Spegillinn - 01.05.1954, Blaðsíða 14
74
SPEGILLINN
FRA UTLONDUM
Undanfarið hafa ýmsar merkar nýungar skotið upp kolli-
inum í útlandinu, og ber þar hæst blásýrubyssuna og
vetnissprengjuna. Vetnissprengjan var reynd með góðum
árangri fyrir nokkrum vikum, á útgerð verndara vorra, en
áður liöfðu frægustu kjarnorkusérfræðingar lagt á ráðin
um allar framkvæmdir, og jafnvel sagt fyrir um það,
bvernig sprengjan myndi hegða sér, þegar þar að kæmi.
Ekki þarf að taka fram, að allt fór eins og þeir sérfróðu
höfðu spáð, nema bvað sprengingin varð eitthvað í við
tilkomumeiri en þeir gerðu ráð fyrir, og áhrifin jafnvel
meiri en þeir bjartsýnustu friðelskendur höfðu þorað að
vona — að minnsta kosti opinberlega. Ekki þarf að taka
það fram sérstaklega, auðvitað höfðu aðstandendur fullt
vald yfir sprengjunni, og þá ekki liitt, að nú er heimurinn
stórum friðvænlegri en áður, þar sem nú er hægt að þurrka
út smáþjóðir, sem kynnu að vera fyrir þeim stóru og meira
að segja má fara svo mannúðlega að því að gera bara fisk-
inn, sem þær eiga að leggja sér til munns, geislavirkan, og
dampa þjóðirnar þá upp af sjálfum sér. Blásýrubyssan er
Akureyringa, þannig að þeir geti engum mótbármn við
komið, er þeim bent á velgjörðir sjálfra þeirra við skáldin,
lífs og liðin, og svo Iátið fljóta með uppá fínan máta, að
þó að það sé náttúrlega gott að uppskera þau laun, sem
í sjálfu góðverkinu eru fólgin, sé ekkert á móti því að
þéna dálítinn skilding á þeim um leið. Er gefið í skyn,
að aðgangurinn að safninu þurfi ekkert að vera sérlega
skorinn við neglur, þar sem túristana muni lítið um krón-
una til eða frá, þegar þeir eru úti að skemmta sér, hvort
sem er, eftir að hafa tæmt orlofsbókina á pósthúsinu.
Þó er það ekki fyrst og fremst bæjarstjórnin, sem er í
beyglu út af þessu skeyti gamla mannsins, heldur einkum
og sér í lagi forráðamenn KEA, sem sjá fram á skuggatilveru
allra fyrirtækja kaupfélags síns, í augum túristanna, sem
liingað til liafa lialdið, að það ætti bæinn með öllu saman.
En meðan þeir telja hverir öðrum raunir sínar yfir þessari
mórölsku ílegu KEA, situr sá gamli í loftvarnabyrginu
sínu — sem samkvæmt nýjustu vísindarannsóknum er
reyndar kartöflugeymsla — og tautar við sjálfan sig: „Bæri-
lega doblaði ég Villa þarna“.
aftur á móti mannúðartæki af smærra taginu, uppfundin
austan Tjalds og einkar hentug til manndrápa í smásölu.
Hefur meðal annars þann höfuðkost, að hún er hljóðlaus,
svo að ekki þarf hávaðinn að sénera þann, sem drepinn er.
Annars var það alveg tilviljun, að blásýrubyssan varð al-
menningseign, ef svo mætti segja, þ.e. leyndarmálið um
liana, og þeir, sem eru lirifnir af því að eiga vitneskjuna um
hana, geta þakkað það einu hinna tíu boðorða, sem vér
lærðum í æsku og höfum ekki liaft við að brjóta síðan.
Þannig var, að stjórnarvöhlin í Sovéttinu voru búin að
gera út einn nýútskrifaðan skemmdarverkamann (ekki að
rugla saman við venjulega verkamenn, eins og þeir gerast
á síðari árum), með nesti, nýja skó og blásýrubyssu og
skipuðu honum að skunda nú til Þýzkalands og drepa þar
nánar tiltekinn mann, sem undanfarið liafði hallazt að
Beria (var ekki búinn að frétta um afdrif hans) og agiterað
móti núverandi stjórn sovéttsins. Skyldi sendimaður fýra
á hann vænum skammti af blásýru, og mundi liinn þá ekki
hafa fleix-i sögur að segja né ræður að flytja á leynisellufund-
um. „En hvað kemur þetta boðorðinu við?“ mun einliver
spyrja. Jú, þetta er mi alveg að koma. Um leið og maðurinn
kvaddi konu sína á heimili þeirra — í Ki'ivonikolistræti 5,
ef oss ekki skjöplast — dettur út úr henni áðurnefnt boðorð:
„Þú skalt ekki mann deyða“. Og áhrifin létu ekki á sér