Spegillinn - 01.12.1949, Blaðsíða 19

Spegillinn - 01.12.1949, Blaðsíða 19
SPEGILLINN 103 Jóla kvæði „Kátt er á jólunum, koma þau senn“, með átveizlur og jólafrí fyrir alþingismenn. Og jólin koma með gjafir eins og jólin eru vön. Gjafirnar eru fjarska frumstæð fjáraflaplön. Maður gefur sínum náunga, — nóg er nú til, ist svo vera, er ið nýja þing var sýnu lakara en ið fyrra, og vanfært til stjórnarfæðinga, þrátt fyrir kvennaval mikið, og þó fullgamalt til slíkra hluta. Var beztu mönnum falin stjórn- artilbúningur, og fór hér sem fornar ritningar mæla, að ið bezta er ekki ofgott. Brá þó Óláfur Þórs sér í tveggja kvik- enda líki, en Hermann áðurnefndur í eins. Stóð lengi í þófi þessu og varð árangurinn að lokum með inum mestu endem- um. Fussa Bretar við íslenzkum fislci og kaupa inn bezta við ofurlágu verði en fleygja hinum á hauga út. Berast hingað út nokkrar birgðir skemmdra epla frá Vallandi sunnan, skyldi greiðsla fara fram í hrossum, og tók langan tíma að skemma hrossin svo að sanngjarnt mætti telja. Dvöl Daða vestra, með sameinuðu þjóðunum, en hann sameinar þær enn betur en áður vóru þær, er allar hafa eitt álit á fréttaflutningi hans. Landsfundur ungmennafélaga að Hveragerði. Sá ekki drykk á nokkrum manni, en nokkrir vóru þó teknir og pokaðir, fyrir varúðar sakir og það með, að pokarnir höfðu verið keyptir afarverði og óttuðust fyrirmenn ákúrur, ef slíkir dýrgripir yrðu eigi notaðir. Innstiftaðir götuvitar á strætum Reykjar- víkur. Lýsa þeir með aðskiljanlegum litum og auka villu og svima vegfarenda. bæði Helgafellsbækur og heimilisspil. „Kátt er á jólunum, koma þau senn“. Upp líta framsýnir fjáraflamenn. Upp líta fjárplógsmenn, fýldir á brá; því hér er komin Rannveig til að rassskella þá. Hjá kvenfélagi sósíalista er sorg og örvænting; — það er af því hún Katrín fröken komst ekki á þing. „Kátt er á jólunum“, nú koma þau brátt. Mér finnst bara alveg voðalegt, hvað fólkið á nú bágt. Fjandinn hafi, að sumir eiga föt til að klæðast í. En nú ætlar liún Rannveig mín að ráða bót á því. Sumir búa í stafninum, en aðrir aftur í skut. Eg ætla að biðja liana Rannveigu að rétta þeirra hlut. Bráðum koma jólin með brennivínstár. — Hvernig skyldi séra Bjarna segjast í ár? „Kátt er á jólunum“! — tra la la, la. Og kannski messar biskupinn. Halelúja. Fjárplógsmenn og heildsalar ferðast heims um ból. Hvernig geðjast þér gjafakornið? Gleðileg jól’ Dóri. TÍMINN virðist vera alveg í vandræðum með að lóga sauðfjárrtofni lands- manna, þar sem hvorki fáist fjárskot né eitursódi. Væri ekki reynandí að gefa hinum dauðadæmdu sauðskepnum Samsölumjóik með hæfilegu skítalagi á flöskubotninum?

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.