Spegillinn - 01.05.1968, Page 28
23
SPEGILLINN
HVER FANN
KÓLUMBUS?
Humphrey forsetaefni hefur
stungið rýtingi í Kólumbus og þar
með er deilan um fund Ameríku
komin inn í heimsmálin. Formaður
ítalska sögufélagsins hefur skorið
upp herör meðal Itala sem eru
fjölmennastir Evrópumanna þar í
álfu og fyrirskipað þeim að snúast
gegn hnífstungumanni og er ekki
að efa að hinir blóðheitu Suður-
landaniðjar munu bregðast vel við
og verja heiður landa síns Kol-
umbusar. Kemur fyrir lítið þó Is-
lendingar þar vestra og aðrir nor-
rænir menn haldi fram óyggjandi
sönnunum fyrir Leifi heppna, þetta
er lýðræðisland eins og allir vita
og meirihlutinn ræður. En í tilefni
af þessum atburðum leyfir Speg-
illinn sér að birta stórmerka rit-
smíð sem fjallar um efnið en hún
er að mestu leyti eftir vin okkar
Art Buchwald.
Meðan við hin erum enn einu-
sinni komnir í hár saman út af
fundi Ameríku, þá hefur brotizt út
rimma meðal Indíánaættbálk-
anna um það hverjir hafi fyrstir
fundið Koiumbus.
Ættarhöfðingi Hvítu Haukanna
hefur nú alveg nýlega lagt fram
rök fyrir því að forfeður hans hafi
fyrstir allra heilsað Kolumbusi þá
hann sté á land og meira að segja
óvéfengjanlegar sannanir fyrir máli
sínu með því að leggja fram sam-
tal það sem hér fer á eftir ritað á
antílópuskinn.
„Heill þér Hvíti höldur", mælti
höfðinginn Stóri Haukur um leið
og Kolumbus drattaðist upp fjör-
una þungur af seltu og valtur af
sjóriðu. „Hvað rekur þig á okkar
fund hingað til Vínlands?"
Sagt er að Kolumbus hafi glugg-
að í kortin sín og mælt: „Vínlands?
Ég sem hélt að þetta væri Álfan
ófundna".
„Svo hefði mátt kalla hana þar
til Leifur heppni fann okkur."
„Ha? Þekkja einhverjir þá
sögu?"
„Ekki aðrir en ég og þú og svo
náttúrlega munkarnir sem teiknuðu
sjókortin."
„Get ég treyst þagmælsku þinni
Indíamaður?"
„Indíamaður? Hverskonar nafn-
gift er það nú?"
„Jú sjáðu til. Ég lofaði Isabellu
drottningu því að finna nýja leið
til Indíalanda. Hér er ég. Og þú
hlýtur að vera Indíamaður eða
indíáni ef þér líkar það betur."
„Og hvað ert þú fyrir nokkuð
Hvíti Höldur?"
„Ég? Ég er Kolumbus landkönn-
uður, kynjaður frá Italíu hinni
mjóvu".
„Gott", mælti höfðingi Hauk-
anna, ,,og munum við héðan í frá
nefna árdag þennan Kolumbusar-
dag þér til heiðurs".
„Góð þykir mér þín kurteisi Indí-
áni. Og mun ég nú leggja undir
mig land þetta allt ásamt eyjum og
útnesjum og geri ég svo í nafni
Spánardrottningar".
Nú leit höfðingi Haukanna rann-
sakandi augum á Kolumbus og
mælti:
„Maður gæti haldið að þú værir
klepptækur Hviti höldur".
„Nú, hversvegna segir þú það?"
„Jú sjáðu nú til. Þetta er okkar
eigið land. Við komum hér löngu
fyrr öðrum mönnum, reistum hér
byggðir og bú og það sem víst er:
Spanjólar viljum við ekki vera."