Spegillinn - 01.01.1966, Blaðsíða 5
jT
Aramótabrennur—fískibatabrennur
Svo sem venja er, voru fjölmargar
myndarlegar brennur í Reykjavík og ná-
grenni um áramótin, og furðuðu margir,
er sáu bállæstina, sig einkum á því, hve
margir fiskibátar voru dregnir í þá.
Ekki er þó að efa, að kopparnir hafi
logað vel, auk þess sem þeir gáfu köst-
unum tignarlegan svip. Og er ekki bara
blátt áfram álitamál, hvort nokuð betra
verði við fiskiskipastól okkar gert en nota
hann í áramótabrennu, a. m. k. það af
honum, sem ekki er hægt að selja frænd-
um vorum, Færeyingum. Slíkt mundi
létta þungu fargi af sjávarútvegsmála-
ráðherra vorum, sem um hver áramót
verður að finna upp ný og ný bjargráð
til handa útgerðinni, og standa í smá-
skítapexi um fiskverðið. Kannski segja
einhverjir, að við verðum að gera út
til þess að veiða fisk oní’ okkur að éta.
En vér bara spyrjum: Færi ekki nógu
Vel á því að fytja inn fisk til manneldis,
t. d. frá Færeyingum, Noregi eða Dan-
mörku með öllu kexinu, sem oss berst
hvaðan æva að, svo og dönsku jólakök-
unum og súkkulaðitertunum, sem kváðu
vera eitt nýjasta og gleggsta dæmið um
hugmyndaauðgi innflytjenda og frábæra
yfirstjórn innflutningsmála vorra.
S p e g i II i n n 5