Spegillinn - 01.05.1954, Blaðsíða 20

Spegillinn - 01.05.1954, Blaðsíða 20
QD SPEGILLINN Næsta morgun, áður en Hezekías var kom- inn á fætur, kom lögreglustjórinn inn í her- bergið til hans með nýjan klæðnað — pípuhatt, svartan diplómatfrakka, röndóttar buxur, lakkskó og öklahlífar. — Ég vona, að þú viljir þiggja þetta lítil- ræði af okkur. Stéttinni er það talsvert áhuga- mál, að þú sért snyrtilega til fara í réttinum. Hezekías gekk nú, uppábúinn og nýrakaður, niður í borðsalinn. Þar var hann kynntur öll- um æðstu mönnum stéttarinnar, og eftir mat var setið yfir góðum vindlum og skrafað í ró og næði um viðburði gærdagsins. Um formiddaginn kom fjöldi merkra manna í heimsókn til þess að sjá Hezekías og sam- fagna honum með unnin afrek. — Mig langar til að segja yður, háttvirti herra, sagði aðalritstjóri eins fremsta dag- blaðs Ameríku, -—• að afrek yðar í gær mun verða víðfrægt í öllum blöðum meginlandsins. Það að þér skutuð herbergisþjóninn er alveg sérstakt afrek og ber styrkum taugum yðar fagurt vitni, og mun koma yður að gagni í vörn yðar, þegar þar að kemur. — Herra Heyloft, sagði annar gestur. — Mér þykir leiðast að hafa ekki átt þess kost að kynnast yður fyrr. Vinir okkar, sem hér eru staddir, segja mér, að þér hafið um skeið dvalið hér í New York. Mér þykir fyrir því, að við skyldum ekki vita af yður strax. Hér hafið þér firmanafn mitt, herra minn. Við erum helztu málfærslumenn borgarinnar og æskjum þess heiðurs að mega verja’ yður. En þar sem við eigum enn svo sem tvo klukkutíma til stefnu, áður en rétturinn verður settur, þætti mér gaman að mega kippa yður snöggv- ast heim til mín og sýna yður konunni minni, og vonandi á hún einhvern matarbita handa okkur. Rétturinn var settur síðdegis. Fagnaðaróp- in gullu við þegar Hezekías gekk inn í sal- inn. — Herra Heyloft, sagði dómarinn. — Rétt- arhöldunum verður frestað í nokkra daga. Eftir því, sem ég heyri, hefur þetta verið mikil taugaáreynsla fyrir yður, og vinir yðar segja mér, að þér munuð varla geta fylgzt með málinu af nægilegum áhuga, fyrr en þér hafið fengið að jafna yður dálítið. Þegar Heyloft gekk út úr salnum, laust múgurinn upp húrrahrópi, sem dómarinn tók undir. Næstu daga hafði Hezekías nóg að gera. Þarna voru móttökuahafnir, sendinefndir og svo auðvitað undirbúningur málarekstrarins, og bezt að segja það eins og satt er, að brjóst- vit Hezekíasar fyllti bæði lögfræðinga og al- mennilega menn undrun og aðdáun. Blaðamenn komu til þess að hafa tal af hetju dagsins. Auðjöfrar úr viðskiptalífinu komu í heimsókn. Nafn hans var fært inn sem stjórnarmeðlims í fjölda stórgróðafélaga, og það fréttist brátt, að yrði hann sýknaður, myndi hann beita sér fyrir sameiningu allra innbrotsverndarfélaga Bandaríkj anna. Réttarhöldin hófust viku síðar og stóðu í stíheila tvo mánuði. Hezekías var ákærður fyrir fimm glæpi: 1) íkveikju, er hann hafði brennt upp lyftuna, 2) vítaverða óvarkámi, er hann hafði skotið þjóninn, 3) hnupl, er hann stal peningunum, 4) barnsmorð, er hann kálaði mannvininum, og 5) klaufaskap, er hann skaut á löggurnar, án þess að hitta þær. Réttarhöldin voru geysilega margbrotin og flókin, og sérfræðingar voru kallaðir til að- stoðar úr öllum áttum. Meðal annars var svo fyrir mælt, að heili mannvinarins skyldi efna- rannsakaður. Þar fannst enginn heili. Kviðdómurinn var þrisvar ruddur vegna hlutdrægni, tvisvar vegna fákunnáttu og loks rekinn, eins og hann lagði sig, vegna geð- veiki. Og alltaf héldu réttarhöldin áfram, þótt hægt færi. En á meðan ukust viðskipti Hezekíasar dag- lega. Loks kom að því, að málinu var vísað frá, að tillögu sakbornings. — Herrar mínir, sagði hann í lokaræðu sinni í réttinum. — Ég verð að beiðast afsök- unar á því, að ég hef ekki tíma til að taka þátt í þessum umræðum öllu lengur. En seinna meir — hvenær sem ég kynni að hafa tíma afgangs frá verzlunarstörfum mínum, megið þér alltaf reiða yður á velviljaða aðstoð mína. En þangað til megið þér vera fullvissir, að ég mun fylgjast með starfsemi yðar af hinum mesta áhuga. Síðan gekk hann út úr salnum, undir húrra- hrópum og að lokum sungu allir viðstaddir „Auld Lang Syne“. Eftir þetta dragnaðist málið hægt og bít- andi áfram, stig af stigi. Ákæran fyrir íkveikju var afgreidd með Nolle prosequi. Ákæran um þjófnað með Ne plus ultra. Morðið á þjóninum var eignað afsakanlegri geðveiki. Ákæran fyrir bana mannvinarins var af- greidd þegjandi, og Heyloft dæmdar bætur fyr- ir skammbyssu og kúlur. Það sem þá var eftir málsins, fór til hæstaréttar Bandaríkjanna. Þar liggur það væntanlega enn. En Hezekías er orðinn aðalforstjóri Sam- bands Innbrotþjófaverndarfélaga og nýtur hins mesta álits sem upprennandi fjármála- maður í New York og allar horfur á, að hann verði kosinn í Öldungadeildina við fyrsta tæki- færi. FRÖNSK STÚLKA gerði fyrir nokkru tilraun til þess að klífa Eifelturninn, en komst aldrei nema upp á aðra hæð og fannst þar daginn eftir, öll klóruð og illa til reika, sem var óheppilegt, þar eð hún var snyrti-sérfræð- ingur að atvinnu. Þá skýringu gaf hún á þessu tiltæki sínu, að afi hennar hefði haft það eina áhugamál í lífinu að klífa turninn, en jafnan orðið frá að hverfa, sökum lofthræðslu og annarra forfalla og hefði hún nú ætlað að taka upp merkið fyrir hönd ættarinnar. Nú er stúlkan þó hætt við allar frekari klifringar, eftir að amma hennar hafði gefið sig fram og tjáð henni, að afi gamli hefði alls ekki verið afi hennar. JASMÍNA LITLA, dóttir Ritu Hayworth og Ali Khan, hefur nú fengið sér tildæmda hálfa aðra milljón dala, sem skal greiðast á 15 árum, og á pabbinn að verða af með þessa upphæð, eða öllu heldur afinn, því að það er hann, sem á alla peningana. Enn er ekki afgert, hvort Jasmína litla á að alast upp í kristinni trú eða Múhameðstrú, enda gerir það ekki neinn ýkja mismun, þar sem Múhameðstrúin leyfir víst ekki fjöl- menni, þó að hún leyfi fjölkvæni, og í báðum trúarflokkum mun vera blótað á laun, svo að þetta atriði hefur ekki beina hernaðarlega þýð- ingu. Ritstjóri: Páll Skúlason- Teiknari: Halldór Pétursson Ritstjórn og afgreiðsla: Smáragötu 14, Reykja- vík — Sími 2702) Argangurinn er 12 blöð — yfir 200 blaSsíSur, efni. — AskriftarverS kr. 60,00.— erlendis kr. 70,00; greiSist fyrirfram -— Aritun; SPEGILLINN, Pósthólf 594 Reykjavík — BlaSiS er prentaS í IsafoldarprentsmiSju h.f.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.