Spegillinn - 01.11.1970, Side 6
Liðsafnaðurinn var engu minni
en hersveit Júlíusar Hafsteins
um árið, þegar Þjóðverjarnir
komu í heiðina. Og vígaskjálft-
inn engu minni, vopnin ennþá
hvassari, skóflur og hakar. Starra
hraus hugur í brjósti. Hann mun
eiga eftir að yrkja úr þessu
dýnamiskan Leirhaus.
Og þegar sól var sezt, hófst bar-
daginn. Hersveitin tók í einu
áhlaupi öll vopnabúr íjandmann-
anna. Réðust Mývetningar inn
í hella og skúta með bauki og
bramli og höfðu þaðan út
sprengjur og þræði. Áhlaupið
var enn sneggra en hjá ísraels-
mönnum um árið. Reyk lagði
uppaf Miðkvíslarvirkinu. Mafiu-
•foringjar Laxárvirkjunar stumr-
uðu yfir jeppum sínum úti í mó-
um og veifuðu friðarblæjum.
Flestir héldu þeir sig þó í fjar-
lægð og horfðu á mökkinn stíga
upp af rústum sínum.
Mývetningar grétu. Þeir þó mest,
sem fjarri voru þessum stór-
merkjum, svo sem Þráinn Skútu-
staðaskólastjóri. Allir gengu vel
fram í bardaganum. Mönnum
kom saman um, að klerkurinn
hefði þó verið skotdjarfastur.
Mun hans framganga lengi í
minnum höfð.
Þeir sveitungar höfðu skamma
viðdvöl þar við Kvíslina, storm-
uðu heim á næstu bæi og lýstu
vígum á hendur sér. Einn fyrir
alla og allir fyrir einn. öllum
mátti ljóst vera, að þar yrði við
ramman reip að draga um eftir-
málin.
Seint um síðir risa þeir Lax-
virkjar úr rekkju. Það var fá-
mennt lið og óburðugt. Láta
þeir boð út ganga um sveitir
norðanlands og kalla menn til
liðs við sig. En fáir vildu eiga yfir
höfði sér reiði Mývetninga. Þar
voru Óttastaðir kallaðir, hvar
þeir Laxvirkjar höfðu búið um
sig. Knútur skalf. Nú voru góð
ráð dýr. Hvernig mátti hrinda
ysttí’/yc’^Þ/y/G/ ro ///£■;/ljás //oA/urr.
þessari árás spellvirkjanna úr
Mývatnssveit. Ákallaði hann nú
landsins drottna, ráðherra og
þingmenn og bað þá senda fógeta
á andskota þessa.
Lengi virtist engum lögum yfir
Þingeyinga komið. Fógeti þeirra
stóð fastastur fyrir og sagðist
engin lög vilja hafa utan hnefa-
réttinn.
Loks fékkst strákur nokkur til
ferðar norður til að koma lögum
yfir spellvirkja. Hann hafði um
langan aldur hírzt undir handar-
jaðri Gaflara og ekki fengizt við
annað en smáglæpi og barna-
JaexkuK/NM iár skotdjarfastur
6