Spegillinn - 01.01.1966, Blaðsíða 18
Listamannaóður
Strangt er lít hjd Stephenseni,
stendur hann mjög í leikveseni.
Af sér hrinti hann eymd og sleni
listarhörpui leikur ó.
— Fallega syngut fuglínn só. —
Af því gleðjast meyjan mundi.
— Listamaðurinn lengi þar við undi.
Jóðlíts skseðan skammarblettinn
skóf af sér við Endasprettinn.
Kóketf Herdís gerðist glettin
gekk í arma Rúriks þó.
— Fallega syngur fuglinn só. —
Og vitanlega féll hann fyrir sprundi.
— Listamaðurinn lengi þar við undi.
í skókinni börðust fræknir flokkar,
frægir greifar og aðalsbokkar, ?
en Friðrik er góði greifinn okkar
gengur hann reifur vígvöll ó.
— Fallega galar fuglinn só. —
Böök þó grét og Galoway þó stundi.
— Listamaðurinn lengi þar við undi.
Pólitík er völt á vaði,
viðbrennt stjórnar-karbonaði,
þót' sífellt Bjarni sjálfum glaði
setji langar ræður á.
— Fallega galar fuglinn sá. —
Verðbólguna verja karlinn mundi.
— Listamaðurinn lengi þar við undi.
Margir á því eru hlessa
hve ungra' skálda svörf er messa.
— Einn veit ég fremur frúrnar blessa,
töluna níu treystir á,
— Fallega galar fuglinn sá. —
En nú er hættur öllu ástardundi.
— Lisfamaðurinn lengi þar við undi.
Helzt má þakka Hagalíni,
að Haralds frægðin aldrei dvíni.
Skeiðríður sínu skáldasvíni
skáldið mannlífs traðir á
— Fallega galar fuglinn sá. —
En Haraldur dró marga síld úr sundi.
— Listamaðurinn lengi þar við undi.
Norðurlandaráði raunar
ráða einkum Svíar og Baunar,
og sínum mönnum sérhver Ipanar,
sigrar Ekelundur þá.
— Fallega galar fuglinn sá. —
En Katlaskáldið enginn maður mundi.
— Listamaðurinn lítið þar við undi.
Á skáldabrautinni „skrikar" Kiljan,
þótt sverja fyrir Stalin vilji'ann,
og rauða fortíð reyni að dylja 'ann
Rússlandsdögum sínum frá.
— Fallega galar fuglinn sá. —
Þá var glatt og dúfnaveizlan dundi.
— Listamaðurinn lengi þar við undi.
Ennþá styrkinn engan fæ ég,
öllum árum að þó ræ ég.
En Norðurlandalaunin fæ ég
lengra þegar líður frá.
— Fallega galar fuglinn sa.
Herlegt verður lífið í þeim lundi.
— Listamaðurinn lengi þar við undi.
SKÁLAGLAMM
(iistar.icnnsspira)