Spegillinn - 01.05.1968, Síða 4
4
SPEGILLINN
£OROVDUR E. ÐÓK830M
EAFNAR3TJVBTIÍS - SIMI li’iHI
YERDLAUNAGETRAUNIN
Eins og við bjuggumst við, varð
gifurleg þátttaka í myndgátusam-
keppninni í síðasta tölublaði. Sum-
ir kvörtuðu yfir því, að skilafrest-
ur hefði verið of stuttur og munum
við taka það til greina við næstu
myndgátu, sem verður væntanlega
í 6. tölublaði. Aðrir hafa óskað
þess, að Spegillinn birti krossgátu
á síðum sínum og er það mál nú
í athugun hjá ritstjórninni. Tillögur
um efni sem þetta eru vel þegnar
frá lesendum Spegilsins, en þeim
fjölgar nú óðum.
Dregið var úr réttum lausnum á
myndgátunni, en verðlaunin voru
þrisvar fimmhundruð krónur. Rétta
lausnin var: ÞJÓÐIN GETUR EKKI
ÁN SPEGILS VERIÐ. (Þ JÓÐ ING
ETUR EKKI Á N SPEGILL — L
ESS VER IÐA — A).
Eftirtaldir heiðursmenn hlutu
verðlaun að þessu sinni: Bergþór
Jóhannsson, Hjarðarhaga 40,
Reykjavík, Jakob Ó. Pétursson,
Fjólugötu 1, Akureyri og Hallgrím-
ur Jónsson frá Ljárskógum, Búð-
ardal.
Verðlaunahöfum verða send
verðlaunin við fyrsta tækifæri, en
Spegillinn vill óska þeim til ham-
ingju, um leið og hann þakkar hin-
um þátttakendunum fyrir góðar
undirtektir (og frímerkin).