Spegillinn - 01.05.1968, Page 11

Spegillinn - 01.05.1968, Page 11
11 SPEGILLINN V? Það er ekki nema eðlilegt að ævisögur snillinga séu festar á blað. Hvar ætti svo sem að festa þær annars staðar? Oft rita aðrir menn sögur slikra manna, ýmist fyrir eða eftir dauða mikilmennisins. Stundum skrifa stórmennin sögu sína sjálf um það leyti, er þau eru að renna æviskeiðið á enda, ævinlega þó fyrir dauðann. En sjaldan hefur æviferill manna verið tekinn saman meðan þeir eru á unga aldri og ekkert far- ið að hilla undir endalokin. En Bítlarnir hafa löng- um sannað, að þeir eru ódauðlegir. Það var því ekki eftir neinu að þíða með ævisögu þeirra, en ■hún hefur nú verið send öllum blaðaútgefendum heims, nema útgefendum Spegilsins. Reyndar héldu margir að farið væri að halla undan fæti fyrir þeim (þ.e. Bítlunum), en það tók þá ekki langan tíma að undirstrika ódauðleika sinn, nánar tiltekið sjö mínútur með laginu ,,Hey Jude". Bítlarnir hafa fullyrt, að þeir séu vinsælastir allra nú- og þálifandi einstaklinga, og ýmsir hafá að auki staðhæft, að þeir séu einnig frægastir. Myndirnar að ofan sýna viðleitni foringja næst- frægustu hljómsveitar Breta, The Rolling Stones, en um þá hefur verið sagt, að þeir eigi skilið að verða grafnir í virðingargrafreit — lifandi. Myndin að neðan er af komu Bítlanna til himna- ríkis, ef þeir skyldu, þrátt fyrir allt, reynast dauð- legir. ÞIÐ GET1Ð TRLIÐ FOLKINU trú un.... ... fíÐ ÞIÐ SÉUÐ VltJóSLLI EN V\Ð..} EN. ... SRNNLEfrR EG, y ÐUR... ... VIO ERUM MÚ FR&GRRI.

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.