Spegillinn - 01.11.1970, Side 12

Spegillinn - 01.11.1970, Side 12
EKKERT OG AFREKIÐ Leiddist mér hjá landkröbbonum, lúsablesum og tíkarsonum, innan um fúna fundarsnata, fýlupúka og bírókrata. hugur minn til hafsins seiddi, hvar þorska fyrrum afi veiddi. Það hef ég aðeins augum barið, en aldrei út á farið. Að sœnskum höfnum vildi hyggja og hollráð útlenzk þiggja. Horf á skipin lest' og landa, líta vel til beggja handa, hvernig slakað er og halað, svo heima gœti um það talað. Svo ég er að sullast þetta. sé ég tvo af bryggju detta. Eins og elding út á bakkann, af mér tíndi bindið, jakkann, í forina því öllu fleygði. A floti í sjónum kolla eygði. Eins og ör í sjóinn stökk ég. Upp að eyrum sökk ég. Drjúgan saup ég skolpið salt. Svarið get ég, mér var kalt. Vissi mig í vanda staddan, af veizluföngum þungan, saddan Minnist þá í þöglum orðum þrekvirkjanna Grettis forðum, er hann þreytti eyjasundið með eldfatið um herðar bundið. Dirfsku fékk ég þá til dáða, dró ég þá að landi báða. Þegar þrekið var að þrjóta og þreytu dró til hand' og fóta, hét ég á guð og góða krata. Slíkt gagnar þeim, sem ekki rata. Restin var mér léttur leikur. Við Ijósmyndara hvergi smeykur. Og við þá ósk var ekki laust, að ég vildi láta kjósa í haust. 12

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.