Spegillinn - 01.05.1968, Qupperneq 30

Spegillinn - 01.05.1968, Qupperneq 30
30 SPEGILLINN ^PfíD JÓNATAN I litlu, óhrjálegu kofaskrifli bak við húsin í Vesturbænum býr hann einn með kðttunum sinum, þrjátíu og fjórum köttum. Þarna hefur hann búið að mestu síðan hann kom að vestan, en enginn veit lengur hvenær það var, hann veit það ekki einu sinni sjálfur. Blaða- manni lista- og kúltúrdeildar Speg- ilsins er boðið til þátttöku í Ijós- broti litanna innan fjögurra veggja kofaskriflisins. Eins og vera ber banka ég á dyrnar, sem sjálfkrafa opnast með ;agötu krístílegu ískri, og stíg inn- fyrir .... MJAÁAAAAAAáááá .... ofan á skottið á einum kettinum. — Fáðu þér sæti, segir hann með þá lífsgleði í rómnum, sem hæfir stóru barni í litlu kofaskrifli með hurð, sem ískrar á lömum. — Þú færð kaffi og tvíbökur, segir hann, áður en ég sýni þér listaverkin mín. Hann er lágur vexti með allt- of stórt höfuð, lítið yfirskegg und- ir rósóttu kartöflunefinu og heitir einmitt það sem hann lítur út fyrir að heita, eða Jónatan Vestmann, enda að vestan. Hann hellir lútsterku sjóarakaffi I skítuga könnu, strásykur og moli samanhrært í gamalli fiskbollu- dós, það leynir sér ekki að hér býr snillingur. Á meðan Jónatan leitar að tvíbökum, leita ég að orð- um til að hefja viðtalið. Það verð- ur að hefjast á óvenjulegan hátt, eins og hæfir slíkum viðtölum, minnist þess að góðir rithöfund- ar hafa einmitt byrjað feril sinn á óvenjulegum viðtalsbyrjunum. Þessvegna segi ég: — Þú ert að vestan Jónatan .. . — Já, ég veit það, svarar Jóna- tan. — Humm, hvaðan að vestan, Jónatan? — Það veit ég ekki. Það eina sem éfl veit er að ég er alinn upp á vestfirzkum steinbít, en kannske ég hafi aldrei verið fyrir vestan, eða hver er að vestan og hver er ekki að vestan? Ha. Getur þú kannske sagt mér það góði. Eru ekki allir að vestan? — Jú, humm, það getur svo sem vel verið, en ég hélt .... — Maður á aldrei að halda neitt, maður á að vila alltl! — Já auðvitað á maður að vita allt, en .... — Það er ekkert en, en ég skal sýna þér myndirnar mínar. Og Jónatan gengur að mynda- stafla sem stendur upp við einn vegginn og tekur fram eina mynd- ina sína. Þetta er afar falleg mynd í skærum infrarauðum lit. — Þessi mynd heitir Sólarlag við Sælubraut, segir Jónatan og gýtur á mig augunum og fitjar upp á nefið. Ég málaði hana vestur í bæ. — Er nokkur Sælubraut í Vest- urbænum, spyr ég eins og fávís kona. — Hvaða máli skiptir það? segir Jónatan. Sælubraut getur verið hvar sem er og hvenær sem er. Það eru allar brautir sælubrautir ef svo stendur á, segir hann og er höstugur í rómnum. — Þetta er afar falleg mynd og sannfærandi, segi ég sannfærandi í þeirri von að hafa ekki móðgað listamanninn. Jónatan dregur aðra mynd út úr staflanum. Mér sýnist aðalhluti myndarinnar vera brún klessa með blárri umgjörð. I baksýn er eitt- hvað sem minnir á fjóshaug. — Þetta er nýi skemmtigarður- inn í Elliðaárvoginum, segir Jóna- tan og bendir á brúnu skelluna. I baksýn er Esjan, segir hann og bendir á klessuna sem ég hélt að væri fjóshaugur, en auðvitað sé ég strax við nánari athugun að þetta er hin síbreytilega og fagra fjalla- drottning Reykvíkinga. — Hefurðu málað margar mynd- ir af Esjunni, spyr ég varlega, minnugur þess hve hættulegt get- ur verið að styggja listamenn með kjánalegum spurningum. — Ekki síðan hún var seld úr landi, svarar Jónatan og ég er því fegnastur að minnast ekki á fjall í þessu sambandi. Jónatan tínir fram hverja mynd- ina á fætur annarri og ég geri var- legar athugasemdir um fegurð þeirra og áhrifamátt. Loks dregur Jónatan fram mynd sem mér sýnist áreiðanlega vera af konu. — Þetta er konan mín fyrrver- andi, segir Jónatan, en ég er ekki ánægður með svipinn á henni. — Þetta er stórkostleg mynd, segi ég hrifinn, þvílík kona, svo góðleg og gáfuleg á svipinn. Ég rankaði við mér úti á götu með blindramma um hálsinn, en sundurtætt málverkið af konunni hans Jónatans fyrrverandi blakti um höfuð mér fyrir austrænni síð- sumargolunni og fyrir augum mér svifu fagurlitar stjörnur þessa bjarta haustmorguns. Ps. Ritstjórinn var sérlega á- nægður með endinn á viðtalinu og sagðist ekki einu sinni treystá sér til að enda viðtal á slíkan snilldarhátt sjálfur. Qjón.

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.