Spegillinn - 01.05.1954, Blaðsíða 18
7B
SPEGILLINN
4
x:
VAÐIHAL
T3 va e*
s rw «
n. * »
jl^I' ;
11)1
/)0«
Ifl'
ð 0 í?
P í a
HETJ
— Hefurðu eitthvað að gera handa mér?
Múraraverkstjórinn, sem ávarpaður var, leit
niður frá vinnupallinum og á þann, sem tal-
aði. Eitthvað í andliti drengsins, sem leit upp
til hans, vakti samúð hjá múraranum. Hann
fleygði múrsteini í hann.
Þessi drengur var Hezekías Heylofts. Hann
var klæddur vaðmálsfötum frá hvirfli til ilja,
og bar sinn vaðsekkinn í hvorri hendi. Hann
hafði komið til New York, þessarar grimmúð-
ugu borgar, til þess að leita sér atvinnu.
Hezekías gekk leiðar sinnar eftir þessar
óblíðu móttökur. Loks stanzaði hann fyrir
framan lögregluþjón.
— Herra minn, sagði hann. — Getið þér
vísað mér veg til ...
Lögregluþjónninn gaf honum sitt undir
hvort. — Ég skal kenna þér að spyrja ekki
eins og bölvaður grasasni!, sagði hann.
Og enn gekk Hezekías leiðar sinnar. Eftir
skamma stund hitti hann mann í svörtum föt-
um og með pípuhatt og hvítt hálsbindi. Það
gat ekki verið vafi á því, að þetta var prestur.
— Góði herra, sagði Hezekías, — getið
þér sagd; mér ...
Presturinn rak upp ýlfur eins og hýena og
beit skarð í eyrað á honum. Já, frómi lesari!
Hugsaðu þér prest bíta skarð í eyrað á dreng,
svona um hábjartan daginn. Já, en þetta skeð-
ur í New York á hverri minútu, sem guð
gefur yfir.
Já, þessi mikla borg er grimmlynd, og þú
getur rétt hugsað þér, hvernig það muni vera
að leita sér atvinnu þar. Þú og ég og svo-
leiðis menn, sem höfum nóg að gera að forð-
ast alla vinnu, getum varla skilið, hvað þetta
raunverulega þýðir. Hugsaðu þér, hvernig það
muni vera að standa aleinn í New York, án
þess að hafa nokkurn vin eða skyldmenni að
grípa til, þar sem öllum er skítsama um,
hvernig þér líður eða hvað þú hefst að. Það
hlýtur að vera dásamlegt!
Stundarkorn stóð Hezekías og vissi ekki upp
eða niður. Hann leit kringum sig. Hann leit
upp á turninn á hæstu byggingu borgarinnar.
Engin vinna þar. Hann leit á skýjakljúfana
við Madisontorgið, en í engum þeirra gat hann
séð örla fyrir neinni atvinnu. Hann stóð á
höfði og leit á Pressujárnið. Ennþá engin at-
vinna sýnileg.
Allan þann dag og þann næsta á eftir var
Hezekías að leita að vinnu. Eitt firma í Wall
Street hafði auglýst eftir hraðritara.
— Kanntu hraðritun? spurðu mennirnir.
— Nei, svaraði hetjan vaðmálsklædda, —
en það mætti alltaf reyna það.
Honum var fleygt niður lyftuganginn.
En Hezekías lét ekki bugast. Þann dag sókti
hann um fjórtán stöður.
Waldorf Astoria-hótelið vantaði yfirmat-
svein, og Hezekías sókti auðvitað um stöðuna.
— Geturðu búið til mat? var spurt.
— Nei, en lofið mér að reyna, látið þér mig
hafa eitt egg til þess að reyna mig á — ég
skal vanda mig eins og ég get. Og höfug tár
hrundu niður eftir kinnum drengsins.
Þau hrundu niður allan stigann.
Næst sókti hann um stöðu sem símritari, en
þar voru menn svo hlálegir að finna honum
það til foráttu, að hann hafði aldrei komið
nálægt símritun.
Um sólarlag var Hezekías orðinn hungraður.
Hann gekk aftur inn í fordyrið á Waldorf
Astoria. Þar stóð þriggja álna dólgur í skraut-
legum einkennisbúningi.
— Herra, sagði Hezekías, — viljið þér láta
mig hafa vel að éta upp á krít?
Þarna var sigað á hann hundi.
Já, lesandi góður, þarna er grimmd og mann-
vonzku hinnar miklu borgar rétt lýst.
En nú liðu dagar og enn dagar og í fjórtán
vikur var Hezekías að leita sér atvinnu. Einu
sinni eða tvisvar fékk hann vinnu í bili, en
það leið ekki á löngu áður en hann missti hana
aftur.
Fáeina daga vann hann þannig sem endur-
skoðari hjá víxlarafirma, en fékk fljótt reisu-
passa, er það kom í ljós, að hann gat ekki
logið. Eitthvað viku tíma var hann gjaldkeri
í banka, en var rekinn þaðan, af því að hann
neitaði að falsa ávísun. f þrjá daga var hann
vörður í strætisvagni á Broadway, en þaðan
var hann rekinn af því að hann vildi- ekki
stela aurunum, sem hann innheimti.
Þama sérðu, lesandi góður, hvemig við-
skiptalífið í New York er innréttað.
En nú liðu dagar og aftur dagar og enga
fékk Hezekías vinnuna. Skotsilfur hans var
upp urið, enda hafði hann aldrei átt neitt
skotsilfur. Sér til saðningar át hann gras í
skemmtigörðunum og vatn drakk hann úr
vatnsþró Dýraverndunarfélagsins.
En smámsaman varð breyting á unglingn-
um; andlitssvipur hans varð harður og illúð-
legur, já það var ekki um að villast, að hin
mikla borg var farin að setja svip sinn á
hann.
Eina nóttina stóð Hezekías á gangstéttinni.
Það var orðið framorðið; klukkan var orðin
langt yfir tíu, enda voru ekki á ferli nema
hræða og hræða.
—• Fjandinn hafi það! sagði Hezekías og
steytti hnefana að Ijósum hinnar miklu borg-
ar. — Nú hef ég notað öll heiðarleg ráð og þá
er ekki annað fyrir en slá sér á þau óheiðar-
legu. Ég ætla að gerast betlari. Enginn af
Heyloftsættinni hefur enn verið betlari, bætti
hann við með kuldahlátri, — en þá er bezt að
ég verði sá fyrsti.
Velbúinn maður gekk framhjá.
Hezekías greip fyrir kverkar honum.
— Hvað viltu? sagði maðurinn skelfdur. —
Enga vinnu hef ég, svo að það þýðir ekki að
biðja mig um hana.
— Ég vil enga andskotans vinnu, svaraði
Hezekías. — Ég er betlari.
— Nú, ekki annað? sagði maðurinn og það
mátti merkja, að honum létti stórum. — Hérna
eru tíu dalir, sem þú getur fengið þér einn
gráan fyrir.
— Peningar! Peningar! Orðið steig Hezekí- -
asi til höfuðsins, eins og áfengi.
— Einn gráan, tautaði hann, hásum rómi,
— já, einn gráan.
í sama bili skein á hann ljósið frá sóda-
vatnssjoppu.
— Einn sóda! sagði hann og skellti pen-
ingunum á borðið. Síðan drakk hann sóda eftir
sóda, þangað til allt hringsnerist fyrir honum.
Ærður af drykknum slagaði hann fram og
aftur um sjoppuna, hengdi sig tvisvar eða