Spegillinn - 01.05.1968, Síða 3
LEIÐARI
Unga fólkið er að rumska. Kynslóðaskipti, segja menn. Þeim ungu finnst þröngt í þjóðfélagsbúr-
inu, en einkum eru það flokksvélarnar sem standa því fyrir þrifum. Vissulega væri huggulegra að
sjá unga fólkið gneista af hugsjónaeldi flokkanna en bólgið af brennivíni og afvelta í eigin spýju
út um allar jarðir svo sem verið hefur undanfarin ár. Og það er jú gleðilegt að hinir margreyndu
stjórnmálaforingjar skuli með glöðu geði taka undir kröfur unga fólksins um rýmra athafnafrelsi,
þeir ættu bezt að vita og skilja að það er sízt af öllu metorðastreð sem ýtir ungum mönnum á-
fram á braut stjórnmálanna. Þarna er það ellin sem réttir æskunni örvandi hönd. En meðal ann-
ara orða: hvað á þetta að ganga langt. Er ekki dæmi rauðu varðliðanna víti til varnaðar, þar var
æskunni einmitt dillað og hvernig fór? Æðstu menn geystust út á strætin og vitnuðu um mis-
gerðir sínar, og allt þjóðlífið komst á ringulreið. Ekki þar fyrir að neinum detti í hug að bera vits-
munastig mongóla saman við okkar framámenn. Við höfum skjalfastar yfirlýsingar okkar manna;
þeim skjátlast aldrei. En svona hreyfing gæti orðið að sefjun, já jafnvel hér í okkar hámenn-
ingarstandi og þegar sefjun grípur um sig ræður skynsemi hvorki orðum manna né gerðum. Og
ósköp yrði nú ömurlegt til þess að vita ef stjórnvitringar eins og Jóhann Hafstein eða bara Egg-
ert legðu undir sig Lækjartorg berjandi sér á brjóst svohrópandi: Ég er ekki alveg fullkominn,
ég gerði eina skyssu.......Nei takk, við ieggjum til að höfð verði gát á þessum brjóstmylk-
ingum og þeir ekki látnir komast upp með neitt múður. Því þrátt fyrir allt: Gamlir eru alltaf elztir.
Nýafstaðið þing kratanna hefur vakið verðskuldaða athygli, þar var skipt um formann, þar voru
gerðar merkilegar samþykktir. En það sem mesta athygli vakti var mannvalið; aldrei hafa á flokks-
þingi sézt fleiri stjórar, forstjórar, framkvæmdastjórar, skólastjórar og allskonar stjórar.
Á bernskudögum lýðveldisins, meðan þjóðin var enn haldin sjúklegum heiðarleika og nánasar-
skap staðnaðs þjóðfélags langsoltinna kotunga, voru menn stimplaðir bitlingadýr ef þeim tókst
að krækja sér í sæmilega bita. Nú er þetta Ijóta orð sem betur fer horfið úr daglegu tali; þjóðin
hefur þroskazt í hagsæld og manndómi og nú heitir það að hafa „sambönd" og „aðstöðu", og
það er sjálfsögð skylda hvers manns sem ber virðingu fyrir sjálfum sér að slást fyrir þessum
gæðum enda eru þau forsenda þess að menn fái notið hæfileika sinna í velferðarríkinu. Það
hefur löngum verið talið Alþýðuflokknum til sóma hvað hann hefur hlúð vel að sínum mönnum,
en aldrei hefur þessi aðhlynning orðið eins mörgum mönnum til blessunar og undanfarinn áratug
og ber flokksþingið dásamlegt vitni þess. I þessu falli hefur viðreisnin borið giftudrjúgan ávöxt og
er sannarlega vel af sér vikið að ná wo frábærum árangri í samstarfi við íhaldið, höfuðóvininn.
Það væri verðugt verkefni þessa menningarrits að birta æviágrip með myndum af öllum þeim
sómamönnum sem sótt hafa fram til manndóms á vegum þessa verkalýðsflokks, bæði til að lof-
syngja vellukkað mannlif og til fyrirmyndar ungdóminum. Og erum við þá aftur komnir að unga
fólkinu. Auðvitað er það ekki í okkar verkahring að halda uppi starfsfræðslu, en við viljum þó
benda þessu unga og bráðláta hugsjónafólki og þá ekki hvað sízt því fólki sem hangið hefur utan
í Alþýðubandalaginu við heldur rýran kost, já benda því á að kanna vel uppgangsmöguleikana
hjá krötunum, ekki ættu sporin að hræða. Og svo er eins víst og veröldin snýst að eftirspurn
eftir stjórum fer ört vaxandi þegar efnahagsvandinn verður leystur og þess verður áreiðanlega
ekki langt að bíða.
RITSTJ.
/