Spegillinn - 31.12.1970, Side 26

Spegillinn - 31.12.1970, Side 26
Loks getum vér, vesælir mörlandar, hætt að líta á styrjöldina í Vietnam sem áhugaverðustu styrjöld vorra tíma. Nú hefur annar og miklu áhugaverðari ófriður hafizt og það meira að segja rétt undir túngarði vorum. Hér er átt við „Buxnastríðið mikla“ sem nú geisar í útibúi Þjóðbanka íslands. Mun það samdóma álit allra sanngjarnra manna, að Buxnastríðið mikla geri Víetnam styrjöldina að hreinum hégóma í sam- anburði. Kvenfólk vorra tíma berst á ótrú- legustu vígstöðvum. Rauðsokkur krefj- ast fullrar viðurkenningar í viðleitni sinni við að sjá fyrir ómálga eiginmönn- um; kvenfólk Vestfjarða berst dyrir bættri fæðingarhjálp; og konur í Sviss berjast á móti auknum réttindum, sem karlpeningur þarlendur vill troða upp á þær, svo sem kosningarétti og öðrum ósóma. En konur Þjóðbankans berj- ast fyrir þeim langsóttu réttindum að fá að vera í buxum. Upphaf þessarar ósvífnu baráttu mun vera það, að kvensnift ein, ómerkileg- ur þræll í Þjóðbankanum, tók upp á þeirri svívirðu að mæta til vinnu í skálmalöngum buxnaskratta. Var glæp- ur þessi framinn í fyrsta kuldakasti vetrarins og taldi kvensniftin, að sakir móðurlífskvilla væri hún betur varin gegn neðanblæstri í slíkum búningi. Deildarstjóri stofnunarinnar sá strax, að hér væri siðferðinu hætta búin. Skipaði hann konunni umsvifalaust að fara til síns heima og hafa fata- skipti. Væru buxur algjör bannvara í stofnuninni. Uppreisnargjarn kven- maðurinn vildi eigi hlíta slíkum úr- skurði og vísaði málinu til kynsystra sinna í stofnuninni. Vildu þær eigi hlíta úrskurði yfirmannsins og ákváðu að mæta allar til vinnu í buxum með síðum skálmum. Sá nú deildarstjórinn að hér dugðu engin vettlingatök. Sagði hann buxna- liðinu stríð á hendur og kvaðst ekki líða slíka brókarsótt í sinni deild. Gaf síðan út dagskipan og kvaðst mundu svipta atvinnu allan kvenpening, sem vogaði sér að mæta þannig búinn til vinnu. Létu konur þá undan síga og mættu buxnalausar til vinnu sinnar næsta dag. Jafnframt vísuðu konur máli sínu til æðstu stjórnar Þjóðbankans og vildu vefengja rétt deildarstjórans til afskipta af neðanmálsklæðnaði starfsstúlkna stofnunarinnar. Hann kvaðst hins vegar reiðubúinn til rökstuðnings máli sínu. Sagði hann buxnaklæðnað stríða algerlega á móti öllu almennu siðgæði og vísaði til VESSAR BUXNASTRlÐ IBANKANUM konu sinnar því til sönnunar. Hefði hann borið mál sitt undir hana og fengið mjög jákvæðar undirtektir. Sæi hann enga ástæðu til að ómerkilegar kvensur í Þjóðbankanum væru að setja sig á háan hest og víggirða sig að neðan. Slíkt væri ekki háttur dyggð- um prýddra kvenna. Buxnaliðið breytti nú um aðferð og reyndi nýjar leiðir. Mætti ein þeirra næst í síðu pilsi og varð þá ekki í fljótu bragði séð, hvernig buxnamálum henn- ar leið. Ekki lét deildarstjórinn þetta bragð blekkja sig. Kvað hann klæðnað þennan ekki síður ósiðlegan en hinn fyrri, þar sem engin leið væri að sjá, hvernig buxnamálum þessa kvenmanns væri háttað. Skipaði henni síðan heim að hafa fataskipti. Þótti nú buxnaliðinu í óefni komið og vildi reyna nýja baráttuaðferð. Fór konan heim og mætti síðan í silki- 26

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.