Spegillinn - 01.05.1968, Síða 9
SPEGILLINN
g
kemur, og því lætur hann vaxa
dýrindis ávexti, ekki bara kræki-
berin svörtu, heldur einnig vín-
drúfur.
Frá örófi alda hefur mannskepn-
an liðið af sjúkleika á sál og lík-
ama. Sjúkur líkami leiðir til sjúk-
leika í sálinni, en bendir þá ekki
Guð okkur á hverskonar aldin,
ávexti og kálmeti til að gera af
drykki, sem styrkja og hressa. Og
þannig hefur manneskjunni tekizt
með handleiðslu Drottins að gera
þennan drykk af aldinum hausts-
ins“.
Með hátíðlegum svip dró séra
Hómelíus úr hempuvasa sínum
risavaxna líkjörflösku, saup til-
heyrandi sopa af glitrandi vökvan-
um, hóf ásjónu til himins og var
sæll ....
Hann lagði flöskuna í grasið við
hlið sér og mælti:
„Já, ungu vinir, takmarkalaus
miskunnsemi Drottins birtist okkur
í mörgum myndum, en bezt er og
happasælast að gefa sig á vald
henni úti í guðsgrænni náttúrunni,
sem tignar dýrð Drottins og birtir
hana í jafnvel hinni smæstu pöddu.
Ó, hér er dásemdanna staðurl
Lambagrasið Ijómar og hunangs-
flugan suðar, eða fiðrildin, sem
flögra um í logninu. En niður í
læknum veltir sér gljáandi silungur
og sjórinn er kvikur af fiski og
öðru lifandi, sem lofar verk Skap-
arans. Allt er þetta ásamt fugla-
skaranum í björgunum og hverju
því sem lifir og hrærist, allt er það
Guðs handarverk. En með þessu
öllu vildi skaparinn sýna velþókn-
un sína á manneskjunni, því allt
kemur það henni að notum og
vitnar um sanna elsku vors himn-
eska föður á okkur mönnunum.
Þessvegna kveikti Guð lífið í ám
og vötnum, á landi og sjó, svo við
gætum dásamað nafn Hans. Vafa-
laust hafið þið, elsku drengir, séð
hvernig æðarfuglinn sækist eftir
því að verða fyrir skoti veiði-
mannsins og hvernig hann hnígur
í valinn og verður í himneskri náð
að gómsætri næringu manna. Og
hvað sannar það betur en safa-
mikil æðarbringan hversu smá
manneskjan er frammi fyrir Skap-
ara sínum; því án hans vilja og ást-
ar hans til okkar vanmegnugra
mannanna barna væri engum
kleift að fara svona í vasa sinn og
draga þaðan upp kollusteik vafða
í pappír, eins og ég nú geri. Ég
spyr, gæti syndum spillt mannleg
vera gert þvílíkt án guðlegrar náð-
ar?
Og þegar ég ber hnífinn í þetta,“
hélt hann áfram um leið og hann
risti sundur kollubringuna og
skóflaði upp í sig stórum bitum,
„þá fyrst geri ég mér grein fyrir
óendanlegri handleiðslu Guos og
lít náttúruna alla, fullkomnasta
handaverk Skaparans, líkt og í
svipleiftri."
Þegar hann hafði rennt niður
kollusteikinni með vænum sopa af
líkjörnum, hélt hann áfram:
„Hversu umkomulaus væri ekki
mannveran og endalausar þjáning-
ar hennar, ef Guð varnaði henni
svefns. Hvílíka dýrðarsálma mætti
ekki skálda um það þegar þreytt-
ur maður fellur í væran blund.
Hvað þá ekki fremur þegar Drott-
inn ann honum endurnærandi
blundar undir berum himni mitt í
guðsgrænni náttúrunni, þar sem
hann sofnar með bænir á vörum
í dýrð Drottins