Spegillinn - 01.01.1957, Blaðsíða 10

Spegillinn - 01.01.1957, Blaðsíða 10
B SPEGILLINN kannski veizt, þá keypti ég nokkrar rollur af honum Guðmundi, sjálf- stæðisbóndanum á næsta bæ, þeg- ar hann flutti suður í haust. (Ég borgaði skjáturnar einmitt með láninu, sem þú útvegaðir mér, blessaður vertu). En þetta eru mestu vandræðaskepnur, eins og þær náttúrlega eiga kyn til, um fengitímann beiddu þær upp trekk í trekk, og ég gæti bezt trúað, að þær yrðu allar lamblausar í vor. Rauðskjöldótta kvígan, sem ég sýndi þér í sumar, gerir það gott; Páli vini okkar Zóff, hefur ekki skjátlast, þegar hann spáði þeim grip góðri framtíð. Hún komst í einar 23 merkur eftir burðinn og er í 20 mörkum enn þá. Hún átti ljómandi pattaralegan, svartan bolakálf, sem ég ætla að setja á. Ég gæti trúað, að þér þætti gaman að takast á við hann, þegar þú kemur næst. Og formaður naut- griparæktarfélagsins, sem er þó alls ekki framsóknarmaður, er strax búinn að fala kálfgreyið fyrir kynbótanaut, þegar hann hefur ald- ur og þroska til. Milli hátíðanna var haldinn fundur í kvenfélagi hreppsins, og þar bar kona mín fram tillögu um að félagið gæfi fimm þúsund krónur x Ungverja- landssöfnunina. En þegar til kom, átti félagið ekki til nema fjögur þúsund krónur, sem það ætlaði til kaupa á altaristöflu í nýju kirkj- una, sem nú er verið að teikna, svo að stjórnin varð að koma saman og ómerkja fyrri upphæðina og setja fjögur þúsund í stað fimm. Ég er nú hálfpartinn að kvíða því, að ég verði í vandræðum með vinnukraft í sumar, úr því doktor Gunnlaugi brást bogalistin; þær eru svo fjandi dýrar, þessar ís- lenzku stúlkur, sem fást í kaupa- vinnu nú orðið. Ég sé nú, svona þér að segja, alltaf hálfvegis eftir henni Úrsúlu, sem hérna var í hálft þriðja ár; þetta var nú anzi notin- virk stúlka, þótt hún gæti aldrei lært að raka undan vindinum, en ekki á móti honum. Jæja, Hermann minn; ég fer nú að slá botninn í þetta og vona, að þú fyrirgefir hvað það er illa skrifað. Ég hef nú aldrei lært fegurðarskrift, þótt ég hafi verið hreppstjóri í 35 ár. Ég er svo að hugsa um að lofa þér að heyra nokkrar vísur, sem ég gerði um daginn, af því að þú ert svo skáldlega sinnaður og skáld sjálf- ur. Þú mátt svo sem mín vegna lesa þær fyrir þessa stóru þarna syðra, ef þeir hafa gaman af al- þýðukveðskap um sveitalífið. „Fjári eru rollurnar fíknar í fiskimjölið og grútinn. Ég hélt þeim öllum eins fyrir því undir þingeyska hrútinn. Þótt skömm sé að því, þá skrimtir enn skagfirska verðlaunamerin. En það eru ventlarnir, viti menn, sem mig vantar í landróverinn. Mörg er að vísu og þung sú þraut, sem þjakar heimilisbraginn; — konan fékk tannpínu og tíkin gaut trúi ég sama daginn. Og dauðans ósköp er dauflegt hér í dragsúgi og þurramæði. — Stelpan fór suður og strákurinn er að stúdera þjóðleg fræði. t>á er gengislækkun næsti kökkurinn. í V '4IP'

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.