Spegillinn - 01.11.1970, Side 11

Spegillinn - 01.11.1970, Side 11
Brezkur miðill læknaði fót- meiðsli Hermanns Læknar sögðu honum að reyna ekki á fótinn Morgunblaðið hafði sam- band við Hermann i gær, og staðfesti hann frásögn blaðs- ins í öllum meginatriðum. Hann kvaðst hafa meiðzt í Nei, ég veitaekki. Ég er ekkert kirkjurækinn eða andatrúaður. En hvað á maður að halda. Ég var sona gjörsamlega bilaður í fætinum þarna eftir geimið í Eisenstadt og tókst bara engan veginn að skora, hvaða aðferð sem ég notaði. Það var farið að grafa í honum og hvaðeina. Svo hitti ég þennan Hambling, og hann sagðist ætla að senda til mín lækni, sem hann þekkti. Ég trúði ekkert áetta og fór bara úr vinnunni, þegar Drangur kom, og fór heim að sofa, alveg að drepast. Þá dreymir mig þennan líka litla draum. Það kernur til mín kona. Þessi líka ógurlega gyðja. Ég þykist nú þekkja þær þarna fyrir norðan, en ég var alveg klár á því, að þessi hefði aldrei gefið sig í björtu. Svo bara hefur hún engar vöflur á sér, heldur hendir sér yfir mig. Ég engist þarna sundur og saman. Svitna eins og brauð í bakaraofni. Það var eins og við manninn mælt, bara svona eins og hendi væri veifað, konan er horfin og allur illur vessi úr fætinum skekinn . . . 11

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.