Spegillinn - 01.01.1957, Blaðsíða 7

Spegillinn - 01.01.1957, Blaðsíða 7
SPEGILLINN 5 Það var svo sem ekkert líflegt á mér upplitið, þegar ég skröngl- aðist til Hermanns, á bak nýári, til þess að vita, vernig stæði í bólið hans, enda var þetta á dauðasta tíma ársins, þegar ekkert gerist og enginn þorir einusinni að ræskja sig, af hræðslu við, að lagt verði á það framleiðslusjóðsgjald. — Sæll, Faraldur, sagði Her- mann, hress í bragði. — Hvaða helvíti ertu eitthvað dokinn. — Það værir þú líka, Hermann minn, ef þú hefðir ekkert upp úr þér annað en svik og pretti og brigðmælgi. Það gætu fleiri en ég hasazt upp á slíku, þegar fram í sækir. — Hver hefur nú svikið þig? spurði Hermann og ég sá, að hon- um leizt ekkert á svipinn á mér. — En þú og þínir líkar, svaraði ég. — Fyrst gerirðu Helga Sæm. að formanni Menntamálaráðs, sem ég hefði verið alveg tilvalinn í, þamæst Bensa Gröndal að for- manni Útvarpsráðs, sem ég hefði líka verið tilvalinn í, og loks heng- irðu kross á Helga Eyjólfsson, þó að það lægi í augum uppi, að hann — þ. e. krossinn en ekki Helgi — væri alveg eins og sniðinn á mig. — Maður verður nú að heiðra eitthvað þá, sem eru fyrirtaks for- gangsmenn í iðnaði, sagði Her- mann, en ég tók eftir því, að hann sagði það með hangandi tungu og ekki af sem mestri sannfæringu. — Þá hefðuð þið eins vel getað heiðrað Glersteypuna, sagði ég. Hún er þó að minnsta kosti braut- ryðjandi á sínu sviði, en hinsvegar eru setuliðsviðskipti engin ný upp- finning lengur. býöur gleitilegt nýár Vertu nú ekki svona andskoti önugur, Faraldur. Mér er sem ég sjái, hvernig þú hefðir orðið, ef þú hefðir mætt í nýárskokteilnum. — Þú veizt, að ég mæti þar ekki síðan farið var að sía þjóðina og setja dólga við dyrnar til þess að bæja alþýðunni frá. Hvað segja annars kommarnir þínir um það? — Þeir hafa hingað til ekki sagt annað en já og amen við mínum gjörðum. Þú manst, hvernig þeir eru orðnir gagnvart setuliðinu mínu, og svona er það yfirleitt á öllum sviðum; ég þarf ekki annað en benda niður með þumalfingrin- um eins og Neró forðum, þá hjaðna þeir niður og verða mjúkir eins og lunga. — En, hvernig er það: Varst þú ekki sjálfur á móti öllu varnarliði fyrir kosningarnar? — Þú ættir að geta skilið það, manngæra, að það er ekki sama sem eftir kosningar. Auðvitað var þetta bara trikk, til þess að steypa undan íhaldinu, og fannst þér það kannske ekki takast sæmilega? Auðvitað höfum við setulið áfram, til þess að hafa eitthvað upp í uppbæturnar. Ekki mun af veita. — Nei, það er nokkuð til í því, Ég sá hann Eystein áðan, og þar var nú ekki peningagorgeirinn. — Hvar var hann að flækjast? — Hann stóð nú niðrá hafnar- bakka með tóman tunnusekk um öxl og var að bíða eftir Hamra- fellinu, til að hirða af því ágóðann, strax og það kæmi. Líklega þurfið þið að borga ykkar mönnum kaup, eða dugar þeim kannske æran? — Ég hélt, að Eysteinn vissi, að Hamrafellið gefur engan ágóða, og ekki er sköttunum fyrir að fara; þetta er jú fyrirtæki þjóðarinnar allrar. — Nei, það er víst, ekkert ofsælt af þessum 160 sjillingum, skilst mér. En veiztu, að nú er Björn

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.