Spegillinn - 15.12.1971, Page 4

Spegillinn - 15.12.1971, Page 4
Er gátan um uppruna Islendinga leyst ? Spegillinn hefur líklega leyst gátuna miklu um uppruna þjóðflokksins. Hann hefur kostað ungan og furðu- legan vísindamann í þjóðháttafræðum til náms undanfarna mánuði og okkur til mikillar furðu hefur hann ekki eytt öllum þeim gífurlegu íjármunum, sem honum voru fengnir til rannsókn- anna og námsins, í vín og gleðikonur, heldur haldið sig að efninu. Reyndar hefur maðurinn útlitið á móti sér, þannig að honum hefur aldrei verið vel til gleðikvenna. Eins og við vitum hafa hinar norður- landaþjóðirnar aldrei viljað við okkur kannast, frekar en við værum lausa- leiksþjóðflokkur, sem ætlaðist til Birt án ábyrgóar meðlagsgreiðslna, og hafa aðeins snúið sér undan með fýlusvip, ef á það hefur verið minnzt, að við værum þaðan flúnir undan ofríki og yfirgangi. Höfum vér því leitað uppruna vors til gyðinga og skota, jafnvel hugleitt, hvort ekki værum við eins konar blóðblöndun þeirra þjóðflokka, ekki eru helztu einkenni þeirra ólík því, sem hér gengur og gerist. Sama sagan, þeir hafa snúið sér undan með sama fýlusvipinn og hinar þjóð- irnar hér í næsta nágrenni. Niðurstaða rannsóknanna er birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar, sem hefur aftur á móti stolið samlíking- unum frá erlendum heimildum: íslendingar eru ættaðir frá Austur- Frísnesku eyjunum undan Hollands- ströndum. Sannanirnar eru eftir- taldar lýsingar á daglegum háttum þeirra og venjum, sem telja verður mjög skyldar mörgum þeim þjóð- lífsháttum, er einkenna þjóð vora og ríkisstjórn. Eftirfarandi dæmi eru tekin beint úr Austur-Frísneskum heimildaritum: Hvers vegna er drukknun algengasta dánarorsök á Austur-Fríslandi ? Klósettskálar eru ekki framleiddar með handföngum. 4

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.