Spegillinn - 01.12.1949, Blaðsíða 25
SPEGI LLI N N
1 £39
REYKJAVÍKURSÝNINGIN
Eins og venjulega fórum vér eftir dúk og disk að skoða
beztu sýningu í heimi, ef dæma má eftir orðum Yíkverja.
Vér höfum enn sem fyrr þá trú, að bezt sé að fara á sýningar
um það bil, sem þeim er að ljúka, því að þá séu þær fyrst
búnar að sýna sig. Þegar Ólafía og ég komum í anddyrið,
sáum við ekkert fvrir fólki. (Ólafía er síðasta konan mín, ég
Málabrellur magna hvell, —
marga lirellir fleira en elli. —
Þrúguðust svell við þungan skell,
Þorsteinn féll, en heldur velli.
íhaldsfrúin ein er sú,
sem eykur trú í þingsins ranni.
Kætast lúin Kveldúlfshjú,
kappagrúi er þar með sanni.
Magnast slen og skuldafen,
skattar réna trúi eg valla. —-
Þjóðin pen á Bjarna Ben.
hezta „séní“ íhaldskalla.
Víða á sveim um Vesturheim
virtir beimar liéðan fljúga,
meður „geim“ og Marshallsseim
mætir lieim að landi snúa.
NffiurstöSur.
Allir uiiuu. Engir tapa.
Ýmsir sigurs vilja njóta.
Stefaníu stjarna hrapar.
Stendur nokkuð þá til bóta?
Epilogus.
Út af Alþingi
óð inn hugdjarfi.
Hriflon inn gamli
ór hildar bramli.
Setit er sæti
sízt meðr ágæti.
Grey at bjarnar bóli
barsk meðr spangóli.
........ C. X.
skildi við Stefaníu á kosningadaginn.) Þegar ég loksins gat
séð eitthvað, rak ég augun í skattskrá Reykjavíkur uppi á
vegggrind.
— 0, þarna er hún þá bölvuð, varð mér til orðs og mundi
eftir lögtakahótunum á útsvarinu í útvarpinu.
— Ha? Hvur? hváði Ólafía og leit í kringum sig, hélt víst
að ég hefði komið auga á Stefaníu eða einhverjar hinna af-
dönkuðu.
— Við skulum hraða okkur héðan, sagði ég án skýringar,
og svo tosaði ég Ólafíu inn í næstu deild til vinstri. — Hérna
gefur að líta hina góðu gömlu daga, sagði ég við Ólafíu og
benti henni á ferðaföggur gömlu póstanna. — Eigum við að
blása í iúðurinn?
— Uss! sagði Ólafía. — Sérðu ekki, maður, að hér má ekki
snerta neitt. Auk þess er þetta ákaflega ómerkilegt. Ég sé
ekkert við þetta. Heldurðu að það sé ekki nokkur munur að
fá bréfin sín flugleiðis en með þessum steinaldarlegu farar-
tækjum?
— Þú átt að lifa þig inn í söguna, sagði ég. — Segir ekki
Vilhjálmur Þ. í setningarræðunni, að hann hafi á öðrum stað
bent á þær slóðir, sem Ingólfur Arnarson gekk, þá fornar
súlur flutu á land? Nú, auk þess finnst mér bréfin taka sinn
tíma, þó að þau komi loftleiðis. Pósthúsin sjá nú til þess.
— Ætti þá ekki að vera teikning af póstafgreiðslunni okk-
ar hér á sama stað? sagði Ólafía.
Þetta var svo skarplega athugað, að ég hélt þegjandi áfram
i mannþrönginni. Allur þessi manngrúi flaut eins og ísjakar
allt í kringum okkur, þegjandi og hljóðlaus og samanbitinn.
Það virðist ekki vera mikið líf yfir Reykvíkingum, þegar
þeir fara á sýningar. Það er eins og manni finnist þeir þó
ögn glaðlegri á svipinn við jarðarfarirnar í miðbænum, það
lítið það er.
Við stálþráðinn virtist aftur dálítið rneiri áhugi og líf. Út-
varpsmaðurinn var að fitla við tækið og frú ein, sem bar ekki
utan á sér neinn skömmtunarskort, var að undirbúa sig að
tala í hljóðnemann, og svo kom ræðan: