Spegillinn - 01.01.1957, Blaðsíða 14

Spegillinn - 01.01.1957, Blaðsíða 14
12 SPEGIULINN ÁRAMÓTAÞ II L A Gamla árið út ég drakk, — ekki samt í rjóma. Átti ég þá við andlaust pakk innihaldslaust froðusnakk. Rétt fyrir dögun dó ég, takk; — dó með heiðri og sóma, og vaknaði þyrstur fram í fingurgóma. Þannig drekka menn árið út, ýmist úr glasi eða bara af stút, gleyma í bili sorg og sút og syngja af feikna krafti, unz hrópað er, svo menn hrökkva í kút. — Haldið þið allir kjafti! Nú er ég aftur kominn með kvef, Köflóttum trefli um hálsinn vef; pund mitt í svartan sandinn gref með svolitlum fyrirvara. Magnast í heimi þjark og þref, — Þorvaldur skrifar opin bréf, ekkert þvílíkt þekkt ég hef, það get ég svarið bara. Það væri dálítið annað, ef einhver nennti að svara, ef opnu bréfunum einhver nennti að svara. — Syngjum í dúr og syngjum í moll, sumblum og iðkum dufl og joll, dönsum á brókinni rokk and roll; — hjá Rigmor sú fótmennt lærist. Af margskonar holdlegri magt og vold mannskepnan endurnærist. — I „Búðinni“, tryllist blessað fólkið og ærist. „Máninn hátt á himni skín“, hugsaðu til mín, baugalín. — Það skaðar ei neinn, þótt skáldrit fín í skammdeginu ég grundi. Brimöldurnar brotna upp á grín á bókmenntanna sundi. Það er gaman að skrifa, Guðrún mín, Guðrún mín frá Lundi; og gott á sá, sem glatar ei sínu pundi. — Út í buskann árið hvarf, hvað engum raunar segja þarf. En „hvað er þá orðið okkar starf“ á árinu hér og þar? Nýja stjórnin fékk eymd í arf eftir þá sem var. Ekki virðist arfur sá efnilegur til að sjá, en maður verður að vona og spá vinstri stjórninni betri vertíð á þessum vetri. Kvenmannslaus í kulda og trekk kemhi ég nú minn hærusekk, hæði út og inn ég drekk árið gamla og nvja. Tnn í þennan flatrímsflekk flétta ég kveðju hlýja til hvers þess manns, sem hefur mig til skýja. Baui. Pétri skáldi og bindindismanni, en hún frá Valtý og Birtingi). Haldið þið að framámenn borgarinnar hefðu staðið berhöfðaðir og and- aktarfullir við afhjúpun einhverrs abstraktskúla, sem sem þeir hefðu þó verið fullsæmdir af? Nei takk. A það stig er listræn menning vor enn ekki komin. Jæja. Myndin nr. 7 var eftir Guðmund, sem Þor- steinn í Stefni sagði að væri bærileg fyrir neðan miðju, en gör- ótt hið efra og var ég að mótmæla þeirri aðfinnslu. En svona tvískift- ar myndir málar Guðmundur ekki, þar er hver partur x samræmi við hina. Ég vona að ég þurfi ekki að stugga við púkanum í þriðja sinn. Hjálp í vandræðum . .Gleðilegt er það og hefur verið, hve margir eru fúsir að rétta sjúk- um og bágstöddum hjálparhönd. Félög í þeim tilgangi eru því vel séð og vinsæl óg ekki vanta verk- efnin, því fátæka höfum við alltaf meðal okkar, hvernig sem velmeg- unin vex. En þegar hjálpin er jafnframt hjálp við sjálfa menning- una, einmitt á því sviði, sem fátækt hennar er einna tilfinnanlegust, þá hljótum við að fagna raunhæfum aðgerðum góðs félags, sem nú hef- ur verið stofnað og ekki vonum fyrr. Verkefni félagsins kann að sýnast auðveldara en margra ann- arra, þar sem tilgangur þess er, að veita aðeins einum sjúklingi eða fátæklingi (eða hvorutveggja) ein- hvern stuðning, en þetta getur þó orðið erfitt og vandasamt. Góðu spáir það samt, að yfirhjúkrunar- kona sjúklingsins er með í ráðum og framkvæsradum, svo ekki þarf ó- kunnugleika á högum hans um að kenna. Svo var að sjá á liðnu sumri, að ekki væri líðan hans góð og kenndu sumir um hreyfingar-

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.