Spegillinn - 01.01.1966, Blaðsíða 8

Spegillinn - 01.01.1966, Blaðsíða 8
ÚR KRUKKSPÁ1966 — Þjóðin mun enn búa við Viðreisn, þar eð annað betra hefur eigi verið upp fundið. Skattar munu hækka að krónu- tölu, en lækka hlutfallslega að sögn ráða- manna. Barlómur mun vart minnka, enda hagur manna sízt verri. Verkföll munu vart með minna móti. Gamlir og nýir atvinnuvegir munu blómstra að venju. Meðal nýrra atvinnuvega má nefna bruggun sterks öls, en sú fram- leiðsla mun hasla sér völl á erlendum markaði, svo mjög, að annar bjór mun vart verða drukkinn, ef íslenzkur mjöð- ur er fáanlegur. Tegundirnar Egill sterki og Pétur sjómaðui verða því bet- ur þekktir og eftirsóttari en Carlsberg og Tuborg. Þessar tegundir munu bók- staflega flæða yfir heiminn og ná meiri útbreiðslu heldur en íslenzkur fiskur. Ut- flutningur sterks öls mun þegar á þessu ári fyrirsjáanlega verða stærsta útflutn- ingsgrein landsmanna. Sameinaða gufu- skipafélagið mun leggja niður ferðir sín- ar Kaupmannahöfn—Reykjavík vegna vandræðaástands, sem skapast við til- raunir áhafnarinnar á m/s Prins Fredi- rik að smygla íslenzkum bjór til Kaup- mannahafnar. Loftleiðahótelið mun vígt með pomp og pragt, og ennfremur Höllin í Laug- ardal. Gleðilæti og fögnuður munu í meira lagi. Áfengi mun þó ekki verða veitt við vígslur þessara bygginga, og eingöngu skálað í mjólk. Mun sumum finnast það kisulegt. Sjónvarpið mun verða tekið í notk- un við hátíðlega athöfn, og mun fyrsta útsendingin sýna þá bræður Gylfa menntamálaráðherra og Vilhjálm út- varpsstjóra, takast í hendur og óska hver öðrum til hamingju með sjónvarp- ið, en báðir munu þeir í ræðum sínum óska þess að landsfólkið hafi gagn af. Vandræðaástand mun víða skapast á heimilum og verða af hark mikið, svo að lögregla verður að skerast í leikinn, þar sem fólk er ekki á eitt sátt, hvort horfa eigi á Sjónvarp Keflavík eða Sjón- varp Reykjavík. Telja sumir, að þetta sé vottur þess að þjóðerni vort hafi ekki glatazt við amerískt sjónvarp, því að þar sem deilur hafa upp komið, hafi bólað á hinum sanna, forna víkinga- anda. Lögð verða drög að því að steinsteypa nýja leið milli Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar, og er gert ráð fyrir að skýli það er innheimtumenn vegaskattsins eiga að nota, sé byggt úr járnbentri steinsteypu og því eldtraust og skothelt. Sjálfstæðisflokkurinn mun hefja bar- áttu fyrir einkaframtaki. Bandaríkjastjórn mun kvarta við ís- lenzku ríkisstjórnina um að bandarískir hermenn í Keflavík hafi orðið fyrir ís- lenzkum áhrifum. íslenzkt landslið í knattspyrnu mun vinna erlent lið með glæsibrag. Templarar munu gera Coca-Cola- Björn að heiðursfélaga vegna framlags síns til bindindismála, en hann er tal- inn hafa framleitt hollast bland um ára- bil. Leiklíf mun mcð miklum blóma og mun Eysteinn Jónsson hljóta Silfurlamp- ann fyrir leik sinn í „Farið hina leiðina“. Hagur ríkissjóðs mun versna stórlega vegna þeirra síendurtekinna ákvarðana Magnúsar frá Mel að loka áfengisverzl- uninni fyrirvaralaust fyrir hátíðisdaga. Vegna þess arna er almennt kvartað yfir auknum skorti á smygluðu áfengi. Halldór Laxness mun hefja kennslu í „kúltúr“ hjá Bréfaskóla SÍS. Hjónaband Kristmanns mun „blíva“ allt árið. Kaupmenn munu kvarta yfir hárri álagningu. Alþingismenn munu gefa eftir þriðj- ung launa sinna til að mögulegt verði að hækka laun lægst launuðu verka- manna. Innflutningur nýrra fiskiskipa mun verða bannaður vegna þeirrar þenslu í viðskiptum innanlands, sem auknar fiskveiðar skapa. Ný reglugerð um brunavarnir munu taka gildi og verður heimilað að slökkva eld í húsum, jafnvel í Garðahreppi. Bankarnir munu sameinast um að kaupa jólatrés-ljósaseríur og hengja yf- ir Austurstræti til skreytingar fyrir næstu jó! Dr. Jóhannes Nordal mun kveikja á ljósunum fyrir hönd bankanna og færa þjóðinni að gjöf. Ljósin munu eiga að verða táknræn, þ. e. vera þjóðinni hið sanna fordænú með hegðun sinni og hyggindum. Að framansögðu athuguðu máli er bersýnilegt, að þetta mun verða eitt hið bezta viðreisnarár. Astronom. FRÍSTUNDA 8ÚÐIN SP™« VELTUSUNDf 1 HVERFISGÖTU 59 — SÍMI 18722 — SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT S p e g i II i n n 8

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.