Spegillinn - 01.12.1949, Blaðsíða 23

Spegillinn - 01.12.1949, Blaðsíða 23
S PEG I LLI N N 1 B7 bandi við leikinn, sem greiðist í eitt skipti fyrir öll. Þar að auki tek ég að sjálfsögðu kr. 100 á kvöldi fyrir stjórn á æf- ingum og kr. 300 á hverju leikkvöldi fyrir stjórn á hljóm- leikunum. Nú, svo er það ekki meira, nema hvað ég tek auð- vitað 30% af vergum sýningartekjum fyrir tónverkin fyrstu tvö árin, sem leikið yrði, og eftir það 50%, og gildir það fyrir Island og önnur Norðurlönd, ef leikhúsinu yrði boðnar þar gestasýningar. Að sjálfsögðu tek ég svo 12% fyrir tónverkin sérstaklega, ef þau kynnu að verða leikin í útvarpi eða á skemmtunum eða öðrum mannfundum, hvort heldur er úti eða inni, á landi, í sjó eða í lofti. Hérna hafið þér það allt skriflegt, gerið þér svo vel. Meira heyrði ég ekki, því að nú leið yfir mig. Þegar ég raknaði við, stóð Jón Leifs, að því er mér sýnd- ist, með tómt koníaksglas yfir mér og hafði hellt ofan í mig innihaldi þess. Ég spurði þó til vonar og vara: — Fyrirgefið, eruð þér Jón Leifs, Landsútgáfan eða Stef ? Það var Jón Leifs. — Þetta hefur verið góð hugmynd með hann Fjalla-Ey- vind, sagði ég, þegar ég var orðinn aftur málhress. — Já, ójá. Ég hafði afspurnir af honum óvernduðum út í löndum, svo að ég kom honum undir alþjóðlega vernd. — Þér hafið gert dágóða samninga um hann við þetta franska kvikmyndafélag? — Já, ójá, ef ég þá geng að þeim. Frakka skortir ennþá hinar listrænu forsendur til að sýna hann. — Eigið þér ekki eftir að vernda fleira? — Það er nú hugmyndin. En það er eins og Islendinga bresti skilning á allri listvernd. Til dæmis missti ég Guðvors- landsinn út úr höndunum á mér á meðan Danir áttu hann, og fyrir bragðið er hann nú gólaður út um hvippinn og hvappinn við öll möguleg og ómöguleg tækifæri undir litlu eftirliti, þó að hann sé reyndar verndaður af.Stefi. Hann átti Auðir stólar Tíminn sína liringrás lijólar, liægt en öruggt dagar líða. Inni í þingsal auðir stólar, — auðir stólar sex þar bíða. Auðir stólar illa stungu okkar Hermann, þungt liann dæsti, gekk á braut með geði þungu, grét þó ekki. — Veskú næsti! Sumum fannst í augum Óla örla fyrir þörf á sæti. Áfram gekk liann. Auða stóla einbver myndi þiggja — ef gæti. Súr þau eru, sagði refur. Sætis mun ei Brynki víkja og Stefán Jób. á hörðu hefur bartnær fengið nóg að sitja. Stjórnarsæti sex til leigu. Sjálfsagt mundi oss liraka mikið ef að hefðum vér ei Veigu. Veiga þurrkar af þeim rykið. Jónas minn frá Hriflu liefur beiminn troðið lúnum fæti. Framsókn tók og Framsókn gefur, fær bann kannske loksins sæti? Ymsir þiggja auða stóla og engin brúka mannalæti. Viltu ekki Coca Cola, kunningi, og fá þér sæti? Grímur. að komast í hendur Landsútgáfunnar, svo að hann gæfi dá- lítið í aðra hönd og nyti fyllstu verndar. — Er ekki dýrt fyrir landið að gjalda öll útlendu tónverk- in, sem leikin eru? — Við fáum líka tekjur inn í landið með hjálp Stefs, svo að það jafnar sig. Ég er til dæmis búinn að fá sex ríkismörk, síðan Stef hóf starfsemi sína, og markið stendur hátt. — Hvaða tónverk hafið þér nú í smíðum? — Ég er meðal annars með stórt óratóríum yfir Andra- rímur útsett fyrir lúðra frá bronsöld. Og það skal nú verða verndað. Það á hvergi að geta borið sig í heiminum nema í Albert Hall.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.