Spegillinn - 01.05.1968, Síða 17
SPEGILLINN
17
ÞRJÁR
BÓKAFRÉTTIR
rnnrnm
VERÞUf? ÓBAR4NN
BISKUP
SIGURBOORN
MORGUMSTUND
GEFUR GULL
I MUND
KR. KEELER
r
MYNDLISTARGAGNRÝNI
Nú eru liðnir rúmir þrír mánuðir síðan erlendur
sveinn hermannsson hélt síðustu málverkasýningu
sína I Hringsalnum, en þrír mánuðir milli sýninga
þykja alllangur tími nú til dags. erlendur lærði á
sínum tíma I handlistaskólanum og lauk þaðan
námi á skömmum tíma. Eftir það fór hann til París-
ar og drakk þar bjór veturlangt og lagði síðan leið
sína til Italíu til að skoða vertshúsin þar og kynna
sér næturlíf Rómar. erlendur hefur getið þess rétti-
lega í blaðaviðtali, að ekkert atriði sé að skoða
listasöfn I útlöndum, en hitt sé nauðsynlegra, að
kynna sér mannlífið á þessum stöðum og það hef-
ur hann iðulega gert síðan námsferli lauk.
Myndir þær sem erlendur sveinn sýnir að þessu
sinni eru allar unnar út frá sama temanu, eða form-
inu, og skyldu sýningargestir gæta þess vandlega
að hefja skoðunina á réttum stað, þ.e.a.s. að byrja
að skoða mynd nr. 1 og halda síðan skoðuninni
áfram réttsælis. Með þvi móti einu getur áhorfand-
inn skilið þróunina I list erlends sveins. Mynd no.
3 finnst undirrituðum einna sterkust I forminu, þar
byrjar sú útþensla þess sem síðar á eftir að hafa
svo afdrifaríkar afleiðingar. Ljóðrænn litur þess-
arar myndar færir oss heim sanninn um það, að
erlendur sveinn vex með hverri raun, ef svo mætti
að orði komast. Hið kosmiska rúm I mynd no. 1
gefur til kynna ómælisvíddir þess óþekkta, en mál-
arinn er ekki I rónni fyrr en honum.hefur tekizt að
uppfylla þetta rúm og kemur það bezt fram I mynd
no. 6 sem er síðasta myndin á sýningunni.
Þess má að lokum geta að allar myndirnar eru
fyrirfram seldar, og er það Listasafn Islands sem
kaupin gerði. Ég verð að láta I Ijós aðdáun mína
á sýningarnefndinni fyrir þá framsýni sem lýsir sér
í þessum kaupum, en geta má nærri hversu dýrt
það hefði orðið fyrir listasafnið að ná í restina af
myndunum hefði það aðeins keypt eina þeirra, en
hver heilvita maður getur séð að myndirnar verða
að standa saman. Að lokum vil ég hvetja allt hugs-
andi fólk til að sjá þessa sýningu og óska hinum
ört vaxandi listamanni til hamingju. (Hann er nú
169'/2 cm á hæð).
Týri Tursson.
- NN