Spegillinn - 01.01.1957, Blaðsíða 12

Spegillinn - 01.01.1957, Blaðsíða 12
1D SPEGILLINN ekki betra við, því að við höfum samtök um að hækka taxtann um fimmkall í hvert skipti, sem hann skiptir um rakara. — Og hvað ætlið þið að gera við alla þessa peninga? — Við ætlum að stofna úr þeim sérstakan sjóð — hann þarf helzt að vera sérstakur, til þess að hon- um sé síður stolið — og í skipu- lagsskránni stendur, að honum skuli varið til þess að styrkja unga áhugarakara til utanfarar. Ég efast ekki um, að sjóðurinn verði fljótur að vaxa, því að þetta á líka að gilda fyrir verðlagsstjórann og nokkra aðra útvalda. — Ekki þó Hermann? — Nei, með hann gegnir allt öðru máli. Bæði er stéttinni hlið- hollur og auk þess er nú tapið byrjað hjá honum, ef að vanda lætur. Hinsvegar ætlum við ekki að verða billegir, ef einhver kemur hingað af Hamrafellinu; þá ætlum við að taka 160 sjillinga, takk! — Þið skuluð ekki vera að hafa fyrir að semja neinn taxta fyrir þá. Veistu ekki, að Vilhjálmur þór hefur sagt Erlendi að segja þeim að láta alltaf bustraka sig í Svarta- hafshöfnunum í hverri ferð. Mig grunar, að Eysteinn hafi sagt hon- um frá viðskiptum ykkar og látið lítið af. — Veit ég vel, en það þora þeir ekki. Eg Iét einn úr stéttinni læða því að einhverjum þeirra, að kommarnir austur þar hafi þann ljóta sið að láta stundum hausinn fylgja hárinu, þegar þeir eru að klippa menn. — Ekki kemur það vel heim við það, sem Hjalti segir af þeim í Ungverjalandi. — Mér finnst hann nú lítið geta sagt, ef hann hefur haldið sig inni allan tímann, eins og hann segir í öðru orðinu. Enda ofbauð Vaff- essvaff þetta svo, að hann kallar hann umskiptinginn í útvarpinu. — Já, að minnsta kosti fannst mér það lélegt aðfangadagspró- gram að setja hann þar í staðinn ft fyrir allar fallegu jólakveðjurnar, sem útvarpsráðið semur fyrir menn. — Ég hlustaði nú lítið á útvarpið um hátíðarnar, nema helzt á for- setaræðuna á nýársdag. — Já vel á minnst! Og fannst þér nú hún vera eins bölvuð og Þjóðviljinn vill vera láta? — Nei, mér fannst hún ágæt. Og jafnvel þó hún hefði ekki verið það, er það ekki okkar þegnanna að vera að skandera það, sem æðsti maður þjóðarinnar segir á nýárs- dag. Bæði eru nú svona hátíðaræð- ur ekki ætlaðar til umræðu og auk þess er forsetinn stikkfrí. — Já, en annars þótti það nú enginn heiður í boltaleik í gamla daga, ef ég man rétt. — Mér þótti nú ræðan góð, sér- staklega þar sem hann talaði um stígvélabrokk . . . — Stígvélabrokkur var á sinni tíð frægur draugur . . . — Nei, þú misskilur þetta. Hann meinti stígvélabrokkið í varnar- liðinu. — En er það satt, að hann hafi gleymt að þakka Friðriki danska fyrir komuna? — Ég tók nú ekki eftir því, en hann hefur vafalaust þakkað hon- um fyrir hana áður en hann fór héðan, svo að það er engin ástæða til að vera neitt að endurtaka það. Og ef Hermann hefur lesið ræðuna yfir, ætti öllu að vera óhætt. — Ég efast um, að Hermann hafi nennt því og það eitt er víst, að hann hefur aldrei sýnt komm- unum í stjórninni hana. — Það hefði nú annars verið ó- hætt, því að þeir hefðu aldrei sagt annað en já og amen, eins og þeir hafa þegar gert við varnarliðinu. — Já, þar kemur nú einmitt að því, sem Þjóðviljinn er að segja, að menn eigi að tala eins og em- bættismenn, hvað sem einkaskoð- unum þeirra líði. Rakarinn minn gaut augunum að dyrunum. Verðlagsstjórinn var að koma inn. — Tuttugu og tvær krónur, takk. —Gerðu svo vel, svaraði ég og rétti honum sexkall. — Þú ert þeg- ar búinn að láta Eystein borga helminginn af því, sem vantar, og þarna er hinn helmingurinn að koma.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.