Spegillinn - 01.12.1949, Blaðsíða 32
196
SPEGILLINN
— Passið þið ykkur, krakkar, að koma ekki við tréð, það
getur oltið um koll, segir pabbi.
— 0, lofaðu blessuðum börnunum að snerta það, þetta er
þó tréð þeirra, segir mamma.
— Alltaf venur þú upp í þeim óvandann, segir pabbi.
— Sigga, ekki rífa úr pokunum á trénu, það er nóg sæl-
gæti á borðinu, segir mamma.
— 0, mega greyin ekki fá það, sem þeim er ætlað, segir
pabbi.
— Þau eru bara löngu hætt að hlýða vegna látanna í þér,
segir mamma.
— Jói, þar hristir þú tréð, nú set ég það út í horn, segir
pabbi.
— Ættum við ekki að syngja fleiri jólasálma? segir
mamma.
— Ætlar þetta jólakvöld aldrei að líða? hugsar pabbi. Já,
jólin hafa sína sérstöku stemningu.
Á æðri stöðum kvað líka vera jól. Ólafur Thórs segir
krökkunum sögur af jólasveinunum. Þeir voru einu sinni
átta, en nú verða þeir fimm og verður þá hver að gegna fleiri
störfum en áður. Og þeir heita: Ólafur stjórnarkrækir, Bjarni
utangátta- og innangáttaþefur eða stúfur, Jóhann matgoggur
(bjúgnakrækir, ketkrókur m. m.), Björn skattasníkir og Jón
potta- og askasleikir, því að annars hefði hann ekki fengið
að fljóta með. Jólasveinarnir gefa bara góðu börnunum. Var-
ið ykkur á honum Bjarna gáttaþef og verið þæg, börnin góð!
Hann tekur öll börn, sem hafa hátt.
Veiga skar svínasteikina, því að það lærði hún í Þrasta-
lundi. — Bara að þetta væri Ólafur Thórs, hugsar hún og
brosir sínu blíðasta brosi. Bjarni situr lystarlaus við súpuna
vegna ábyrgðar réttvísinnar, sem á honum hvílir. Ég held
maður muni það, þegar maður var barn og hafði ekki lyst á
að borða. Þá skarst mamma í leikinn og tók af manni skeið-
ina og sagði:
— Borðaðu nú eina skeið fyrir hann pabba, annars deyr
hann úr hungri, og það viltu ekki. Svona, það var gott. Og
nú eina skeið fyrir hana mömmu. Og eina skeið fyrir hana
Siggu litlu. Og eina skeið fyrir hann Munda. Og eina skeið
fyrir hana Möggu frænku.
Og svona plataði hún ofan í mann allan grautinn. Nú er
Bjarni líklega búinn með súpuna, en þá er eftir öll steikin.
Og alltaf er Bjarni jafn lystarlaus af ábyrgðarþunga réttvís-
innar. En þá er bara að segja:
— Einn bita fyrr hann Stefán litla Ögmundsson. Og einn
bita fyrir hann Stefán Ó. Magnússon. Og einn bita fyrir hann
Kristófer Stui'Iuson. Og einn bita fyrir hann Einar Olgeirs-
son.
Ætla má, að listinn frá 30. marz endist út steikina. En þá
er eftir ábætirinn, hnausþykkur jólagrautur og ekki batnar
lystin hjá Bjarna. En „mamma“ á líka eftir heilan Kefla-
víkurflugvöll til að þylja yfir Bjarna litla á meðan.
Hjá Hermanni er farið í jólaleiki. Og hann þarf aftur að
sýna krökkunum, hvað hann brá Vilhjálmi Þór laglega í
stjórnmyndunar-umræðunum. Og það er ekki gaman fyrir
krakkana að skella í gólfið hver af öðrum í hlutverki Vil-
hjálms. Á eftir er farið í Kóngsstólaleik. Sá, sem er í kóngs-
stólnum, grúfir sig niður á meðan hinir fela sig. Svo á hann
að finna þá, áður en þeir geta laumast í kóngsstólinn að baki
honum, því að þá er hann búinn að missa embættið. Hermann
er ekkert duglegur að ná í kóngsstólinn, en loksins þegar
hann nær í hann, þá nær enginn í hann allt kvöldið úr því.