Spegillinn - 01.05.1968, Qupperneq 29

Spegillinn - 01.05.1968, Qupperneq 29
SPEGILLINN 29 „Já en góði maður, skilurðu ekki að við erum vinir ykkar. Við erum hingað komnir til að hjálpa ykkur, mennta krakkana ykkar, reisa skóla, spítala, vegi, brýr. Við mun- um veita ykkur það sem kallað er erlend aðstoð, birgja ykkur upp af vopnum og góðum stríðsbúnaði svo þið getið varið ykkur og verið frjálsir menn í frjálsu landi." ,,Okkur finnst að við séum á- gætlega frjálsir eins og við erum". „Uss, ekkert píp vinurinn. Láttu okkur alveg um það hvað ykkur er fyrir beztu. Og vel á minnzt. Hvar eru spæjaramir?" „Spæjararnir, hvað áttu við Hvíti höldur?" „Láttu ekki svona lagsi, hér hlýt- ur að vera gnótt spæjara, einhverj- ir hafa frætt ykkur á því að þið heitið indíánar, ha?" „Já, en við heitum alls ekki indí- ánar. Það er þú Hvíti höldur sem gafst okkur þetta nafn. Ég held þú sért ekki búinn að átta þig á því hvar þú er staddur á hnettinum." Höfðinginn benti á réttan stað á kortinu. „Og Kúba?" Aftur benti höfðinginn. „Nú — þá ættu Bahamaeyjar eftir öllum sólarmerkjum að vera hér. Ja mikill asskoti lagsmaður. Hvers vegna fór ég ekki beina leið þangað ha?" „Sennilega af sömu ástæðu og aðrir, ferðamannatíminn er ekki byrjaður hjá þeim og þessvegna ósköp dauft þarna niðurfrá?" Þá mælti Kolumbus landaleitir þessum orðum: „Nú skaltu Ijúfur- inn púnga út öllu þínu gulli svo og ættmenna þinna og muntu þá lífi halda". „Þið hvítskinnar eruð okkur rauðskinnum bjargvættir miklir og veit ég ógerla hvernig við getum launað ykkur svo sem vert er.“ Um leið og Kolumbus bjástraði við að sekkja gullið mælti hann svofelldum orðum og var þá ekki beint smáfríður framaní sér: „Ég ætla að ráðleggja þér kall minn að minnast aldrei framar á Leif þenna heppna, enda þótt hann hafi verið góður sjóari svo sem gamlar bækur herma, þá hefur hann á- reiðanlega komið til einhvers ann- ars lands en þessa því ekki hef ég fundið neitt sprútt hérna. Ég er hræddur um að piltar mínir myndu ekki spara ykkur rispurnar ef ýað væri að því að ég sé ekki sá fyrsti sem stígur hér á land." „Kvíddu engu um það Kolum- bus sæll. Við munum þegja; sá einn sem þetta fær að vita er arfi minn Litli Haukur". „Og hvar er hann niðurkom- Vnn?“ „Hann er að stúdera veraldar- sögu í Boston".

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.