Spegillinn - 01.12.1949, Blaðsíða 24

Spegillinn - 01.12.1949, Blaðsíða 24
1BB 5PEGI LLI N N — HcAHinyaljct — Post festum. A. Stefán Jóliann, stoltannann, stritar í þingsins ranna. Eyfirðingar elska hann afbragð sinna manna. Drakk við svenska dús. Vaknaðri kratakinda hjörð kemur senn í hús. Sjómann valinn Sigurjón sópast lít af palli. Þó úti blífi, einhvert tjón enginn trúi ég kalli. Sumir hyggja að sér. — Grásleppan er illa æt eftir að hausta fer. Eflaust geta upp sig hresst eftir tapið leiða. Og í framtíð orðið bezt einhverjum til greiða. Er sú hyggjan ein: fái þeir máske forsætiss, feit og rífleg bein. B. „Vakna þú, ísland, við vonsælan glaum“ og vordrauma framsóknarmanna. Tálardrykk bruggaðann Tímans- við straum í tvídrægni kosningaanna. Hermann nú eygir ’inn austræna hás, í armana á Brynjólfi tekur á rás. Við Rannveigar mælsku og réttferðugheit, var reykvíska kvenþjóðin plötuð. Hins vegar lygunum lælt upp í sveit en loforðin fögru eru glötuð. Öllu til vinstri og austurs mun stefnt, en ekkert, sem miðar til farsældar, efnt. Eysteinskan hjarir við eymdir og hrun, útþvældan barlóm og skatta, unz þjóðin úr rotinu raknar og mun úr raunum sækja á bratta, við árroða frelsis um íslenzka grund, þá upp rennur framsóknar helfarar stund. C. Ferlegir fýluropar fylla nú sérlivert torg og sultar- drjúpa -dropar, dárleg er bolsa sorg. Hrellingar flokkinn liræða, — liirtingar alskonar. — Einkum er illbær mæða afgangur Katrínar. Stjórnmála í hörðu hreggi hvassyddum gómaflein, atti við íhaldsseggi eðallynd silkirein, geðprýði sízt að grandi. í geðugu jafnvægi afsór sig egtastandi, einlífi stundaði. Öreiga á hörðum hnjótum liélt sig um lífsins veg. Á Stalíns ekta nótum auðarsól gæfuleg raulaði í þingsins ranni, rækti sízt tímans auð. — Nú er hinn sæti svanni svona pólitískt dauð. Oft má á afhroð hyggja eftir hið þunga stríð. Fúsi og fleiri liggja til forsmánar sínum lýð. Bolsarnir híma liljóðir hugstola í sorginni. — Bakast við heitar hlóðir hinsvegar línunni. D. Situr þjóð í þungum móð, þungt er hljóð í íhaldskonum. Mögnmn óð, en æsist glóð. Enn er blóð í heildsölonum. 1 .1

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.