Spegillinn - 01.01.1966, Blaðsíða 27

Spegillinn - 01.01.1966, Blaðsíða 27
Ur borðkróknum — Desember-reikningurinn í mat- \ö) ubúðinni var rúmar sjö þúsund krónur, tilkynnti frúin formálalaust, dag iii kkurn í öridverSum janúar. — Hver andsk. var hann svona hár? varð mér að orði. - Þú verður að atiiuga, að þarna í eru þrjú ný læri og citt hangið, tveir hryggir og einn frampartur af hangi- keti, nú og einir tveir ölkassar, svo eitt- hvað sé nefnt, sagði frúin. - Ekki höfum við étið kjöt og drukk ið öl fyrir sjö þúsund krónur urn jól- in, fjandinn hafi það, sagði ég. — Nú, hérna er reikningurinn, þú getur athugað hann, ef þú heldur að ég hafi keypt einfivern óþarfa, sagði frúin nokkuð hvatskeytislega og henti í mig reikningnum. — Ég átti nú ekki beinlínis við það, góða, en sjö þúsund krónur eru tals- vert miklir peningar, og manni finnst skemmtilegra að vita hvað keypt hefur verið fyrir þá, sagði ég og fór að glugga í reikninginn. — Góði, borðaðu áður en J)ú ferð að stúdera reikninginn, sagði frúin. — O, ætli það taki því að brjóta mik- ið heilann um hann, hann verður hvort sem er varla lækkaður héðan af, sagði ég. Þáð er eins og vant er, þú heldur alltaf að ég kaupi einhver ósköp af ó- Jíarfa til heimilisins, sagði frúin, og ég fann, að hún var í þann veginn að æsa sig heldur betur upp. - Svona, svona, kona, ég er ckkert að bera Jrér á brýn neina óráðssíu. Ekki átt ])ú sök á dýrtíðinni, eða hvað? ■— Eg hefði haldið ekki, sagði frúin mun rórri. — Hefur enginn rafmagnsreikningur komið enn J)á? spurði ég. — Nei, hu, ætli þeir séu ekki að reikna út hækunina á rafmagninu, sagði frúin. — Það á ekki að koma nein hækkun á fyrra árs eyðslu, held ég, rafmagnið kvað eiga að hæka frá áramótum að telja, sagði ég. — O, Jreir hafa einhver ráð með að hagræða Jrví, ekki trúi ég öðru, anzaði frúin. Ég lét þeirri ályktun ósvarað, enda var ég byrjaður að lesa leikdóm um Mutter ourage i Mogganum. — Skelfingar mistök eru Jretta altaf lijá honum Rósinkransi, sagði ég upp úr leikdónmum, - nú kolfellur þetta fína stykki líklega bara fyrir klaufaskap. — Það er svo sem eftir öðru, sagði frúin, áhugalaust. — Nei, hugsaðu þér bara, það er búið að finna upp meðal við timbur- mönnum, sagði ég upp úr Þjóðviljan- um. — Það var ekki vonum fyrr, kannski sumir komist þá fram úr í tæka tíð á sunnudagsmorgnana til þess að sækja mjólkina, sagði frúin spotzk.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.