Spegillinn - 01.05.1954, Blaðsíða 7

Spegillinn - 01.05.1954, Blaðsíða 7
5PEGILLINN 67 Grænmetisverzlun rxkisins far< in að aka kartöfinm í sjóinn ALMÆLT TÍÐINDI Það var sjón að sjá svipinn á lóunni, þegar liún kom hér fyrir nokkru að kveða burt snjóinn og fann engan snjó til að kveða burt. Ekki svo að skilja, að þetta væri ekki rétt á hana; lóan er, jafnvel þegar bezt lætur, heldur leiðinlegur læðupokafugl, sem skáldin liafa óþarflega lengi eytt andleysinu sínu á, þegar það gæti verið miklu betur komið annarsstaðar. Heiðarleg undantekning eru þó atóm- skáldin, sem gera að minnsta kosti ofurlitla tilbreytingu á skáldfluginu um dýraríkið, og segja t.d. „fótbrotinn hákall liggur uppi á dívan“, eða eitthvað því um líkt. Þetta sýnir víðsýni og tilbreytingarlöngun, sem eldri skáldum var ekki gefin. Næst kemur væntanlega krían að kveða burt Freymóð. En fyrri fyrirœtlun fór í kött og hund. Og hér slapp hann Okolowich viö örlög nœsta grimm. Og dimmalimmalimm og dimmalimmalimm. Því að Khokholov átti konu í Krivonikolskistrœti fimm. Dóri. Ef einhver skyldi ekki skilja þetta skáldlega orðbragð, er rétt að geta þess, sem allir vita, að krían kemur, samkvæmt áætlun binn 12. þ.m., en svo hefur því verið fleygt meðal fréttafróðra manna, að sama dag verði farið að drekka hér á landi eftir nýju áfengislöguniun, og víst er um það, að í hinum ýmsu veitingasjoppum vorum er þegar hafinn mik- ill viðbúnaður til þess að gera húsakynnin „fyrsta flokks“. En áreiðanlegasta teiknið á því sviði er þó liin nýja skreyting á Borginni, því að hún getur varla verið ætluð ófullum mönnum. I sömu átt bendir sú staðreynd, að búið er að gera ráðstafanir til að gera mataræðið fyrsta flokks, með því að leyfa innflutning á 100 tonnum af nautaketi og svína frá danmörku. Skal ketið ganga um marga hreins- unarelda, áður en það kemur í munna þjóðarinnar og maga, og jafnvel viðbúið, að lítið verði orðið eftir af því um það leyti, er þangað kemur. Að sjálfsögðu verður þetta ket uppgreitt, úr því að innlendar landbúnaðarafurðir eru nið- urgreiddar. Um líkt leyti og krían kemur, er von á frændum vorum, Svíum, færandi Sölkuvölku lieim — til Grindavíkur. Þetta, sein komið er, var nú bara aðfallið í ferðalögunum, en aðal-útfallið má telja hina frækilegu för forseta vors, og liafa ekki aðrar verið betri farnar svo lengj sem elztu menn muna. Hefur för þessi haft slíka þýðingu fyrir þjóð- arbúskapinn, að vel má telja fyrirgefanlegt þó að menn liafi

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.