Spegillinn - 01.05.1954, Blaðsíða 11

Spegillinn - 01.05.1954, Blaðsíða 11
SPEEILLINN 71 Um þessar mundir er bæjarstjórn höfuðstaðar Norður- lands í hálfgerðri beyglu út af bréfi er benni hefur borizt með eiginhendi Hriflu-Jónasar, hvarí bréfritarinn eggjar Akureyringa lögeggjan, að festa nú þegar kaup á íbúðar- búsi þjóðskáldsins Matthíasar og koma þar upp safni; jöfnum höndum sem minningu um liið ágæta skáld og í stórgróðaskvni. Er fullt svo mikil áherzla lögð á bisniss- lilið málsins, sem sýnir, að sá gamli er ekki eins gamall og á grönum má sjá, og er allvel klár á því við hverja hann er að tala, og á livaða tímum vér lifum, og er gott til þess » að vita, að hann skuli ekki vera orðinn meira kalkaður. Bréfið er svo þrykkt í Akureyrablaði einu og er vægast sagt hið merkilegasta plagg, einkum má það vera fróðlegt fyrir ungu kynslóðina, sem nú er um tvítugt eða tæplega það og kannske í þann veginn að fara að þefa eittlivað af þjóðmálum. I upphafi hréfsins fer höfundur að eins og Cicero og biður afsökunar á því að hann skuli vera til, segir marga muni halda, að sér komi þetta heldur lítið . við o.s.frv., þar sem liann sé hvorki Akureyringur né þing- maður þess kjördæmis, en þetta er — eins og hjá Cicero — kínversk kurteisi, sem er kveðin niður í næsta andartaki með allítarlegri upptalningu á velgjörðum hans við Akur- eyri, er liann var landskjörinn þingmaður, svo og við landið í lieild og þar með Akurevri að sínum liluta. Margur mun þó sakna þess, að í upptalningunni er herrans-urtagarður- inn á Þingvöllum ekki talinn, né heldur skipun Yilmundar í landlæknisembættið, sem hefði þó gjarnan mátt fljóta með, svo að eittlivað sé nefnt, en vitanlega hefur bréfritari ekki viljað eiga á hættu að verða kannske uppiskroppa með pappír í miðjum klíðnum, áður en almennilega var komið að aðalefninu — nema um iilédrægni sé að ræða, sem líka getur verið til í dæminu. En til þess að svínbinda Líklega er ekkert Fegrunarfélag til í borginni, því svoleiðis félög eru venjulega aðsópsmikil og félagið heima væri ekki lengi að koma því í kring, að slíkar kolossaltrústir væru fjarlægðar fyrr en seinna úr okkar kæru borg. Það velur þó fegurðardrottningu stundum og að slíkum er alltaf bæjarprýði. En veðrið er gott og grös og tré í blóma og er það eitthvað fyrir þá, sem þykir gaman að horfa á svo- leiðis, þó ekki sé það allt arðberandi. Mér datt það samt í hug í gær á göngutúr um einn lystigarð, að nú væruð þið heima að bjástra við að bera kúaskít á þessa fáu og smáu garðbleðla ykkar, ef ég þekki mitt lieimafólk rétt, og þá liugsaði ég líkt og Helgi minn Sæm. á sinni ráðhúsreisu, að „það er sárt að hugsa heim á slíkum stöðum“. Svoleiðis get ég skilið, þó ég sé eldheitur andkrati. Þetta er nú til- fellið með okkur, sem víða förum, þótt hreinskilnin sé bara misjöfn, og ég er ekkert að skríða fyrir rómverjum með þessu, hvorki fprnum né nýjum. Og uppréttur mun ég koma eins og endranær. Rómverjar eru gestrisnir mjög og einn senator vildi mér gott gera og bauð mér í óperuna, en ég komst ekki undan. Þar komst ég að sömu niðurstöðu og vinur minn Skagfield, er hann hlustaði á þá sænsku og finnsku í mösterinu, að þetta væri bara öskurapasöngfólk og það monotónt í þokka- bót. Ætli allir óperusöngvarar séu öskurapar, bæði fyrrver- andi og núverandi? Vel gæti ég trúað því. Platan fér nú að verða búin, svo ég verð víst að hætta, en ég hef reynt að draga saman í stuttu máli það helzta til fróðleiks og skemmtunar frá ráðstefnunni og héðan og vona, að platan komist fljótt og óbrotin heim til ykkar. Veriðisæl. Frúrnar sátu hljóðar um stund og virtu dúkinn fyrir sér með atliygli. — Alltaf kann Hálfdán að koma orðum að því, sagði Mannbjörg. — Hann er nú einusinni svona gerður, sagði Hallbjörg. Svo urpu þær báðar öndinni. Bob á beygjunni.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.