Spegillinn - 01.11.1970, Side 30

Spegillinn - 01.11.1970, Side 30
HRÚTURINN: Víst hefur þú vonda gigt í vinstri mjöðm, en getur þó huggað þig við, að verri er sú í hægri öxl. Fáðu tilvísanir til fleiri sérfræð- inga. Örorkuprósenta þín er ekki nógu há. Varaðu þig samt á læknunum, sem segja það upp í opið geðið á þér, að þú sért ímyndunarveikur. Það eru þeir, sem eru ruglaðir. NAUTIÐ: Þú hlýtur að sjá, að þú getur ekki verið normal, búinn að vera tvö ár í Alþýðuflokknum og ekki enn kominn í neina nefnd. Snúðu þér heldur að hassinu. Yfirgefðu pakkið og setztu að í kommúnu. Þjóð- félagið skuldar þér lífsviðurværi og getur ekki ætlazt til þess, að þú gangir í flokkinn til þess. Prófaðu LSD. TVÍBURARNIR: Þú stundar ekki nægar íþróttir. Trimmaðu meira. Þú fékkst aðeins eyrnarbólgu af sundinu og misstir jafnvægisskynið af skokk- inu. Þetta dugir engan veginn. Ef þú vilt láta Tryggingastofnunina blæða eins og hún á skilið, verður þú að leggja stund á fleiri íþróttir. Bezt er að hlaupa upp og niður stigana. KRABBINN Það er mikill misskilningur hjá þér að vera með komplexa út af því, hve gaman þú hefur af „kúki og pissi“. Færðu þér heldur þessi áhugamál í nyt. Farðu að skrifa niður óra þína. Blandaðu klámi saman við og fáðu Ragnar í Smára til að gefa bókina út. Silfurhesturinn er á næsta leiti. LJÓNIÐ: Leti þín og ómennska eru komin á svo hátt stig, að ekki er um annað að ræða fyrir þig en sækja um prófessorsstöðu við háskólann, svo að þú getir strax setzt í helgan stein. Sértu þrasgjarn með afbrigðum, þá skaltu sækja um í íslenzkum fræðum. Verði umsókn þinni hafnað, neyðist þú til að ganga í Alþýðuflokkinn. MEYJAN: Úr því að þú fékkst ekki þetta vel borgaða sveitarstjórastarf, er Ijóst, að hvergi eru auðfengnir peningar á lausu, nema þú gerist njósnari fyrir Rússa. Lærðu að fljúga og keyptu mikið af holum skrúfblýöntum. Hafðu síðan samband við Mats Vibe Lund og fáðu hann til að kenna þér listirnar. Láttu þér ekki verða kalt. „Nú þurfum við að fara að kenna ungum mönnum aJLhigða torfbæi" — scgir þjódminjavördur — miklar endur' gcrdar i sumar á torfbæjum safnsins, illa farnir eftir vætutibina htssu orönir mcnn sem kunna þaö I PÓSTHÓLF 594 Til lögreglustjórans í Reykjavík c/o Spegillinn VOGIN: Farðu varlegar í framhjáhaldinu. Maki þinn er farinn að halda uppi spurnum um ferðir þínar. Hann má ekki komast að hinu sanna. Hann veit nefnilega ekki enn, að þú ert öfugur. Þú verður að dylja um- hverfmu veikleika þína. Farðu í bíó og sjáðu allar klámmyndirnar, svo að þetta geti lagazt. DREKINN: Það er ekkert vit í að láta þessi vanþakklátu og heimtu- freku börn erfa íbúðina, sumarbústaðinn, bílana og allt hitt draslið. Seldu þetta allt saman hvert af öðru fyrir brennivíni. Þá getur þú drukkið fyrir hálfa milljón á ári. Njóttu sjálfur erfiðis þíns. BOGMAÐURINN: Þú veitir ónáttúru þinni ekki næga útrás. Komdu því inn hjá forstjóranum, að hann eigi séns í prófkjörinu og geti jafnvel orðið formaður spjaldskrárnefndar flokksins. Komdu honum fyrir rest á Strandhótel og taktu sjálfur við starfi hans. Sofðu frameftir. STEINGEITIN: Kynórar þínir eru farnir að koma þér í vanda. Snúðu þér heldur að snobbinu. Mundu, að betri er hálfur skaði en enginn. Gakktu samt ekki í Alþýðuflokkinn. Það er ekki öll von úti enn. Haltu málverka- sýningu í Mánakaffi og í Landsbankaútibúinu. VATNSBERINN: Rífðu þig upp úr eymdinni og farðu að búa uppi í sveit. Keyptu niðurgreiddar landbúnaðarafurðir og seldu þær í kaupfélag- ið. Lærðu að kveina. Þú skalt ráða viðskiptafræðing til að annast styrkja- umsóknirnar. Fáðu þér svo þýzka og haltu þér við rúmið eftir það. FISKARNIR: Það er alveg rétt, að foreldrar þínir skilja þig ekki. Pening- ana fyrir hassinu tekurðu úr veski gamla mannsins í kvöld. Seldu Jóa systur þína fyrir næsta skammti. Svo geturðu byrjað á heimilistækjunum. Gamla pakkið hefur gott af því að blæða svolítið. Hef móttekið heiðrað bréf yðar helgað stöðumœli nr. 77 í Pósthússtrœti. Ekkert botna ég í þessu antisnobbi yðar. Eða þekkið þér ekki venjulega bíltík frá almennilegum bíl? Hvað kemur yður til að halda, að svo glœsileg bifreið, sem hér um rœðir, lúti sömu lögum og venjulegar bíltíkur almúgafólks ? Já, svo yður hefur borizt skýrsla um, að ég hafi lagt bifreið minni heldur lengur en gengur og gerist almennt um venjulega bíla. Ekki veit ég betur en, að mín bifreið sé bceði lengri og þyngri en almennar bíltíkur, og sé ekki betur en, að eðlilegt sé að fara að einhverju leyti eftir þyngd og stœrð. Hvað hefur eitt kortér að segja á milli vina ? Góði, verið nú ekki að þessu þrasi, hver hefur ekki séð yður og menn yðar vera að sparka í stöðumœla ? Ég lofa yður því að hrósa yður í hvers manns eyru, ef mér verður sleppt við greiðslu sektar. Manstu ekki eftir fundunum í Hitló í gamla daga ? Yðar einlægur 30

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.