Spegillinn - 01.01.1966, Blaðsíða 21

Spegillinn - 01.01.1966, Blaðsíða 21
„Skattheimtuæði" „Síðustu vikurnar fyrir jól voru þing- rnenn önnum kafnir við að magna elda verðbólgunnar. Akveðnar voru 10—20 gjaldahækkanir af hugkvæmni sem bet- ur hefði beinzt að öðrum verkefnum. .. Og ekki lét borgarstjórinn heldur sitt eftir liggja í margbreytileik í skatt- heimtu. Rafmagnsverð hækka. um 13,35% ... gatnagerðargjald hækkar um allt að 73% ... sundstöðvagjöld hækka u mallt að þvx fjórðung, vatns- skattur hækkar um 25% ofan á 50% hækkun sem kom til framkvæmda á síðasta ári . . . valdhafarnir eru sannar- lega ekki svo skyni skroppnir að þeir viti ekki hvað þeir eru að gera“ (Þjóðviljinn, F jan.) Gamlárskvöldsstemma 1965 Langt er nú liðið ór, ljómi þess eflaust stór óslökktur enn um sinrx yfir þig drengur minn. Mörg voru frumvörp felld, fóein hús keypt og seld. Einn fór, sem enginn sér eftir, f Lundúner. Sunnanlands greri gras, gerðist um Mývatn þras. Af Llndal menn lærðu þar um leðju og andirnar. Baunum, sem betur fór, buðum vér Gunnar Thor. 1 staðinn Arnasafn eignumst fró Kaupinhavn. Suma menn setti í strand síldin við Austurland. Voru ei í vafa um það hún veiddist ó röngum stað. Dauður d Sigló sjór, suður því Einar fór. Voru þó veður hörð, villtist f Hafnarfjörð. Við breiðan Faxafjörð fóstrast bezt mennt ó jörð. Á þar við enga bið uppdrífast sjónvarpið. Bankanna bókmenning blöskrar nú almenning. Mín bók, ó, bókin þín, brótt kemur heim til sín. pós. S p e g i II i n n 21

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.