Spegillinn - 01.11.1970, Side 10
SMÁAUGLÝSINGAR
Nokkrir línuverðir verða ráðn-
ir til vörslu aðalrafstrengsins
milli Laxárvirkjunar og Akur-
eyrar í vetur. Verða að vera
þaulvanir Knúta-sérfræðingar.
Stjórn Laxárvirkjunar.
Lærið að synda.
Ekkert.
Lærið að hjóla.
Klemens.
Tek að mér að gæta hagsmuna
Islands gagnvart dótturfyrir-
tækjum erlendra auðfélaga.
Skilyrði er, að ég fái síðan sæti
í stjórnum viðkomandi félaga.
Hjörtur Torfason.
Ef ykkur vantar forsætisráð-
herra, þá munið að velja mann,
sem hefur gegnt miklum fjölda
opinberra embætta.
Gunnar Thoroddsen.
Viðtalstími minn í boxunum á
pósthúsinu verður framvegis
frá 9 til 7. Menn eru vinsam-
lega beðnir að hafa með sér
stóla.
Sverrir Bernhöft.
Sem yfirmaður opinberrar eftir-
litsstofnunar get ég bætt við
mig formennsku í fleiri hags-
munasamtökum í fiskiðnaði,
Þórður Þorbjarnarson.
Þar sem undirritaður er ósköp
venjulegur jarðbúi, verður
hann að játa, að hann hefur
ekki hugmynd um, hvert skáld-
ið er að fara með Kristnihaldi.
Hættulegt er að höggva eink-
um og sérílagi nærri sjálfum
sér.
Andreu Dóri.
Það var ekki ég, sem var rænd-
ur úti á Spáni.
Tolli.
Ljóðabók Eysteins skálds Sig-
urðssonará Arnarvatni: „Bless-
uð sértu bomban mín“, er
komin út.
Náttúruvernd.
Tveir sýslumenn óska eftir nýj-
um stjórnmálaflokki með mikl-
um framamöguleikum.
Poste restante Borgarnesi
og Blönduósi.
Tek að mér að skipa fjarstadd-
ar húsmæður í skólanefndir.
Áskilinn réttur til að draga
skipunina til baka umsvifa-
laust, ef dagblaðið Vísir fer að
röfla.
Gylfi Þ. Gíslason.
Því miður geta ekki fleiri keypt
miða í Happdrætti Alþýðu-
blaðsins, þar sem einn stór
kúnni kaupir allan lagerinn.
HAB.
Skipun Auðar Auðuns skiptir
engu fyrir rauðsokkur. Tek að
mér ráðherraembætti.
Vilborg Dagbjartsdóttir.
Lfndirritaðir’ 80 kennarar för-
um þess á leit við menntamála-
ráðherra að hann veiti Gunn-
ari Thoroddsen laust embætti
teiknikennara á Drangsnesi.
Stuðningsmenn í kennarastétt.
Félagsmenn eru beðnir að at-
huga, að við förum ekki í tvö
verkföll á ári nema þriðja hvert
ár.
Hið íslenzka prentarafélag.
Hér með tilkynnist, að sam-
kvæmt reglugerð er ekki um
neina neyzlu fiknilyfja á íslandi
að ræða.
Lögreglustjóri.
Engeyjarættin auglýsir eftir for-
sætisráðherraefni, því að Geir
almáttugur er ekki nógu góður
og Jóhann ekki nógu þægur.
Sveinn Ben.
Eftir breytingarnar á Leikhús-
kjallaranum sé ég ekki, að
neinn maður í landinu sé nógu
fínn til að koma þar inn,
nema ég. Hefur því þjónustu-
pakkið verið rekið og gestum
er algerlega bannað að ónáða
mig.
Svanur.
Læknafélag íslands hefur á
fundi sínum samþykkt, að það
eigi sér aldrei stað, að læknar
gefi tilvísanir á eiturlyf.
Læknafélagið.
Þeir Alþýðubandalagsmenn,
sem hyggja á framboð, eru
beðnir um að hafa sem fyrst
samband við Ferðalaga- og
viðtaladeild útvarpsins.
Stefán fréttamaður.
Þær blómarósir, sem ætla að
sitja fyrir á nektarmyndum mín-
um vegna dagatals árið 1971,
eru beðnar að láta mig vita sem
fyrst. Skilyrði, að um spjallaðar
meyjar sé að ræða.
Gísli Gíslason,
Vestmannaeyjum.
Vil kaupa notaðar kennslubækur
í ensku og dönsku. Glósur verða
að fylgja. Tilboð sendist í sam-
göngumálaráðuneytið fyrir 1.
okt. n.k. merkt „Forsætis-?“
Póstbáturinn Drangur er til sölu
strax, ef viðunandi styrkur fæst
ekki á næstu fjárlögum. Til-
gangslaust er fyrir Norðlendinga
eða Guðjón Teitsson að leita eftir
kaupum. Upplýsingar á Hótel
Barðstúni á Akureyri eða Hótel
Borg í Reykjavík næstu vikur.
Steindór Jónsson.
Tek að mér að koma rótgrónum
fyrirtækjum á hausinn fyrir rif-
lega þóknun. Er bráðum búinn
með Ríkisskip. Get bætt við mig
fleiri verkefnum.
Tómas. P. Óskarsson.
Óska eftir góðri aðstöðu með
fögru útsýni fyrir öskuhauga
Akureyrar.
Ingvar Gíslason.
Þar sem menn virðast ekki hafa
tekið alvarlega auglýsingu mína
um bann við neyzlu áfengis innan
veggja bankans í vinnutímanum,
eru tilmælfmín hér með itrekuð.
Þetta er lokaaðvörun mín.
Stefán Hilmarsson.
„Ég var erfðaprinsinn" heitir ný-
útkomin bók Jónasar Haralz.
Fæst hjá öllum vinstrisinnuðum
íhaldsmönnum.
Smáraútgáfan.
Lesið um framhjáhald Martin
Luther King í Morgunblaðinu.
Erum ávallt á Varðbergi.
Árvakur hf.
10