Spegillinn - 01.05.1954, Blaðsíða 15

Spegillinn - 01.05.1954, Blaðsíða 15
SPEGILLINN 75 við t* Svía‘é-liðið. standa, og nú kemur það óskiljanlega, öllum þeim, sem hafa lieyrt boðorðin með daufa eyranu: Haldið þið ekki, að manngæran sé að velta þessu spakmæli fyrir sér, alla leið til Þýskalands og þegar þangað kemur og hann hittir þann, sem drepa átti, flýgur hann á liann og rekur honum rembingskoss í staðinn fyrir að nota blásýrubyssuna. Hinn verður auðvita steinhissa, þar sem samvizkan gagnvart sovéttinu var nú kannske ekki í sem frægustu lagi, og svo spássera þeir beina leið í gestapóið og gefa því byssuna, ásamt forskriftinni um, livernig nota skuli. Og gestapó- maðurinn, sem var auðvitað tortrygginn, þegar svona kúnn- ar áttu í hlut, lét auðvitað ekki á sér standa að reyna tólið á næsta yfirmanni sínum og sá brátt, að hér var ekki um neitt skrum að ræða, því að nú er hann kominn í plássið yfirmannsins. Sannaðist þá það, sem stendur einhversstaðar í biblíunni: „Þér ætluðu að gera mér illt . . . “ Ekki verður skilizt við þennan stutta fréttabálk, án þess að minnast lítillega á ólíkindatólið Petroff. Sá var í utanríkisþjónustu sovéttsins og sat í Ástralíu. Einn góðan veðurdag, berst það út á öldum Ijósvakans, að Petroff þess- um liafi verið stolið af innfæddum og þótti húsbændum hans þetta merkilegt, þar sem þeir vissu ekki, að eftir neinu væri að slægjast, þar sem Petroff var, en liann mun liafa verið blaðafulltrúi eða eitthvað annað enn ómerkilegra. Auðvitað risu Ástralíublámennirnir upp á höndum og fót- um og sögðu þetta vera laelvítis kommalýgi, og líklega hefur þessu almennt verið trúað, því að snögglega var opin- bera tilkynningin komin í það horf, að Petroff hefði reyndar hefði sjálfur stolið öllum peningum sendiskrifstof- unnar, og væri þannig þjófur en ekki þýfi. Var jagazt um þetta milli stórveldanna um skeið, og að lokurn sögðu þau hvort öðru upp allri diplómatiskri hollustu, og hver veit nema úr þessu geti orðið smástríð, og Jónas verði sannspár, þrátt fyrir allt, og við hérna á norðurlijaranum getum haldið áfram að borga stríðsgróðraskatt, sem annars voru orðin hálfgerð vandræði með að fóðra öllu lengur. Ekki verður erlendur fréttabálkur saminn, án þess að ritara hans hljóti að detta Vigfús í liug, en hann er nú bú- inn að fara yfir suðurhvelið og er nýkominn norður yfir

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.