Spegillinn - 01.07.1958, Qupperneq 20

Spegillinn - 01.07.1958, Qupperneq 20
164 5PEJ3 1.LLIN.Cj var svo óheppinn að fæðast í in- flúensufaraldri miklum, og lækn- irinn, sem hjálpaði honum inn í heiminn, hafði svo mikið að gera, að hann skráði Slark litla (sem seinna varð) sem stelpu. Hlaut Slark að líða miklar þjáningar fyr- ir þetta meðal skólabræðra sinna, sem stríddu honum og kölluðu hann stelpustrák. Giftist tuddabana. Lucia Bose, sem er ein ung og fögur stjarna, hefur gert sér það til frægðar að giftast spænskum nautabana og einum þeim fræg- asta, að nafni Luis- Miguele Dom- iniguin. Hafði sá lengi gengið á eftir henni með grasið í skónum, og þegar ekkert dugði, bauð hann henni á nautaat, þar sem hann skyldi eiga við frægasta tudda Spánar. Og þar var hann klókur, því að varla var tappurinn fallinn í sandinn, þegar Lucia kom hlaup- andi til banans og sagðist elska hann. Ekki er vitað, hvar þau hjú- in ætla að eyða hveitibrauðinu, og er þess helzt til, að þau ætli að halda því leyndu, svo að nautgripa- ræktarmenn nái ekki í þau. Dýr mundi Gína öll. Líklega hefur Gína Lollóbrígída eitthvað verið farin að dala í vin- sældunum, að minnsta kosti hefur hún nú reynt að vekja á sér athygli með því að fara í mál við kvik- myndajöfur einn í Milano og heimtar 200 milljónir líra í skaða- bætur, en annars er það nú engin ósköp, og mun lítið fara fram úr stóreignaskatti Silla og Valda. Samt þrjóskast jöfurinn við að seil- ast svo djúpt í lírukassa sinn og heimtar 40 milljónir af Gínu fyrir samningsrof, en þá upphæð hafði hún fengið fyrirfram fyrir að leika í klámmynd um Pálínu Bónaparte, sem ku hafa verið heldur betur upp á karlhöndina, meðan hún var og hét til þeirra hluta. En svo varð klámið svo dýrt, samkvæmt áætl- un sérfræðinga í þeirri grein, að jöfurinn hætti við allt saman og því er það sem Gína er svo frek til auranna. En svo er ekki allt þar- með búið, því að Les Barker, sem átti að leika síðasta og versta frið- il Pálínu, og þiggja að launum stór- fé, stefnir nú Gínu fyrir að hafa gert myndatökuna að engu, og seg- ist tapa mörgum milljónum á því. Stendur nú hnífurinn í kúnni, seg- ir heimild vor, og á þar líklega við Gínu. Óskilin enn. Glaudette Colbert hefur þá sér- stöðu meðal stjarnanna í Hollí- vúdd, að hún hefur aldrei skilið enn, heldur býr alltaf með sama manninum, sem enginn veit hvað heitir. Um daginn var einhver að komplímentera hana fyrir ungleg- heit, en þá kom það í ljós, að þau stöfuðu af því, að Claudetta litla þvær sér alltaf úr sápu, og er enn- þá gift fyrsta manninum sínum. Er nú mikil eftirspurn bæði eftir sáp- unni og manninum. Nefið á Gary. Gary Cooper þurfti nýskeð að láta skera af sér smáæxli, sem var honum eitthvað til trafala og hljóp þá í að láta laga á sér nefið um leið, úr því að verið var að þessu á annað borð. Þetta tiltæki hans vakti kvíða og gremju meðal að- dáenda hans og meira að segja fékk hann slangur af hótunarbréf- um, ef úr þessu yrði, og líklega hef- ur hetjunni ekki litizt meira en svo á þau, nokkuð var það, að næst þegar hann sýndi sig á götu, þusti að honum múgur manns til að skoða hann og fann sér til mikillar gleði, að hann var enn með gamla nefið. Nýtur Gary nú enn meiri vinsælda en nokkru sinni fyrr og margar stjörnur, sem farnar eru eitthvað að dala, eru farnar að leika þetta sama bragð, en með þeim árangri, að aðdáendurnir segja strax, að þeir skuli bara breyta á sér fésinu; það geti hvort sem er ekki breytzt nema til batn- aðar. Já, það er ekki sama, hver maðurinn er, lesendur góðir. Kömmbakk hjá Bette Davis. Bette Davis, sem hefur varla heyrzt nefnd um alllangt skeið, er nú komin fljúgandi til London og segist ætla að fara að leika á ný“, „ef þá nokkur vill sjá mig“, bætti hún við, með ekta Hollívúdd-hœ- versku, lítt grunandi, hversu nærri hún fór sannleikanum, því að sann- ast að segja saknaði hennar eng- inn. Bette er nú orðin fimmtug, samkvæmt kirkjubókum (en er auðvitað miklu eldri), enda er sagt, að Jósep Rank hafi strax sagt við hana: „Það er mesta furða hvað eftir er af þér, Bette“. Ekki inn- lósséraði Bette sig á dýru hóteli í Westend, heldur rann Ródmaster- inn — sem ku vera tvíburabróðir þess, sem Seðlabankinn okkar á — með hana beint upp í sveit, þar sem nóg var af kúm og kindum. Bette segist sem sé vera komin af traustum bændaættum að lang- feðgatali, og er stolt af. Nú er eftir að vita, hvernig henni verður tek- ið, þegar hún birtist á léreftinu. •— --ooOoo— Konan mín talar við sjálfa sig. Blessaður, það gerir mín líka, en hún veit bara ekki af því. Hún heldur, að ég hlusti á hana. —o— Tíminn er liinn mikli læknir. Hann er að minnsta kosti ekki neinn fegrunarlæknir. Og svo var það gamli maðurinn, sem las alltaf blaðið sitt í rúminu á morgnana, og ef nafnið hans var ekki í dánarfregna- dálknum, fór hann á fætur. ERNEST MARPLES, sem er póst- og símamálastjóri Bretlands ins mikla, lét svo um mælt fyrir skemmstu, að landar Jians notuðu símann aHtof lítið, er aðeins tvö samtöl kæmu á hvem sína (á ári?), en innlagning símans kostaði 110 sterlingspund. Þó sé mest tapið á símaklef- um fyrir almenning, en þeir em fleiri í Bretlandi en nokkm öðru landi, enda eiga þeir merkilegu hlutverki að gegna í öllum almennilegum glæpareyfuram. Heyrzt hef- ur, að stjórnin ætli nxi að leita samvinnu við kvenfélög landsins og fá þau til að taka almennilega símatöm, til þess að bæta úr ófremdarástandi þessu, svoi að stofnunin flosni ekki upp.

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.