Spegillinn - 01.01.1966, Blaðsíða 3

Spegillinn - 01.01.1966, Blaðsíða 3
Grípii í prjóna Gleymist margt hið góða og þarfa, er gjörðu vorir feður starfa bæði að gagni og gamni sér. Ef gafst ei annað gegnra að vinna gripu menn til prjóna sinna, slíkt var lenzka á landi hér. Þessi iðn nú þekkist valla þrátt fyrir tækni-væðing alla, langskólun og lærdómsstrit. Frdleitt mundi finnast drengur, sem fær er um að þekkja lengur húsgangs- eða hunda-fit. Gamla iðn skal endurreisa, ýmsan vanda með því leysa, nota innlent efni vel. Enga skyldi kalla kræfa, sem kunna ekki að tæja og þæfa, tæta og spinna tog og þel. Þetta er heilnæm handavinna, sem hollt þeim einkum væri að sinna, er semja lög og sitja þing. Vinnutímann vel skal nota, þó væri róð að sitja og pota í duggarasokk og sjóvettling. Balli. SPEGILLINN RITNEFND: Jón Kr. Gunnarsson ritstj., Böðvar Guðlaugsson og Ragnar Jóhannesson. TEIKNARAR: Bjarni Jónsson og Halldór Pétursson. Áskriftarverð 'kr. 350.00. — Einstök blöð kr. 35.00 Pósthólf 594. Reykjavík. Sími ritstjóra: 5-10-20. Prentun meginmáls: Prentsmiðja Þjóðviljans. Setning: Prentsmiðja Vísis, Sp e g i 11 i nn 3

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.