Spegillinn - 01.05.1954, Blaðsíða 12
72
SPEGILLINN
hverfa. Síðar meir er ætlunin að
hesta og loks háskóla fyrir húðarjálka
DAGUR KOLLEGA
á Akureyri skýrir frá því, að
þar í nágrenninu hafi verið stofn-
aður skóli fyrir unghesta — sem
mun vera sama og áður var kall-
að folar — og Moggi tekur upp
fréttina og meira að segja eyðir
á hana kvæði, og kallar nemend-
urna í fyrirsögninni ungherja,
sem vér héldum annars að væru
ekki til nema kannske í K. F. U.
M. Skólaaaldurinn þarna er_4—8
vetra, en 20 nemendur eru í skól-
anum og margir urðu frá að
stofna framhaldsskóla fyrir eldri
LANDHELGISGÆZLAN
EIRSKJÖLDUR
liefur nýlega verið afhjúpaður á húsinu nr. 28 við Þingholtsstræti,
þar sem Lagaskólinn var til húsa alla sína löngu ævi, nánar tiltekið
þrjú ár. Með sama áframhaldi fer höfuðborg vor að gerast býsna
skjöldótt, hvað úr hverju, og var reyndar ekki á bætandi. Blöðin segja,
í þessu sambandi, að á eftir hafi laganemar farið sína árlegu vísinda-
för að Litla-Hrauni. Vér erum því alveg samþykkir, að eftir að hafa
norpað úti í kalsaveðri, til að hlusta á leiðinlegar ræður, væri ekki
vanþörf á einhverjum afréttara.
TÖNSKÁLDAÞING,
og það meira að segja norrænt, á að halda hér á landi í næsta
mánuði og lesum vér í Alþýðublaðinu, að þingmenn hafi í hyggju að
freista þess að stofna Alþjóðasamband Tónskálda um leið. Bendir
þetta til þess, að eftir tilkomu hinna nýju dægurlagaskálda hér, séu
Norðurlönd viss með meirihluta í músíkinni, en sumum finnst samt
41veg nóg um og telja þetta aðallega benda í þá átt, að Jón Leifs
stefni að heimsyfirráðum.
hefur heldur betur slegið sér upp í seinni tíð og sópar nú upp togur-
um í landhelgi, til ágóða fyrir sjálfa sig og kostnaðar fyrir hina bág-
stöddu togaraútgerð. Meðal annars sagði útvarpið frá því á annan
í páskum, að Skúli Halldórsson hefði verið dæmdur fyrir landhelgis-
brot, en eitthvað hefur víst tónskáldinu með því nafni ekki líkað þetta,
því að nafnið var leiðrétt skömmu síðar. Annars eru mismælin í út-
varpinu orðin svo tíð, að þau eru hætt að vera til gamans, en eru í
» staðinn orðin fullkomið alvörumál. Er helzt svo að sjá sem þulirnir
TÍMINN
fræðir oss um það, að á Langanesi hafi rekið „hryggbrotinn hval,
með öllu óskemmdan". Oss finnst nú, að undir venjulegum kringum-
stæðum sé það heldur skemmd á einum hval, ef sundur er hryggurinn,
en hér mun eiga að leggja dýpri merkingu í orðin og meiningin vera
sú hjá blaðinu, að óskemmdari myndi Framsóknarflokkurinn vera en
raun er á, iiefði Ihaldið hryggbrotið hann á sínum tíma. Þetta er þvi
alls ekki eins mikil hugsunarvilla og í fljótu bragði mætti halda.
hafi lært taltækni sína hjá óðamála kjaftakellingum, sem engan hlut
geta haft rétt eftir, allra sízt nöfn.
MARABOTTI,
hinn góðkunni ítalski fisksali, sem undanfarna áratugi hefur átt
talsverð viðskipti við íslendinga, og — eins og skáldið sagði — „til
tjóns fyrir sjálfan sig, en hagnaðar fyrir hina“, hefur nýskeð verið
sæmdur hinni íslenzku fálkaorðu, af stórriddarastærð. Mun þetta ráð
hafa verið tekið til þess að hafa hann góðan upp á seinni tímann, en
fisksalan hefur verið heldur klén undanfarið, og lítið á henni að græða.
Er líklegt, að Marabotti hafi eitthvað talað utan að því, að hann
væri góður með að fara að hætta að fórna sér fyrir mörlandann og
BÚNAÐARBANKINN
hefur flutt Austurbæjarútbú sitt
á nýjan og betri stað, í sama hús
og Tryggingastofnun Ríkisins. Sú
nýlunda er þarna við höfð, að
veggir allir eru skreyttir septem-
bermálverkum — enda er septem-
ber uppskerutími kartaflanna —
og hafa málverk þessi þegar haft
þau áhrif, að margir kúnnar, sem
ætluðu að taka út peninga, hafa
lagt inn í staðinn, eftir að hafa
horft á málverkin um stund. Nú
ætlar Tryggingarstofnunin að
verða sér úti um samskonar málverk.
ÚTVARPSHLUSTANDI
— óánægður, að eigin sögn — hefur lagt til að taka upp skoðana-
könnun um útvarpsefni, og vill helzt, að Neytendasamtökin hafi for-
göngu um þetta, enda sé starfsemi þeirra alls ekki rígbundin við það,
sem í magann fer. Eftir viðureign téðra samtaka við kaffið, styðjum
vér þessa tillögu, og ireystum samtökunum til að láta að minnsta
kosti setja nýjar umbúðir um gamlar og slitnar myndir, sem hingað
verða sendar. Er þá mikið unnið.
HINN VAIANKUNNI
íslandsvimir, A. Gotfredsen, hefur nýskeð ritað grein um ísland í
dönsk blöð, hvar hann hælir Islendingum á hvert reipi fyrir dugnað
og framfarir, og yfirleitt allt, sem eina þjóð má prýða. Er þetta sett
í samband við forsetaförina, og orðróminn um að hann hafi verið
vel birgur af krossum, er hann fór að heiman. Eigi er samt enn vitað,
hvort greinarhöfundur hefur haft fálkaorðu upp úr krafsinu, en kunn-
ugir segja, að bráðum sé von á annarri grein frá hans hendi, með
fyrirsögninni: „llandritin heim“.
FRJÁLS ÞJÓD
er eitthvað að skjöna Tímann fyrir að geta þess á prenti, að „mikill
framkvæmdahugur hafi heltekið þjóðina", rétt eins og það sé ekki satt,
að við séum á hvínandi rassinum, sökum ofmikillar fjárfestingar. Og
ekki er betur vitað en sjálfir I’jóðvarnarmennirnir hafi orðið sem hel-
teknir af eintómri föðurlandsást, að þeir greiddu atkvæði með fhald-
inu, hvenær sem það þurfti á að halda á afliðnu Alþingi.
krossinum því verið slett á hann.