Spegillinn - 01.12.1949, Blaðsíða 22
1B6
SPEGILLINN
að bíða fyrr en eftir 25 mínútur samkvæmt síðustu sálar-
rannsóknum.
Svo settist ég ti! að bíða eftir því að verða mátulega tauga-
óstyrkur. Loks fékk ég leyfi til að ganga fyrir foringjann.
— Hvað er yður á höndum? þrumaði hann með bassarödd.
— Ég er með bréf til yðar upp á það, hvort við megum
sýna hann Fjalla-Eyvind í Þjóðleikhúsinu.
— Það er ekki hér, þetta er Tónsmíðadeildin. Þér verðið
að tala við Landsútgáfuna h.f. fyrst. Það eru næstu dyr í
ganginum til vinstri. Bíða í 25 mínútur.
Ég út og inn til Landsútgáfunnar, beið í 25 mínútur og
útfyllti eyðublöð, hvenær ég væri fæddur og svoleiðis. Loks-
ins fékk ég að koma inn í hið allra helgasta, og þar sat þá
foringinn aftur.
— Hvað er yður á höndum? þrumaði hann.
— Ég er með bréf upp á það, hvort við megum sýna hann
Fjalla-Eyvind í Þjóðleikhúsinu, sagði ég og hristist nú orðið
svo af taugaóstyrk, að bréfið og hatturinn féllu á gólfið.
— Landsútgáfan h.f. býður yður réttindin fyrir 500.000
krónur í eitt skipti fyrir öll eða til leigu fyrir 8.8% af sýn-
ingu. Þetta er samkvæmt síðasta taxta. En þér verðið líka
að tala við Stef. Næstu dyr í ganginum til vinstri. Bíða í 25
mínútur.
Ég út og inn til Stefs. Eyðublöð. 25 mínútur. Og enn á ný
stóð ég frammi fyrir foringjanum. Nú hristust fæturnir á
mér svo mikið, að ég varð að styðja þá upp við skrifborðið
með vinstri hendi.
— Stefi ber 8.8% af vergum tekjum hverrar sýningar,
brumaði foringinn, — eins og af öðrum vernduðum verkum.
Ég sé að þér hafið talað við Landsútgáfuna, en þetta á ekk-
ert skylt við hana.
— Má ég þá fara, herra? spurði ég og þorði ekki að sleppa
hendinni af fótunum.
— Þér eigið eftir að tala við Tónsmíðadeildina og semja
við Jón Leifs sjálfan.
— Já, en eruð þér ekki Jón Leifs?
— Hér er Stef. Sjáið þér það ekki á hurðinni?
Þegar ég kom inn í Tónsmíðadeildina aftur, þótti mér vænt
um þessar 25 mínútur. Og svo stóð ég enn á ný frammi fyrir
foringjanum, en þó spurði ég til vonar og vara, ef þetta skyldu
vera eintómar sjónhverfingar:
— Fyrirgefið, eruð þér Jón Leifs h.f. eða Landsútgáf-
an h.f. eða Stef h.f.?
— Ég er sjálfur Jón Leifs — Landsútgáían og Stef eru
allt aðrar stofnanir. Gerið þér svo vel og fáið yður sæti, ég
sé að þér eruð dálítið þreyttur, komið kannske langt að í dag.
Ég skreið á fjórum fótum í stólinn og rétti foringjanum
bréfið.
— Já, ég sé að þér haíið talað við Landsútgáfuna og Stef,
og þér hafið komizt þar að ágætum kjörum, sagði íoringinn
mildur.
— Ég veit það ekki, sagði ég. — En eruð þér viss um, að
ég tali nú við yður, en ekki Landsútgáfuna eða Stef ?
— Nú, þér sjáið það á hurðinni, maður, sagði foringinn.
— En svo að við snúum okkur að samningunum, þá er mitt
tilboð, þegar þið hafið gengið frá samningum við Landsút-
gáfuna og Stef, 100 þúsund krónur fyr.ir tónverkin í sam-