Spegillinn - 01.12.1949, Blaðsíða 14

Spegillinn - 01.12.1949, Blaðsíða 14
17B SPEGILLINN Undirbúningur er haíinn að mnri- ingariundi Jóns biskups Árasonar að Grýtu ÖRFIRISEYJARVERKSMIÐJAN mun kosta um 16 milljónir króna, segja fróðir aðilar oss. Með tilliti til þess, að bæði ríki og' einstakRngar gætu með lagi notað fé sitt til ýmislegs annars, stingum vér upp á, að Fjáransráð veiti nú þegar fjár- leysingarleyfi fyrir upphæðinni. í TILEFNI AF kaffi-kviksögum um ýmsar óbilgjarnar kröfur af hendi forstjóra Landsútgáfunnar h.f., hr. Jóns Leifs, gag'nvart franska félaginu, sem ætlaði einusinni að kvikmynda Fjalla-Eyvind, hefur forstjórinn upp- lýst oss um, að samningastrandið sé því að kenna, að Frakka skorti listrænar forsendur til að geta leyst verlcið af hendi. Mega allir vel við una þessa skýringu, bví að það er klárt, að Eyvindur má t. d. ekki skella í sig einum apéritif með franskri etíkettu á flöskunni, áður en hnnn fer að birkja klárinn í síðasta ]>ætti. Án þess að vér viljum neitt lasta apéritiffinn, setur þetta stemn.inguna út um þúfur. Ennfremur f grunar oss, að eitthvað hafi það verið í músíkinni, sem Gallar gátu ekki alveg knúsað — sennilcga rímnastef með tilbrigðum. FJÖGUR ÞÚSUND t manns — sennilega með tuttugu þúsund á framfæri sínu — biða nú eftir að fá síma, samkvæmt síðustu skýrslum. Út af fyrir sig er ekkert við þetta að athuga, en hitt er merkilegra, að svonít fjölmenn stétt manna skuli ekki hafa stofnað með sér félag og gengið í Alþýðusam- bandið. Er ekki vafi á því, að FÓS (Félag Ófullnægðra Simanotanda) cða NSN (Notum Síma Náungans) myndi verða boðið þar velkomið, að minnsta kosti skatturinn af því, og hann mætti ákveða með rífara móti með tilliti til þess, að meðlimirnir sleppa jú við öll símagjöld. NOBELSVERÐLAUNIN fyrir bókmenntir verða ekki veitt í ár, og stafar af því, að enginn einn rithöfundur fékk nægan meirahluta við atkvæðagreiðsluna. Stóðu annars góðar vonir til, að Halldór Kiljan Laxness fengi þau í þetta sinn. Sennilega er hér um helberan klaufaskap að ræða. Hefðu velunn- arar Laxnessar haft vit á að senda sænska akademíinu eintak af Lög- birtingnum með uppboðsauglýsingunni, teljum vér, að öðruvísi hefði farið. Rétt að muna það nænt. NÆRINGARSÉRFRÆÐINGUR cinn danskur hefur fundið það út, sð víkingarnir, forfeður vorir, rem höfðu mikið orð á rér fyrir krafta — einkum ef þeir voru milli hálfs og fulls — hafi fengið þessa krafta sína af því að éta lauk. Vel getur þetta satt verið, en hugsa mætti sér líka, að óþefurinn hafi deyft óvininn og cggjar hars. Svo fer fræðingurinn að tala um laukgavða, sem einrkonar matjurtagarða, en anr.ars hefur orðið hingað til verið talið merkja blómgarða yfirleitt. RÚSSNESK BLÖÐ fullyrða nú, að elzti maður heimsins sé Sovéttingur að þjóðerni, og sé 140 ára gamall, samkvæmt kirkjubókum Sovéttprestakalls. Heitir fírinn Mahmet Buzakov og er bóndi og framsóknarkommi, að svo miklu leyti, sem hann skiptir sér af stjórnmálum. Drekkur sig fullan daglega í þrælavodka og lemur þá kellingu sína — 117 ára — og stelpuna, dótt- ur sína — 100 ára. Á 112 afkomendur, auk hálfrefa. Geta má þess i þessu sambandi, að Sovéttsagnfræðirgar hafa nýlega sannað, að Metú- calem, sem guð og menn vita, að varð 969 ái'a gamall, hafi einnig verið Soyéttrík j abú i. TVEIR MENN voru nú drepnir suður á Malakkaskaga um miðjan nóvember, segja blöðin oss. Ekki voru þeir nafngreindir, enda sennilega ekki neitt nafn- kunnir. Sýna svcma fregnir átakanlega slappelsi blaðanna, að kosning- um nýafstöðnum. HLJÓÐFÆRALEIKARAR hafa stofnsett ráðningarskrifstofu, til afnota fyrir stéttina. Vér hik- um ekki við að fullyrða, að stofnun þessi hljóti að verða „öll hin þarf- asta“ — svo marga af stéttinni höfurn vér hlustað á upp á síðkastið, sem hefðu gott af að fá einhverja ráðningu.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.