið svona grillur áður og nú hefur þessi ungi fá-
bjáni . . .“. Ég þagnaði og leit yfir borðið á Öggu. Hún sat eins og
agndofa, og starði tómlega á sviðna kveikina í kertum hr. Wiggins.
„Berfættur um Ódáinsvellina“, sagði hún lágt.
II.
Ég er ekkert að afsaka mig. Ég hef aldrei haft eldmóðinn, sem
hinar hafa, en ég aðhylltist hugmyndina heldur en hitt. Og ekki hélt
ég aftur af þeim. Það var til dæmis mín tillaga, að við skyldum vera
berfættar í ilskóm, og það var gott, að við vorum í ilskónum, því að
fyrsta daginn steig Agga ofan í broddfluguhreiður. Og svo bjó ég út
innkaupalistana.
Auðvitað vorum við ekki að reikna út, hve mikið við gætum borið,
heldur hve lítið. „Ungi skógarmaðurinn“ hafði einmitt inni að halda
forskriftir um það, hvernig fara skyldi að, ef maður villtist í skógi og
hefði ekkert hræranlegt með sér nema hárnál og skóreim.
Ur hárnólinni var hægt að búa til allgóðan öngul — og úr skóreim-
inni — eða snæri — mætti búa til færi, eða þó kanínusnöru.
„Þið sjáið þess vegna“, sagði Tobba, „að þannig getur maður haft
fisk og ket fyrir ekki neitt og með lítilli fyrirhöfn. Svo eru berin og
hneturnar. Þetta er sannkölluð kóngafæða“.
Á meðan var ég að semja skrána yfir nauðsynjar okkar, og á eftir
hárnálum og skóreimum bætti ég við: „Skófla“.
„Hvað í ósköpunum ætlarðu að gera við skóflu?“ spurði Tobba.
„Maður verður að grafa upp beitu“.
Tobba leit á mig með fyrirlitningu. „Engisprettur!“ svaraði hún
stutt og laggott.
Nei, sannarlega var Tobba jafnan við öllu búin. Aldrei hefðu mér
dottið engispretturnar í hug.
„Meining mín er i stuttu máli þessi“, sagði Tobba. „Við höfum safn-
að að okkur þúsundum hluta, sem við höfum enga þörf fyrir og vær-
um betur án — hús, heimskulegur klæðnaður, rafljós og heimskar
vinnukindur — burt með þig frá hurðinni, Hanna! — feitan mat, hús-
gögn og mannsöfnuð. Við höfum þroskað og hugsað um líkama okkar,
en látið sálirnar eiga sig. Það sem við þurfum er að komast út í skóg-
ana og hugsa; reyna að gleyma þessum likömum okkar, sem við höfum
dekrað við, og lofa sálum okkar að þroskast og njóta sín“.
Við ákváðum að lokum að taka með okkur eitt teppi hver, saman-
vafið um öxlina, og við Tobba tókum sinn hnífinn hvor, en Agga skæri
í hnífs stað. Svo tókum við litla flösku af krækiberjavíni, til vonar og
vara, sápustykki, saltker, til þess að geta kryddað fiskinn og villibráð-
ina, tvö handklæði, pakka af plástri, heysóttarmeðal Öggu, glas af
olíu, gegn flugunum, og stórt segldúksstykki, létt en sterkt og sniðið
eftir beztu fyrirmyndum.
Tobba sagði, að þetta væri hið réttsniðna Indíánatjald, og að konur
þeirra gætu sett það upp á klukkutima og verið búnar að elda matinn
í því hálftíma seinna. Hún sagðist ekki vera hrædd um, að við gætum
ekki gert hið sama, úr því £fð Indiánakona gæti það, og svo, þegar við
værum búnar að tálga okkur súlur einu sinni, gætum við haft þær
með okkur, ef við vildum færa okkur um set. Hún sagði, að tjaldið
ætti að réttu lagi að vera skreytt, en til þess hefði hún engan tima
haft og við gætum teiknað á það myndir með mislitum leir í skógun-
um, þegar við hefðum ekki annað þarfara að gera!
Tjaldið varð stærðar böggull, en við ætluðum líka mestmegnis að
halda kyrru fyrir. Við bjuggumst við að geta fundið góðan stað ein-
hversstaðar við vatn, þar sem hægt væri að tjalda, setja upp nokkrar
snörur og finna nálægustu berjarunna og sveppaland, og svo meðan
kanínurnar væru að láta veiða sig, gætum við haft tóm til að kynnast
aftur okkar eigin sálum.
PÁLL SKÚLASON
JJeiln arar :
HALLDÓR PÉTURSSON og TRYGGVI MAGNÚSSON
Uiljórn og ci/cjreiÁ.'iíci :
Smárðgölu 14 . Reykjavík . Sími 2702 (kl. 12-13 dagl.j.
Árgangurinn er 12 iölublöð - um 240 bls. - Áskriftaverð: kr. 30,00 á ári.
Einsiök ibl. kr. 4,00 . Áskriíiir greiðisi fyririram. - Áritun: SPEGILLINN,
Pósihólí 594,. Reykjavik - Blaðið er preniað í ísafoldarprenismiðju b.f.
Tobba setti þetta fram stuttort og skilmerkilega. „Við ætlum að
sanna“, sagði hún við frú Ostermaier,- prestskonuna, sem kom í heim-
sókn og fann okkur sitjandi flötum beinum á gólfinu, til þess að venja
okkur við útilífið, því að auðvitað ætluðum við enga stóla að hafa —
„við ætlum okkur að sanna, að allt þetta dót, sem siðmenningin hefur
í för með sér, er ekki annað en blekking og snara. Við ætlum að endur-
reisa „mens sana in corpore sano“.“
Prestskonan, sem var ekki latínulærð, hélt að þetta væri einhver
sjúkdómur og flýtti sér að svara: „Það vona ég ekki verði“.
„Við ætlum sjálfar að kveikja upp eld og búa okkur til þak yfir
höfuðið sjálfar", sagði Tobba, sitjandi á gólfinu. „Við verðum ekki
nema í einni flík, sem er nógu víð til þess að við getum hreyft okkur
hindrunarlaust. Við ætlum að baða okkur í þeim sundlaugum, sem
náttúran hefur upp á að bjóða, og koma aftur hreinar. Á sunnudögum
ætlum við að halda guðsþjónustu undir hinum gotnesku hvelfingum
trjánna, lesa bænirnar okkar af steinunum, og í staðinn fýrir þennan
skrækjandi tenór, sem er í kirkjukórnum, ætlum við að hlusta á fugl-
ana syngja Drottni lof uppi yfir höfðum oklcar“.
Frú Ostermaier vissi ekki almennilega, hvað hún ætti að halda. „Það
vona ég vissulega", sagði hún heldur en ekki neitt. „Sjálf er ég ekkert
hrifin af tjaldvist. Það er svo mikið af pöddum“.
Eins og Tobba sagði, eru sumar hugmyndir svo háfleygar, að meðal-
manneskja skilur þær alls ekki.
Við höfðum ákveðið að fara til Maine-ríkis. Þar virtist allt vera
fyrir hendi, sem við óskuðum okkur: skógar, vötn, kanínur, villidýr
og fiskar og síðast en ekki sízt: næði og einvera. Auk þess batnar
Öggu heysóttin því betur því norðar sem hún lcemur á hnöttinn. Dag-
inn sem við fórum kom séra Ostermaier til oklcar að kveðja okkur.
„Ég — ég — verð að mótmæla þessari fyrirætlun ykkar, mínar
dömur“, sagði hann. „Svona líf er ekki fyrir aðra en villimenn, en . . .“.
„Erum við ekki eins vel vitibornar og villimenn?“ spurði Tobba.
„Frumstæðar þjóðir eru fæddar og uppaldar við erfiðleika, og auk
þess hafa þær sínar eigin aðferðir að mæta hverju sem er. Þær kunna
að gera eld . . .“.
„Það kunna fleiri“, svaraði Tobba. „Það getur hver bjáninn gert
með spýtu. Það hefur verið gert á þrjátíu og einni sékúndu“.
„Bara að þið vilduð taka eldspýtur með ykkur“, kveinaði prestur-
inn, „og góða skammbyssu, ungfrú Tobba. Og — ja, þér verðið að
fyrirgefa, en mér er velferð yðar fyrir öllu — ef ég gæti fengið yður
til að taka með yður . . . almennileg nærföt og hlý föt!“
„Föt eru ekki annað en ávani, séra Ostermaier", svaraði Tobba há-
tíðlega.