Spegillinn - 01.01.1957, Blaðsíða 16
SPEGIULINN
I kaffitímanum
— Þjóðviljinn er samt við sama
heygarðshornið enn þá, sagði hægri
kratinn önugur og stakk upp í sig
hálfri kexköku. — Það er meira
en sagt verður um Alþýðumogg-
ann, sem hrekst frá einu heygarðs-
horninu til annars, ýmist stjórnar-
blað eða í stjórnarandstöðu, anzaði
línukomminn snúðugt. Þjóðvarnar-
maðurinn ræskti sig virðulega: Já,
þetta er hálf-skrítin stjórnarsam-
vinna, stjórnarblöðin alltaf upp ú
kant annað veifið; það er bezt að
vera óháðir öllum og öllu eins og
við Þjóðvarnarmenn. — Segðu mér
eitt, hvort er Frjáls Þjóð stjórnar-
blað eða í stjórnarandstöðu, og
hvort vill Þjóðvörn heldur vinstri
eða hægri stjórn? spurði fram-
sóknarmaðurinn. — Já, hver er
eiginléga stefna ykkar þjóðvarnar-
manna í stjórnmálum? spurði
Komminn. — Ég mótmæli því, að
verið sé að leggja samviskuspurn-
ingar fyrir menn, sagði sjálfstæðis-
maðurinn og glotti. — Eiginlega sé
ég ekki, að Þjóðvörn sé neinn
flokkur lengur, og er nú raunar
bættur skaðinn, sagði kratinn. —
Þótt við Þjóðvarnarmenn kæmum
ekki neinum manni á þing í þetta
sinn, þá munum við halda áfram
að berjast fyrir okkar stefnumál-
um, sagði þjóðvarnarmaðurinn há-
tíðlega. — Ef þið ættuð nú einhver
stefnumál! Nei, þið hafið aldrei
vitað hvað þið vilduð sjálfir, og
þar sem enginn annar veit það
heldur, þá er ekki von, að fólk
geti fylgt ykkur að málum, sagði
Komminn. — Alþýðubandalagið,
eða öllu heldur vinstri stjórn rændi
nú þessu eina málefni ykkar, og
þið gátuð ekki einu sinni verið
samþykkir því að framkvæma það;
annars er okkur sjálfstæðismönn-
um svo sem meinlítið við ykkur,
sagði sjálfstæðismaðurinn spozk-
ur. — Já, ætli það ekki; ef mál-
flutningur ykkar þjóðvarnarmanna
kemur einhverjum að notum, þá
er það helzt íhaldinu, sagði fram-
sóknarmaðurinn. — Við munum
berjast fram í rauðan dauðan fyrir
okkar þjóðlegu stefnu, sem er
rammíslenzkt aíbrigði af lýðræði
og sólíalisma; við látum ekki
stjórna okkur frá Moskvu, eins og
kommúnistar, og við erum ekki
samþykkir áframhaldandi her-
mangi og svínaríi, eins og Fram-
sókn og Kratar, sagði Þjóðvarnar-
maðurinn dálítið æstur. — Þið haf-
ið aldrei vitað, hvað þið vilduð og
vitið það ekki enn, þess vegna
nennir fólkið ekki að elta ólar við
ykkur lengur, sagði kratinn. —
Mikið andskoti er nú Læknir
Kvenna skemmtileg bók; ég gaf
konunni minni hana í jólagjöf, en
hún hefur ekki komizt að með að
líta í hana enn þá, því að ég hef
verið að lesa hana sjálfur, sagði
s j álf stæðismaðurinn.
— Þá er nú Eden greyið hættur
í pólitíkinni; hann átti sér ekki
viðreisnarvon eftir Egyptalands-
ævintýrið, sagði Komminn. — Þeir
ættu að taka sér það til fyrir-
myndar Kommúnistaleiðtogarnir
austantjalds, sagði kratinn. — Og
Lúðvík karlinn lofar Sís og Hamra-
fellinu að græða 120 shillinga á
olíutonninu, sagði sjálfstæðismað-
urinn. — íslenzk flutningaskip
íslendingum; það er okkar kjörorð.
Það skiptir ekki máli; hvort Sís
eða einhver annar íslenzkur aðili
á þau, sagði framsóknarmaðurinn.
— Kaffitíminn er búinn, piltar,
sagði reddarinn og stóð upp.
En viðtalið við
Morgunblaðið og sú uppljóstr-
un sem í því felst er skýr
og ótvíræð yfirlýsing um að
^essi þingmaður Alþýðu-
flokksins standi nú við dyra-
^gætt íhaldsins, reiðubúinn til
fatngöngu þegar húsráðendur
telja heppilegt að veita hon-
um viðtökú í þann söfnuð
braskara og milliliða sem
dæmdur var til pólitískrar úti-
vistar með myndun núverandi
ríkisstjórnar.