Spegillinn - 01.01.1966, Blaðsíða 15

Spegillinn - 01.01.1966, Blaðsíða 15
og danskan pilsner við þorstanum, svo þeir voru matarræðislega sæmilega und- ir leikinn búnir. En nú var það dóm- arinn, sem hrjáði þá, og eiginlega dæmdi af þeim meira en verðskuldaðan sigur, því danska liðið var í rauninni allt of lélegt til að tapa fyrir því, að sögn formanns landsliðsnefndar. Vér leggjum því eindregið til, að framvegis hafi landslið vort með sér dómara, auk nestisins, þegar það fer utan til keppni. Sem sagt: í Nýborg voru landar vorir áreiðanlega betra liðið, en dómarinn var hlutdrægur. Það er ekki ein báran stök! Auðvitað voru strákarnir (þ.e. landar vorir) sáróánægðir með leikinn og höfðu varla lyst á Tuborg og Carls- berg að honum loknum, hvað þá ramm- ari veigum. Þannig var utanferð lands- liðs vors í handknattleik ein samfelld hörmungasaga að þessu sinni, og virðist andstætt, að það verði að taka upp nýj- ar þjálfunaraðferðir strax. Þarf sú þjálf- un að miðast við, að liðið sé jafnan reiðubúið að mæta bæði austrænni hótelskítalykt, hungri og þorsta (liðið má ekki dreypa á bjór fyrr en í leiks- lok), súrefnistapi lungnanna, og orku- tapi skrokksins, ranglátum dómurum og olnbogaskotum andstæðinganna. Vonum vér, að brugðið verði skjótt við og þjálfað af kappi fyrir næstu landsleiki. Það er alveg ófært að „betra liðið“ tapi vegna einhveria annarlegra ástæðna, alltof oft þegar landar vorir heyja landskeppni í boltaleik. Sportmaður. Dómarar geta alveg eyðilagt leikínts. EFTIR- BREYTILEG MÁLARA- LIST Mogginn átti um daginn eitt af sínum kjarnyrtu og inni- haldsríku viðtöium við konu nokkra, sem hafði þá um það leyti haft einhverja sýningu £ málverkum, sem hún hafði bú- ið til sjálf. Kom hún til dyr- anna eins og hún var klæd og kvaðst hafa iært mest lítið tii þessarar kostnaðar Athyglisverðast i samtalinu var þó það, að hún og systir hennar hcfðu fyrir alllöngu tekið sér íbúð saman. Þótti þeim veggirnir auðir og tómir og byrjuðu þá að mála lands- lag beint á veggina Vér leyfum oss að benda klessumálurum á þetta. Fáið ykkur stóra ibúð, piltar, helzt gluggalausa. Kaupið ykkur Hörpusilki og gólfkústa og máliö síðan fannen í voll... En þið verðið að láta þar við sitja. Þið inefdö aldrei svna utan húss. Þjóðin yrði areiðanlega sælli, ef þetta yrði svona. Og aimcnningur mundi mcð glöðu geði borga slíkum „iistamönn- um“ næga ölmusu, þ.e. styrki til að þeir gætu lifað án þess að troða klessuverkum sínum upp á saklausa skatthorgara. KOSNINGA- SKJÁLFTI Fyrir jólin var tekinn i brúk un nýr harnaskóli vestur á Snæfellsnesi. Slíkt hefur ekki verið talið til stórtíðinda. En hvað gerist nú? Við skóla- vígslu þessa snjóar að stór- menni, t.d. tveimur ráðlierrum að visu var fjármálaráöherra, sem á að borga brúsann, þar ekki. Hins vegar forsætisráð- herrann. Sandur af þingmönn- um og frambjóðcndum. Missýnist oss það að til- stand þctta sýni, að kosning a r séu í nánd. S p e g i 11 i n n 15

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.