Spegillinn - 01.01.1966, Blaðsíða 20

Spegillinn - 01.01.1966, Blaðsíða 20
Klókur er Björn Oss hafa uorizt mörg bréf í hendur, þar sem bréfritarar éska eftir að vér leysum úr ýms- um vandamálum sinna og mun- um vér að sjálfsögðu bregðast vel við og leysa hin mismun- andi vandræði fólks. Vér vilj- um taka það fram strax að þjóð- hagsvandræði ríkisins munum vér ekki leysa í einu svari. Það þýðir því ekki fyrir Magnús frá Mel að skrifa okkur.. Fyrsta bréfið hljóðar svo: Kæri Spegill. Ég er fimmtán ára skvísa, og foreldrar mínir eru alveg von- lausir. Ég er með gæja á kvöld- in, en hvað heldurðu, Pabbi og mamma banna mér að vera seint úti á kvöldin. Ég verð að koma inn klukkan níu öll kvöld nema laugardaga, þá má ég vera til klukkan tíu, ef ég ei þá ekki hjá einhverjum sem pabbi og mamma þekkja. Ég er bara al- veg í öngum mlnum, eins og þú getur skilið, því að gæjinn, sem ég er svo skotinn 1, er al- veg hífandi og hótar að hætta að vera með mér, ef ég get ekki dannað gamlingjana til Ég er viss um að ef gæjinn stingur af, þá verð ég brjáluð. Elsku Spegill, hvað á ég að gera, hvernig get ég lerað karl og kerlingu svoleiðis t;' að þau skilji, að þau geta ekki hagað sér svona? Ein úti að aka. Svar: Foreldrar þínir virðast vera ágætis manneskjur, en láttu gæj- ann þinn bara róa. Við ábyrgj- umst að þú verðir ekki brjáluð þess vegna, Kæri Spegill. Ég og maðurinn minn erum hreint alveg i vandræðum út af S p e g i i I i n n 20 drengnum okkar. Við höfum allt af verið agalega góð við hann og látið hann hafa vasa-aura og svo fékk hann skeilinöðru I haust. Og þá lofaði hann að vera voða góður. En hann hefur bara stórversnað, er úti langt fram á nótt, og ef við hann er talað, þá er hann bara reiður og óviðráðanlegur. Hann gerir ekkert af því sem við biðjum hann og lítur aldrei í skólabók. Haldið þér ekki að það væri rétt að senda hann til sjós? Haldið þér ekki að hann hefði gott af því? Örvæntingarfull mamma. Svar: Auðvitað mundi bæta strákinn að senda hann til sjós, en hvort það er æskilegt að senda svona ribbalda til að vinna að þýð- ingarmiklum framleiðslustörfum Það er annað mál. Þér afsakið þó að vér tökum svo hart í ár- inni en okkar fullkomnu skip þurfa á almennilegum mönnum að halda. Við viljum gefa yður það ráð að taka af honum skellinöðruna og minnka vasapeningana. Þvl mun hann a.m.k. ekki hafa slæmt af. Kæri Spegill. Björn Pálsson auglýsir I gríð og erg gaddadekk, sem mér finnst ekki nógu góð íslenzka, a.m.k. heyrði ég aldrei talað um gaddadekk I mínu ungdæmi Geturðu ekki komið með tillögu um íslenzkara heiti? Gamalfróður. Svar. Auðvitað höfum við svar á reiðum höndum. Vér leggjum til að ,.gaddadekkin“ verði nefnd broddabarðar, sem er rammís- lenzkt heiti. 1 blöðum lesum vér, að Björn alþingismaður Pálsson, vilji ólm- ur láta skrásetja skip sitt (Húna II.) að Löngumýri en ekki á Skagaströnd og fylgir það með, að Björn vilji með þessu losna við að greiða til verkalýðsfélag- anna á Skagaströnd 1%% af kauptryggingu skipshafnarinnar. Vér segjum bara: ekki er of- sögum sagt af klókindunum hans Björns og sýnist oss þetta heillaráð hið mesta. Hitt er svo annað mál, að vér öfundum kaupfélagið á Skaga- strönd ekki, ef það skyldi nú verða að leggja fram fé (lánsfé auðvitað) til hafnarframkvæmda uppi á Löngumýri. Fæst í næstu miitvöruverzlun

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.