Spegillinn - 31.12.1970, Blaðsíða 27

Spegillinn - 31.12.1970, Blaðsíða 27
buxum næfurþunnum að neðan og vel sjáanlegum og peysugopa í síðara lagi að ofan. Annan klæðnað skyldi ung- frúin eftir heima. Þóttust konur nú hafa komið með krók á móti bragði og biðu með öndina í hálsinum eftir viðbrögðum deildarstjórans. Skyldi hann nú neyddur til að skýra vísinda- lega hinn vandrataða milliveg í buxna- málum kvenþjóðarinnar. Öllum að ó- vörum varð hins vegar kvenpersóna þessi uppáhald hans og sá hann sig ekki úr færi að eiga erindi í námunda við hana. Sá þá buxnalið Þjóðbankans, að óskir yfirmanns þeirra um neðanmálsklæðn- að voru ekki af illgirni einni fram settar, heldur komu hér önnur og flóknari vandamál til sögunnar. Var síðan á- kveðið á allsherjar fundi í kvenfélagi stofnunarinnar að hætta öllum mót- þróa í þessu máli, en reyna heldur að vera yfírmanninum hjálplegar við að yfirvinna veikleika sinn. Brókarsótt sína sáu þær nú í nýju ljósi sem hégóma einn, og hefur engri þeirra síðan dottið í hug að mæta til vinnu í Þjóðbankan- um í buxum. Að minnsta kosti ekki í buxum með síðum skálmum. Er nú mórall allur miklu betri meðal starfs- fólks stofnunarinnar, og gengur Von Bróken deildarstjóri um með bros á vör og hrósar sigri yfir spillingunni. Hulda. Pósthólf 594 Elsku Meyfróður minn! Ég er nú komin á fímmtugsaldur, og kannski er það þá of seint fyrir mig. En alltaf hefur mig langað til þess arna, svona er maður nú fáfróður á kroppinn. Þannig er mál með vexti, að ég fór að sjá þessa mynd, þessa ægilegu klám- mynd, eftir að þið Allsbersson bentuð mér á hana. Ég sá, að þarna var á ýms- an hátt farið svipað og ég hef gert um dagana og sumt var raunar dálítið út á skjön. Ýmsir útúrdúrar, sem ég hugsaði mér að prófa, næst þegar ég næði í námfúsan kall. Satt að segja fór ég sæl og ánægð heim úr bíóinu. Svo les ég það hjá ykkur Allsberssyni, að þetta sé alrangt. Svona eigi alls ekki að fara að þessu, heldur einhvern veg- inn öðruvísi. Nú er ég óskaplega áfjáð í að vita, hvernig. Satt að segja fannst mér jú eftir á að hyggja, að þetta væri ekki svo frumlega að farið þarna í þess- ari bíómynd. Það hlyti að vera hægt að gera þetta á eitthvað skemmtilegri hátt. Og svo kemur það á daginn, að þið kunnið eitthvað skemmtilegri aðferðir, þessir öðlingar. Ég vissi það alltaf, Meyfróður minn, að þú kunnir sitthvað fyrir þér í þessu. Æji, gætirðu ekki skroppið til mín eitt- hvert kvöldið. Móðfreyja. HRÚTURINN: Seldu fasteignir þínar í Hafnarfirði, áður en þær verða alveg verðlausar af mengun. Flyttu norður á Sigló og fáðu þér hús fyrir ekki neitt. Skráðu þig síðan á biðlistann í bæjarvinnunni og lifðu á at- vinnuleysisstyrk. NAUTIÐ: Leyfðu konunni þinni að fara á rauðsokkufund. Þá gæti verið, að þú kæmir henni út til þess að vinna. Gakktu síðan sjálfur í rauð- sokkahreyfinguna, segðu upp stöðunni og láttu, sem þú ætlir að gera ó- dauðlegar kvikmyndir. Passaðu þig bara á því að byrja aldrei á þeim. TVÍBURARNIR: Settu verðstöðvun á útgjöldin til heimilisins og fórn- aðu umframtekjunum í kosningasjóð Alþýðuflokksins. Þannig tryggirðu þér ævinlega ríkisframfærslu. Gefðu framsókn líka undir fótinn. KRABBINN: Kvensemi þín er orðin meiri, en þú þolir andlega. Mundu að andinn er veikur, þótt holdið sé að vísu reiðubúið. — Hættu því í há- deginu. LJÓNIÐ: Taktu ekki nærri þér, þótt kæmist upp um þig einu sinni. Mundu að refum er tamast að bíta næst greninu. Segðu upp á skattstof- unni og fáðu þér pottþéttari sambönd. MEYJAN: Þú hefðir ekki slefað svona yfir nautasteikinni, hefðirðu vitað, að þetta var tryppakjöt. Vertu ekki alltaf að spígspora upp Laugar- ásinn, það veit allur bærinn, að þú átt heima í bakhúsi á Lindargötu. Gakktu með höfuðið oní bringu. VOGIN: Þú ert of svag fyrir snapi líknarfélaga. Mundu, að konan og börnin svelta. Aflátsbréf þín í Úthafi veita þér ekki inngöngu í himnaríki, reyndu á hinum staðnum. DREKINN: Reyndu að sjá sjálfan þig í réttu Ijósi. Þú hefur aldrei haft neina hugmynd um, hvert þú stefnir. Gakktu í Framsóknarflokkinn. (Reyndu að komast í þátt hjá Ólafi Ragnarssyni í sjónvarpinu). BOGMAÐURINN: Þú hefur eðli hýenunnar. Þú hefur engan kjark til þess að ráðast á fólk með ljósaperur og jólapappír. Segðu þig úr Lions- klúbbnum. Prófaðu Oddfellow. STEINGEITIN: Reyndu ekki að hafa hemil á náttúrunni. Bannaðu kon- unni pilluna og farðu að hlaða niður börnum. Þú munt stórgræða á því, samkvæmt nýja framfærsluvísitölufiffinu. — Lestu Vísi, áður en þú háttar. VATNSBERINN: Láttu ekki þessa nýju fasteignasala plata út úr þér kjallarann. Ef þú kæmist í skrána hjá þeim, Sæirðu að hann er eina íbúðin, sem þeir hafa í einkasölu. — Klagaðu þjónustuna hjá þeim fyrir Neytenda- samtökunum. FISKARNIR: Það voru ekki skemmtikraftarnir sem voru lélegir á Sögu. Þú hefur ekki betri sans fyrir húmor en þetta. Reyndu að lesa þig betur til í Agnari Boga. Farðu á Borgina næst. (Þú ert orðinn illa séður hjá þjónum í bænum, fyrir hvað þú hefur minnkað drykkjuna). 27

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.