Spegillinn - 01.07.1958, Síða 7
BPEBILLINN
151
til fjölskyldu sinnar, sem sat grenjandi yfir
andláti hans, en grenjaði nú fyrst fyrir al-
vörur er karl reyndist lifandi. Gamalt fólk
þarna á staðnum kvaðst samt (gegn venju)
muna annað eins. Hafi karlinn, faðir Prim-
os, á sínum tíma leikið nákvæmlega sama
bragðið, en hans fjölskylda var bara það
raunsæjari, að hún keyrði hann öfugan
niður í kistuna aftur og var búið að moka
ofan á hann áður en hann fengi gert fleiri
upprisutilraunir.
ALLMIKH) KARP
hefur staðið undanfarið milli Framsóknar-
flokksins og íhaldsins um það, hverjum
beri að þakka sementsverksmiðjuna og all-
an hinn glæsilega framgang þess máls.
Vilja Framsóknarmenn þakka hana Her-
manni, en íhaldið Ólafi Thórs, og er hvort-
tveggja að vonum. Ástæðan til deilunnar
mun vera væntanleg uppsetning ferlíkis af
upphafsmanni smiðjtmnar. Vér sjáum ekki
annað fært en fela Ásmxmdi að fara til
beggja t>g búa til einhverja skrípamynd,
sem gæti heitið Hermann Thórs. Auk þess
má síðar bæta við mynd af þeim fjármála-
ráðherra, sem innir af hendi lokagreiðsl-
una fyrir smiðjuna, en hún er öll reist upp
á krít og meira en það.
PRESTASTEFNAN,
sem er fyrir nokkru afstaðin hér í höfuð-
staðnum, „taldi ógerlegt að flytja biskup
í Skálholt“, lesum vér í góðu blaði. Það
mun mála sannast, að kirkja vor sé íhalds-
söm og fylgist því ekki vel með í nútíma-
tækni. og hefur ekki séð sum stykkin, sem
flutt hafa verið til Sogsvirkjananna. Er
engu líkara en klerkar haldi, að ekki sé
hægt að flytja biskupinn nema á klökkum,
eins og gert var í gamla daga þegar bisk-
upar komu fullir úr yfirreiðmn sínum.
Auk þessa lýsti stefnan yfir hryggð sinni
yfir aftökunum í Ungverjalandi, en það
mun hafa verið — eins og víðar — átylla
til þess að breiða yfir ódugnað sinn við
biskupstransportina.
SPRENGJUÁRÁS
var fyrir nokkru gerð á rússneska sendi-
ráðið hér, en ekki var þó um kjarnorku
eða vetnissprengju að ræða, heldur einn
hinna gamalkunnu kínverja, sem eldri
Reykvíkingar kannast við frá eymdarárum
þjóðarinnar. Samt var árásarmaðurinn
handtekinn og höfum vér heyrt, að hann
hafi verið konuni. Þótt svo kunni að vera,
gerir það ekki svo ýkjamikið til; það má
alltaf ákæra hami fyrir títóisma.
MORGUNBLAÐIÐ
er að hafa það eftir fréttaritara sínum í
Kaupinhafn, að H. C. Hansen forsætisráð-
herra þeirra frænda vorra ætli að taka að
sér að gerast sáttasemjari milli íslendinga
og Breta um landhelgismálið. Þar eð oss
er eigi krmnugt um, að téður H. C. hafi
verið til þess arna kvaddur af neinum á-
byrgum aðila, vildum vér beina því til
hans að fara sér hægt þar til óskir þar um
berast honum utan héðan. Það kynni að
vera, að einhverjir menn séu svo gamlir
til í landinu,- að þeir muni meðferð Dana
á utanríkismálum vorum og séu ekkert
sérlega æstir í að afhenda þeim þau aftur
á einn eða annan hátt.
H V ÍT ASUNNUMENN
í Svíþjóð hafa ráðizt með offorsi á kynlífs-
fræðslu þá er nú er um hönd höfð í sænsk-
um skólum, og kveða hana ekki vera ann-
að betra en einn anga af klámritaútgáfu
og öðrum slíkum óþverra. Er árásum
þeirra aðallega beint gegn forstöðukonu
kynlegheitastoifnunar ríkisins, en hún hef-
ur nýskeð verið sæmd doktorsnafnbót fyr-
ir að klæmast við blessuð börnin. Vilja
Hvítsynningar láta bömin læra það sem
læra þarf á þessu sviði á sama hátt og fyrr
gerðu afar þeirra og önimur, og þótti tak-
ast eftir öllum vonum.
LANDNÁMSMAÐUR
einn úr Snobbhill hefur átt tárumdöggvað
viðtal við Hannes á homum sér, og borið
sig mjög upp undan vatnsleysi því er þá
byggð hrjáir. Virðist þar ekki renna vatn
nema rétt um blá-lágnættið, en þá liafa
snobbarnir annað þarfara að gera en safna
að sér vatni. Vér sjáum ekki annað en
stórauka verði innflutning á dönskum bjór
og jafnframt endurreisa Þvottalaugarnar.
Munu jafnvel ráðstafanir í gangi þar að
lútandi, er bærinn hefur keypt Þvottakonu
Ásmundar, til að setja upp í Þvottalaug-
unum.
HELGAFELL
hefur nú hafið nýstárlega listkynningu,
með sýningu þar sem gestimir geta fengið
listaverkin „lánuð heim“ og svo keypt þau
upp á afborgun, ef um semst. Er hér um
að ræða hina þörfustu nýung, sem vonandi
er að vel takist; aðeins má hún ekki hafa
í för með sér samskonar listkynningu á
grammófónplötum.
BUNAÐARSAMBAND
Borgarfjarðar auglýsti fyrir nokkru (og að
sjálfsögðu í Tímanum) eftir manni, sem
hefði bíl, til aðstoðar við tónamælingar.
Hér mun um að ræða mann til þess að
aðstoða Jón Leifs við mælingar á lang-
drægni nýju útvarpsstöðvarinnar, og mun
búnaðarsambandið hafa farið þess á leit,
að hún næði til Borgarfjarðar.
NORSKIR VÍKINGAR
liafa nýskeð farið frægðarför mikla vestur
til Ameríku á víkingaskipi, sem þó var
með loftskeytaútbúnaði og hjálparmótor,
sem ekki er getið um, að forfeður vorir
liafi notað á víkingaferðum sínum. Hrepptu
þeir veður stór og hafvillur, en verst var
þó, að þeir urðu vatnslausir löngu áður
en markinu væri náð. Eigi pissuðu þeir
þó í austurstrogið og blönduðu sjó, half
and half, svo sem gerðu fommenn, heldur
réðust þeir á portvínsbirgðir skipsins, en
þær liöfðu þeir einnig fram yfir fornmenn.
Voru þeir því orðnir vel kjaftliýrir, er til
Nefjorkar kom, og þótti öll förin hafa tek-
izt með miklum ágætum.