Spegillinn - 01.07.1958, Síða 5
7. TÖLUBLAÐ
Júlí 1958
33. ÁRGANGUR
ÁRBÆ J ARS AFNIÐ
varð fyrir lieldur en ekki óþægilegri heim-
sókn uni J ónsmessuleytið, er einn gestur-
inn ■—- eða fleiri — brutu upp sýningar-
kassa og stal merkilegasta hlut safnsins,
gömlu vaktaraúri, sem er einstakt í sinni
röð. Virðist þjófurihn liafa haft nokkra
kímnigáfu til að bera, auk ófrómleikans,
og viljað sýna forráðamönnum safnsins, að
það væri ekki ofvel vaktað.
NORSKUR KARLAKÖR
kom fyrir nokkru hingað til landsins, en
aðalerindi hans var þó til Akureyrar, sem
er vinabær Álasunds, en þaðan var kórinn.
Sú þarfa nýlunda var þarna viðhöfð, að
kórinn gróðursetti 2000 trjáplöntur norð-
anlands. Er hér farið inn á nýja og betri
braut, og gæti verið til fyrirmyndar. Ætt-
um vér framvegis að láta svona gesti gera
eitthvað þarft af sér, er þeir koma í heim-
sóknir, og reyndar er hér um að ræða
gamlan og góðan íslenzkan sið. Auk þess
færði kórinn Akureyrarbæ öll verk íbsens,
sem var óþarfa kurteisi, þar sem engin
liætta er á, að menn fari að lesa þau sér til
óbóta.
„TIL FRAMANDI HNATTA“
heitir bók eftir Gísla Halldórsson, sem AI-
menna bókafélagið hefur gefið út og lesum
vér í umsögnum, að hún höndli um geim-
ferðir. Hér virðist oss vera seilzt um hurð
til lokunnar, þar sem alls ekki þarf að fara
til framandi hnatta til þess að komast í
geim.
ÞRIGGJA MÁNAÐA KÁLFUR
gerði fyrir nokkru nafn sitt ódauðlegt með
því að synda yfir þveran Dýrafjörð og það
svo hratt, að memi sem reru lífróður á
eftir honum, náðu ekki í hann fyrr en
liann var kominn á þurrt land og hljóp
óstuddur heim til bæjar. Er nú hafður mik-
ill viðbúnaður fyrir sex mánaða afmæli
kálfsa og Iielzt talað um að útvega honum
Breiðafjörð að synda yfir.
KARTÖFLU SKORTUR
hefur verið landlægur hjá oss undanfarið
og er enn þegar þetta er ritað, en svo kveð-
ur rammt að, að margir kjósa haim heldur
en kartöflurnar frá Gómúlku, sem vér höf-
um búið við upp á síðkastið. Er um kennt
gjaldeyrisskorti, sem er miklu fínna nafn
en blánklieit. Nú bregður þó svo við, að
farið er að halda þjóðinni uppi á snakki
um kartöflur, sem væntanlegar séu frá
Hollandi. Er með því gefið í skyn, að oss
liafi opnazt einhver gylliniæð þar í landi,
og trúi liver sem vill.
TÓNSKÁLDAFÉLAGIÐ
liefur sótt um leyfi til að stofna og reka
sérstaka útvarpsstöð og ber fyrir sig Kan-
ann, sem slíkt geri í fullu trássi við ís-
lenzka löggjöf um útvarpsrekstur. Án þess
að vilja halda því fram, að vér séum þurf-
andi fyrir meira af slíku trássi, mælum vér
samt með umsókninni, þar eð með fram-
gangi hennar hverfa „íslenzku lögin“ úr
ríkisútvarpinu, og munu þá þrír fjórðu
hlutar þjóðarinnar losna við þau fyrir fullt
og allt, þar eð nýja stöðin mun draga ekki
alllangt út fyrir nágrenni höfuðstaðarins.
ÖLL DAGBLÖÐ YOR
geta þess með viðhöfn, að Ólafur Noregs-
kouungur, hinn fimmti með því nafni
(sem amiars er vafamál), hafi verið skírð-
ur konungsskírn í Niðaróssdómkirkju, ekki
alls fyrir löngu. Oss finnst það nokkur
ágalli á þessum fréttaflutningi, að ekkert
hlaðið getur þess, livað hann var látinn
heita. Höfum vér grun um, að jöfur liafi
með þessu verið að losa sig við nafn Ólafs
Tliórsar og heiti framvegis Hermann.
RUNINGARNÁMSKEEÐ
hefur verið auglýst (og væntanlega þegar
lialdið, þegar þetta er lesið), .og er Bún-
aðarfélag íslands látið meðganga það, til
þess að plata sveitamanninn, en nasvísir
menn þykjast vita, að það sé fjármálaráðu-
neytið, sem að því stendur, í sambandi við
hin einkar vinsælu bjargráð. Sumir telja
þetta þó óþarft tiltæld, og benda réttilega
á, að flestir sauðirnir hafi þegar verið svo
vendilega rúnir, að varla muni annað eftir
á þeim en illhærurnar.
DAIJÐUR ÍTALI,
Primo Rosselli að nafni, gerði það krafta-
verk fyrir skemmstu að rísa upp í kistu
sinni, fimm klukkustundum eftir andlát
sitt og heimta að fá eittlivað að éta; kvaðst
rétt aldeilis vera að forganga af sulti! Síð-
an stjáklaði hanu út úr líkhúsinu og heim