Spegillinn - 01.05.1954, Blaðsíða 8
verulega geislavirkir
C Þjö^ v }
('lcki gefið sér tóm né tíma til að fjölyrða um hina ómerkari
v ðburði eins og væntanlega stöðvun togaraflotans og annað
Jiessháttar smælki. Eftir því, sem sannfróðir fregnritarar
]i.:rma, hefur varla verið minnzt á Díenbíenfú og þessháttar
nm öll Norðurlönd, unilanfarnar vikur, heldur hefur allt
snúizt um forsetann okkar og liina sérstæðu menningu
ísiands og ferðamálafróðir menn eru einnar meiningar um
það, að svæsnari landkynning hafi ekki verið framin af
hlenzkum aðilum, síðan Jón Leifs sendi Æsenháer skeytið,
á kostnað Stefs. Þó er ótalið Iiöfuðgagnið af ferðinni, en það
e.u hinar stórmerku upplýsingar, sem forseti getur gefið
rikisstjórn sinni, þegar heim kemur um herstyrk þjóðanna,
s :m heimsóttar voru, en þjóðhöfðingjarnir virðast hafa
v-TÍð samtaka um að sýna honum her sinn og lofa lionum
ai) kanna liðið, til þess að geta haft hliðsjón af þeirri athug-
nn við stofnun hins íslenzka hers, sem nú verður óumflýjan-
h-ga að stofna, til þess að liafa eitthvað að sýna þjóðhöfð-
ingjum þeim, sem hingað hljóta að fara að drífa á næstunni.
Auk alls annars er svona landkynning hræbilleg — eigin-
lega ekkert nema krossarnir, því að auðvitað gistir forseti
fyrir ekkert hjá hinum ýmsu þjóðhöfðingjum og Eimskip
flytur hann gratis báðar leiðir. (Meiri bisniss hefði nú
verið að liafa bara útleiðina ókeypis og smyrja svo þreföldu
gjaldi á heimleiðina, og er þetta til athugunar fram að næsta
aðalfundi félagsins). Eftir þeirri raun, sem ferð þessi hefur
gefið, væri frekleg ástæða til að atliuga, hvort ekki væri
rétt að hafa svona landkynningu í gangi allt árið, eða því
sem næst, enda má segja, að æðsta stjórn landsins sé ekki
í slorlegum höndum, jafnvel þótt Ólafur minn Thórs styngi
af frá sínum liluta ábyrgðarinnar og svissaði honum yfir á
sterkar herðar Bjarna míns Ben. Til dæmis má nefna
það, að ef efnt væri til nýrrar forsetaferðar um önnur lönd
á næstunni og Helgi Sæm. hafður með í ferðinni. — og
auðvitað væri svona ferð óhugsandi lielgasæmlaus — liði
ekki á löngu áður en höfuðstaðurinn væri búinn að fá
sitt fína ráðhús, og með tilliti til þess, að það yrði óum-
flýjanlega sett út í Tjörnina, yrði það að sjálfsögðu að vera
á fjórum fótum. Nóg um það.
Eins og lauslega var á drepið á hér að framan, er togara-
útvegur vor eitthvað slappur og heimtar hinar og þessar
kjarabætur sér til handa, eftir að tilraunir lians til hags-
bótar með landhelgisveiðum hafi gefið mikla raun en ekki
að sama skapi góða. Eins og þess var von og vísa, brást
Alþingi drengilega við þessu bænarskrákalli og skipaði
nefnd, sem því miður verður víst launuð og því óséð um
lengd starfstíma hennar, og margir eru þeirrar trúar, að
útgerðin verði enn að þreyja þorrann og góuna, áður en
kjarabæturnar koma fram. Helzt er talað um nýjan gjald-
eyrir handa henni og fer þá gjaldeyrir vor að gerast marg-
víslegur og sízt gefa eftir ríksortunum og túmörkunmn,
sem forfeður vorir notuðu og varð líka illt af, ef dæma má
eftir sultinum og seyrunni, sem þá ríkti. Aðalvandamálið
verður, hvort landhelgissektir verða greiddar með nýju
myntinni eða hinni borgaralegu, sem nú tíðkast, þ.e. 5-aura
krónum, en líklega væri allra einfaldast að ríkisstjóður
borgaði vissa premíu fyrir hvert landhelgisbrot, en dugi
það ekki, er ekki annað fyrir en selja skipin fyrir fimmtung
kostnaðarverðs, eins og sagt er, að eigi að gera við Hæring,
og láta þau sópa fiskimiðin með útlendum mannskap.
Það er ekki nema eðlilegt, að mörgum detti í hug kartöfl-
ur, ef minnzt er á ket, enda fór það svo, að sama daginn
sem blöðin birtu fyrst fregnir af 100-tonnunum dönsku,
kom samtímis fregn um allar kartöflurnar, sem eru að
ónýtast í landinu, og er nú ekið á haugana, tonnum saman,
í stað þess að brugga úr þeim brennivín eða annað góðgæti,
sem er söluhæft. Einkum eiga Eyrbekkingar um sárt að
binda, er ríkiseinokunin liefur ekki losað þá við nema tíunda
part þess, sem þeir þurftu að selja. Þó má segja einokuninni
það til afbötunar, að billegra er að aka þeim í sjóinn þar
fyrir austan, lieldur en flytja þær fyrst í einokunina með
ærnum kostnaði og þaðan vestur á hauga með enn ærnari
kostnaði. Sýnir þetta, þrátt fyrir allt, verksvit með þjóð-
inni.